Úrelt nafnalög Ólafur Þ. Stephensen skrifar 27. júní 2014 06:00 Fátt er jafnpersónulegt og nafn manns. Sama á við um þá ákvörðun foreldra hvað barnið þeirra eigi að heita. Jú, vissulega vilja aðrir stundum hafa skoðun á þeirri ákvörðun – en á ríkisvaldið að vera í þeim hópi? Á Íslandi er í gildi margflókinn lagabálkur um mannanöfn. Þar er kveðið á um hámarksfjölda nafna sem maður getur borið, hvernig millinöfn og kenninöfn megi vera og síðast en ekki sízt um opinbert eftirlit með nafngiftum. Ef nafn er ekki á opinberri skrá má ekki gefa það barni nema opinber nefnd hafi áður úrskurðað að það sé í lagi; að það sé í samræmi við íslenzkt málkerfi, taki eignarfallsendingu eða hafi unnið sér hefð í málinu. Þá verður nafnið að vera skrifað í samræmi við almennar ritreglur, nema hefð sé fyrir öðrum rithætti. Dreng má ekki gefa kvenmannsnafn og stúlku ekki karlmannsnafn og svo framvegis. Af og til koma upp afkáralegar afleiðingar þessarar nafnapólitíkur. Fréttablaðið sagði frá því fyrr í vikunni að tíu ára gömul stúlka héti einmitt „Stúlka“ í þjóðskrá, af því að mannanafnanefnd neitar að leyfa henni að heita nafni brezkrar ömmu sinnar, Harriet. Og af því að Þjóðskrá túlkar núna lagabókstafinn þrengra en fyrir fáeinum árum, fær Harriet ekki íslenzkt vegabréf til að ferðast til útlanda. Ef Harriet ætti foreldra sem bæði væru erlendir ríkisborgarar, mætti hún heita nafninu sínu. En af því að annað þeirra er íslenzkur borgari, þarf hún að undirgangast þá bjánalegu reglu að mega ekki heita nafni úr eigin fjölskyldu, nema þá að annað rammíslenzkt nafn fylgi með. Systkini hennar tvö eru fædd erlendis og mega þá heita það sem þau heita. Markmiðið með núgildandi mannanafnalögum var ekki sízt að vinna að „varðveislu íslenska mannanafnaforðans og íslenskra nafnasiða“. Annað markmið þeirra var að rétta hlut útlendinga sem flyttu hingað til lands, þannig að þeir væru ekki þvingaðir til að taka sér íslenzk nöfn eins og áður var. Nú er hins vegar svo komið að fólk fætt í útlöndum og með erlendan ríkisborgararétt er orðið stór hluti af íbúum landsins. Nafnalögin ná í rauninni ekki yfir þennan hóp, sem getur leyft börnunum sínum að heita þeim nöfnum sem fólk vill. Um leið fjölgar hjónaböndum þar sem annað hjóna er erlent, en þá strax vill íslenzka ríkið fara að skipta sér af nafngiftum barnanna. Og svo gilda enn þrengri reglur um nöfn barna sem tveir íslenzkir borgarar eiga saman. Forsjárhyggja af þessu tagi á ekki heima í nútímasamfélagi. Ef Íslendingar vilja almennt varðveita íslenzka nafnaforðann og -hefðina, gera þeir það sjálfir, án hjálpar sérstaks smekkfólks í opinberum stofnunum. Undanfarin ár hafa verið lögð fram frumvörp á Alþingi um að leggja niður mannanafnanefnd og mannanafnaskrá og fela innanríkisráðherra hlutverk mannanafnanefndar. Það er hins vegar breyting sem gengur of skammt, vilji fólk á annað borð losna við forsjárhyggjuna í þessu efni. Ef við afnemum ekki reglurnar um eignarfallsendingar, rithátt, að millinafn megi ekki hafa eignarfallsendingu, að ekki megi taka upp ættarnafn maka nema maður sé útlendingur og svo framvegis, verður bara til eitthvert nýtt apparat smekkfólks á nöfn hjá ráðherranum. Bezt er að leyfa fólki að ráða sjálft, en halda hugsanlega í varnagla eins og þann sem er í núverandi lögum, að nafn megi ekki vera þeim sem ber það til ama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt er jafnpersónulegt og nafn manns. Sama á við um þá ákvörðun foreldra hvað barnið þeirra eigi að heita. Jú, vissulega vilja aðrir stundum hafa skoðun á þeirri ákvörðun – en á ríkisvaldið að vera í þeim hópi? Á Íslandi er í gildi margflókinn lagabálkur um mannanöfn. Þar er kveðið á um hámarksfjölda nafna sem maður getur borið, hvernig millinöfn og kenninöfn megi vera og síðast en ekki sízt um opinbert eftirlit með nafngiftum. Ef nafn er ekki á opinberri skrá má ekki gefa það barni nema opinber nefnd hafi áður úrskurðað að það sé í lagi; að það sé í samræmi við íslenzkt málkerfi, taki eignarfallsendingu eða hafi unnið sér hefð í málinu. Þá verður nafnið að vera skrifað í samræmi við almennar ritreglur, nema hefð sé fyrir öðrum rithætti. Dreng má ekki gefa kvenmannsnafn og stúlku ekki karlmannsnafn og svo framvegis. Af og til koma upp afkáralegar afleiðingar þessarar nafnapólitíkur. Fréttablaðið sagði frá því fyrr í vikunni að tíu ára gömul stúlka héti einmitt „Stúlka“ í þjóðskrá, af því að mannanafnanefnd neitar að leyfa henni að heita nafni brezkrar ömmu sinnar, Harriet. Og af því að Þjóðskrá túlkar núna lagabókstafinn þrengra en fyrir fáeinum árum, fær Harriet ekki íslenzkt vegabréf til að ferðast til útlanda. Ef Harriet ætti foreldra sem bæði væru erlendir ríkisborgarar, mætti hún heita nafninu sínu. En af því að annað þeirra er íslenzkur borgari, þarf hún að undirgangast þá bjánalegu reglu að mega ekki heita nafni úr eigin fjölskyldu, nema þá að annað rammíslenzkt nafn fylgi með. Systkini hennar tvö eru fædd erlendis og mega þá heita það sem þau heita. Markmiðið með núgildandi mannanafnalögum var ekki sízt að vinna að „varðveislu íslenska mannanafnaforðans og íslenskra nafnasiða“. Annað markmið þeirra var að rétta hlut útlendinga sem flyttu hingað til lands, þannig að þeir væru ekki þvingaðir til að taka sér íslenzk nöfn eins og áður var. Nú er hins vegar svo komið að fólk fætt í útlöndum og með erlendan ríkisborgararétt er orðið stór hluti af íbúum landsins. Nafnalögin ná í rauninni ekki yfir þennan hóp, sem getur leyft börnunum sínum að heita þeim nöfnum sem fólk vill. Um leið fjölgar hjónaböndum þar sem annað hjóna er erlent, en þá strax vill íslenzka ríkið fara að skipta sér af nafngiftum barnanna. Og svo gilda enn þrengri reglur um nöfn barna sem tveir íslenzkir borgarar eiga saman. Forsjárhyggja af þessu tagi á ekki heima í nútímasamfélagi. Ef Íslendingar vilja almennt varðveita íslenzka nafnaforðann og -hefðina, gera þeir það sjálfir, án hjálpar sérstaks smekkfólks í opinberum stofnunum. Undanfarin ár hafa verið lögð fram frumvörp á Alþingi um að leggja niður mannanafnanefnd og mannanafnaskrá og fela innanríkisráðherra hlutverk mannanafnanefndar. Það er hins vegar breyting sem gengur of skammt, vilji fólk á annað borð losna við forsjárhyggjuna í þessu efni. Ef við afnemum ekki reglurnar um eignarfallsendingar, rithátt, að millinafn megi ekki hafa eignarfallsendingu, að ekki megi taka upp ættarnafn maka nema maður sé útlendingur og svo framvegis, verður bara til eitthvert nýtt apparat smekkfólks á nöfn hjá ráðherranum. Bezt er að leyfa fólki að ráða sjálft, en halda hugsanlega í varnagla eins og þann sem er í núverandi lögum, að nafn megi ekki vera þeim sem ber það til ama.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar