Flókin staða í Írak Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. júní 2014 06:00 Mikið óvissu- og upplausnarástand er nú í Írak. Öfgasamtökin ISIS hafa náð á sitt vald stórum landsvæðum í norðurhluta landsins og ráða meðal annars landamærastöðvum á mörkum Íraks og Sýrlands og Jórdaníu. ISIS segist berjast fyrir málstað súnní-múslíma, sem eru minnihlutahópur í Írak. Raunveruleg hætta er á að landið klofni með tilheyrandi ófriði, í heimshluta sem mátti ekki við meiri stríðsátökum. Eftir að þessi átök hófust í Írak hafa margir orðið til að færa rök fyrir því að upplausnina í landinu megi rekja til ákvörðunar vestrænna ríkja, undir forystu Bandaríkjanna, um að ráðast inn í landið árið 2003 og steypa Saddam Hussein af stóli. Það er margt til í þeirri gagnrýni, en hún er þó ekki að öllu leyti réttmæt. Innrásin var vissulega mistök og byggð á fölskum forsendum um gereyðingarvopn, sem Saddam átti ekki lengur. Það voru líka áreiðanlega slæm mistök að hreinsa jafnrækilega út úr stofnunum samfélagsins og gert var, þar á meðal hernum. Margir ISIS-liðar eru vel þjálfaðir fyrrverandi liðsmenn í her Saddams. Ekki fer heldur á milli mála að stjórnvöldum í Írak, undir forystu Núrís al Maliki forsætisráðherra, hefur mistekizt hrapallega að tryggja samstjórn allra þjóðernis- og trúarhópa í landinu, sem er forsenda fyrir því að hægt sé að halda þessu brothætta ríki saman. Hins vegar virðist oft gleymast að Saddam hélt Írak saman með harðstjórn, kúgun og manndrápum. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og einn þeirra sem tóku ákvörðun um innrásina á sínum tíma, benti í grein í Financial Times um helgina á að mönnum yfirsæist gjarnan tvennt í umræðunni um orsakir núverandi ástand í landinu. Annars vegar að ISIS hafi getað nýtt ringulreiðina í Sýrlandi til að skipuleggja sókn sína í Írak. Aðgerðaleysi Vesturlanda hafi að því leyti haft alvarlegar afleiðingar. Hins vegar bendir Blair á að byltingarhreyfingin, sem kennd er við arabíska vorið, hefði fyrr eða síðar komið til Íraks. Svar Saddams við henni, hefði hann enn verið við völd, hefði væntanlega verið meira í stíl við viðbrögð Bashar al-Assads í Sýrlandi en Hosni Mubaraks í Egyptalandi. Blair heldur því þannig fram að jafnvel þótt engin innrás hefði verið gerð 2003 væri samt stórt vandamál við að glíma í Írak þessa dagana. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að senda 300 hernaðarráðgjafa til Íraks til að aðstoða stjórnarherinn við að verjast ISIS. Stjórn al-Malikis biður um loftárásir á sveitir samtakanna, en í ljósi sögunnar er afar vafasamt að stjórn Obamas Bandaríkjaforseta hafi nokkurn pólitískan stuðning til að ráðast aftur í hernaðaraðgerðir í Írak. Staðan þar, rétt eins og í Sýrlandi, er skelfilega flókin og ekki auðvelt að sjá hvernig á að koma í veg fyrir að átökin magnist enn. Sem stendur er það rétt afstaða sem John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, setti fram á fundum með íröskum stjórnvöldum í gær, að skilyrða hvers kyns aðstoð Bandaríkjanna við að mynduð verði ný ríkisstjórn í landinu, þar sem meirihluti sjía deili raunverulega völdum með súnníum og Kúrdum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Mikið óvissu- og upplausnarástand er nú í Írak. Öfgasamtökin ISIS hafa náð á sitt vald stórum landsvæðum í norðurhluta landsins og ráða meðal annars landamærastöðvum á mörkum Íraks og Sýrlands og Jórdaníu. ISIS segist berjast fyrir málstað súnní-múslíma, sem eru minnihlutahópur í Írak. Raunveruleg hætta er á að landið klofni með tilheyrandi ófriði, í heimshluta sem mátti ekki við meiri stríðsátökum. Eftir að þessi átök hófust í Írak hafa margir orðið til að færa rök fyrir því að upplausnina í landinu megi rekja til ákvörðunar vestrænna ríkja, undir forystu Bandaríkjanna, um að ráðast inn í landið árið 2003 og steypa Saddam Hussein af stóli. Það er margt til í þeirri gagnrýni, en hún er þó ekki að öllu leyti réttmæt. Innrásin var vissulega mistök og byggð á fölskum forsendum um gereyðingarvopn, sem Saddam átti ekki lengur. Það voru líka áreiðanlega slæm mistök að hreinsa jafnrækilega út úr stofnunum samfélagsins og gert var, þar á meðal hernum. Margir ISIS-liðar eru vel þjálfaðir fyrrverandi liðsmenn í her Saddams. Ekki fer heldur á milli mála að stjórnvöldum í Írak, undir forystu Núrís al Maliki forsætisráðherra, hefur mistekizt hrapallega að tryggja samstjórn allra þjóðernis- og trúarhópa í landinu, sem er forsenda fyrir því að hægt sé að halda þessu brothætta ríki saman. Hins vegar virðist oft gleymast að Saddam hélt Írak saman með harðstjórn, kúgun og manndrápum. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og einn þeirra sem tóku ákvörðun um innrásina á sínum tíma, benti í grein í Financial Times um helgina á að mönnum yfirsæist gjarnan tvennt í umræðunni um orsakir núverandi ástand í landinu. Annars vegar að ISIS hafi getað nýtt ringulreiðina í Sýrlandi til að skipuleggja sókn sína í Írak. Aðgerðaleysi Vesturlanda hafi að því leyti haft alvarlegar afleiðingar. Hins vegar bendir Blair á að byltingarhreyfingin, sem kennd er við arabíska vorið, hefði fyrr eða síðar komið til Íraks. Svar Saddams við henni, hefði hann enn verið við völd, hefði væntanlega verið meira í stíl við viðbrögð Bashar al-Assads í Sýrlandi en Hosni Mubaraks í Egyptalandi. Blair heldur því þannig fram að jafnvel þótt engin innrás hefði verið gerð 2003 væri samt stórt vandamál við að glíma í Írak þessa dagana. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að senda 300 hernaðarráðgjafa til Íraks til að aðstoða stjórnarherinn við að verjast ISIS. Stjórn al-Malikis biður um loftárásir á sveitir samtakanna, en í ljósi sögunnar er afar vafasamt að stjórn Obamas Bandaríkjaforseta hafi nokkurn pólitískan stuðning til að ráðast aftur í hernaðaraðgerðir í Írak. Staðan þar, rétt eins og í Sýrlandi, er skelfilega flókin og ekki auðvelt að sjá hvernig á að koma í veg fyrir að átökin magnist enn. Sem stendur er það rétt afstaða sem John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, setti fram á fundum með íröskum stjórnvöldum í gær, að skilyrða hvers kyns aðstoð Bandaríkjanna við að mynduð verði ný ríkisstjórn í landinu, þar sem meirihluti sjía deili raunverulega völdum með súnníum og Kúrdum.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar