Úrelt nafnalög Ólafur Þ. Stephensen skrifar 27. júní 2014 06:00 Fátt er jafnpersónulegt og nafn manns. Sama á við um þá ákvörðun foreldra hvað barnið þeirra eigi að heita. Jú, vissulega vilja aðrir stundum hafa skoðun á þeirri ákvörðun – en á ríkisvaldið að vera í þeim hópi? Á Íslandi er í gildi margflókinn lagabálkur um mannanöfn. Þar er kveðið á um hámarksfjölda nafna sem maður getur borið, hvernig millinöfn og kenninöfn megi vera og síðast en ekki sízt um opinbert eftirlit með nafngiftum. Ef nafn er ekki á opinberri skrá má ekki gefa það barni nema opinber nefnd hafi áður úrskurðað að það sé í lagi; að það sé í samræmi við íslenzkt málkerfi, taki eignarfallsendingu eða hafi unnið sér hefð í málinu. Þá verður nafnið að vera skrifað í samræmi við almennar ritreglur, nema hefð sé fyrir öðrum rithætti. Dreng má ekki gefa kvenmannsnafn og stúlku ekki karlmannsnafn og svo framvegis. Af og til koma upp afkáralegar afleiðingar þessarar nafnapólitíkur. Fréttablaðið sagði frá því fyrr í vikunni að tíu ára gömul stúlka héti einmitt „Stúlka“ í þjóðskrá, af því að mannanafnanefnd neitar að leyfa henni að heita nafni brezkrar ömmu sinnar, Harriet. Og af því að Þjóðskrá túlkar núna lagabókstafinn þrengra en fyrir fáeinum árum, fær Harriet ekki íslenzkt vegabréf til að ferðast til útlanda. Ef Harriet ætti foreldra sem bæði væru erlendir ríkisborgarar, mætti hún heita nafninu sínu. En af því að annað þeirra er íslenzkur borgari, þarf hún að undirgangast þá bjánalegu reglu að mega ekki heita nafni úr eigin fjölskyldu, nema þá að annað rammíslenzkt nafn fylgi með. Systkini hennar tvö eru fædd erlendis og mega þá heita það sem þau heita. Markmiðið með núgildandi mannanafnalögum var ekki sízt að vinna að „varðveislu íslenska mannanafnaforðans og íslenskra nafnasiða“. Annað markmið þeirra var að rétta hlut útlendinga sem flyttu hingað til lands, þannig að þeir væru ekki þvingaðir til að taka sér íslenzk nöfn eins og áður var. Nú er hins vegar svo komið að fólk fætt í útlöndum og með erlendan ríkisborgararétt er orðið stór hluti af íbúum landsins. Nafnalögin ná í rauninni ekki yfir þennan hóp, sem getur leyft börnunum sínum að heita þeim nöfnum sem fólk vill. Um leið fjölgar hjónaböndum þar sem annað hjóna er erlent, en þá strax vill íslenzka ríkið fara að skipta sér af nafngiftum barnanna. Og svo gilda enn þrengri reglur um nöfn barna sem tveir íslenzkir borgarar eiga saman. Forsjárhyggja af þessu tagi á ekki heima í nútímasamfélagi. Ef Íslendingar vilja almennt varðveita íslenzka nafnaforðann og -hefðina, gera þeir það sjálfir, án hjálpar sérstaks smekkfólks í opinberum stofnunum. Undanfarin ár hafa verið lögð fram frumvörp á Alþingi um að leggja niður mannanafnanefnd og mannanafnaskrá og fela innanríkisráðherra hlutverk mannanafnanefndar. Það er hins vegar breyting sem gengur of skammt, vilji fólk á annað borð losna við forsjárhyggjuna í þessu efni. Ef við afnemum ekki reglurnar um eignarfallsendingar, rithátt, að millinafn megi ekki hafa eignarfallsendingu, að ekki megi taka upp ættarnafn maka nema maður sé útlendingur og svo framvegis, verður bara til eitthvert nýtt apparat smekkfólks á nöfn hjá ráðherranum. Bezt er að leyfa fólki að ráða sjálft, en halda hugsanlega í varnagla eins og þann sem er í núverandi lögum, að nafn megi ekki vera þeim sem ber það til ama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fátt er jafnpersónulegt og nafn manns. Sama á við um þá ákvörðun foreldra hvað barnið þeirra eigi að heita. Jú, vissulega vilja aðrir stundum hafa skoðun á þeirri ákvörðun – en á ríkisvaldið að vera í þeim hópi? Á Íslandi er í gildi margflókinn lagabálkur um mannanöfn. Þar er kveðið á um hámarksfjölda nafna sem maður getur borið, hvernig millinöfn og kenninöfn megi vera og síðast en ekki sízt um opinbert eftirlit með nafngiftum. Ef nafn er ekki á opinberri skrá má ekki gefa það barni nema opinber nefnd hafi áður úrskurðað að það sé í lagi; að það sé í samræmi við íslenzkt málkerfi, taki eignarfallsendingu eða hafi unnið sér hefð í málinu. Þá verður nafnið að vera skrifað í samræmi við almennar ritreglur, nema hefð sé fyrir öðrum rithætti. Dreng má ekki gefa kvenmannsnafn og stúlku ekki karlmannsnafn og svo framvegis. Af og til koma upp afkáralegar afleiðingar þessarar nafnapólitíkur. Fréttablaðið sagði frá því fyrr í vikunni að tíu ára gömul stúlka héti einmitt „Stúlka“ í þjóðskrá, af því að mannanafnanefnd neitar að leyfa henni að heita nafni brezkrar ömmu sinnar, Harriet. Og af því að Þjóðskrá túlkar núna lagabókstafinn þrengra en fyrir fáeinum árum, fær Harriet ekki íslenzkt vegabréf til að ferðast til útlanda. Ef Harriet ætti foreldra sem bæði væru erlendir ríkisborgarar, mætti hún heita nafninu sínu. En af því að annað þeirra er íslenzkur borgari, þarf hún að undirgangast þá bjánalegu reglu að mega ekki heita nafni úr eigin fjölskyldu, nema þá að annað rammíslenzkt nafn fylgi með. Systkini hennar tvö eru fædd erlendis og mega þá heita það sem þau heita. Markmiðið með núgildandi mannanafnalögum var ekki sízt að vinna að „varðveislu íslenska mannanafnaforðans og íslenskra nafnasiða“. Annað markmið þeirra var að rétta hlut útlendinga sem flyttu hingað til lands, þannig að þeir væru ekki þvingaðir til að taka sér íslenzk nöfn eins og áður var. Nú er hins vegar svo komið að fólk fætt í útlöndum og með erlendan ríkisborgararétt er orðið stór hluti af íbúum landsins. Nafnalögin ná í rauninni ekki yfir þennan hóp, sem getur leyft börnunum sínum að heita þeim nöfnum sem fólk vill. Um leið fjölgar hjónaböndum þar sem annað hjóna er erlent, en þá strax vill íslenzka ríkið fara að skipta sér af nafngiftum barnanna. Og svo gilda enn þrengri reglur um nöfn barna sem tveir íslenzkir borgarar eiga saman. Forsjárhyggja af þessu tagi á ekki heima í nútímasamfélagi. Ef Íslendingar vilja almennt varðveita íslenzka nafnaforðann og -hefðina, gera þeir það sjálfir, án hjálpar sérstaks smekkfólks í opinberum stofnunum. Undanfarin ár hafa verið lögð fram frumvörp á Alþingi um að leggja niður mannanafnanefnd og mannanafnaskrá og fela innanríkisráðherra hlutverk mannanafnanefndar. Það er hins vegar breyting sem gengur of skammt, vilji fólk á annað borð losna við forsjárhyggjuna í þessu efni. Ef við afnemum ekki reglurnar um eignarfallsendingar, rithátt, að millinafn megi ekki hafa eignarfallsendingu, að ekki megi taka upp ættarnafn maka nema maður sé útlendingur og svo framvegis, verður bara til eitthvert nýtt apparat smekkfólks á nöfn hjá ráðherranum. Bezt er að leyfa fólki að ráða sjálft, en halda hugsanlega í varnagla eins og þann sem er í núverandi lögum, að nafn megi ekki vera þeim sem ber það til ama.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun