Enga sýnagógu Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. júní 2014 07:00 Umræðan um múslima, sem spratt upp í kjölfar mosku- og nauðungarhjónabandaútspils oddvita Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur á köflum farið algjörlega úr böndunum og getur ekki kallazt neitt annað en hatursorðræða. Vísir birti fyrr í vikunni frétt þar sem haft var eftir formanni Félags múslima að fljótlega væri hægt að hefja framkvæmdir við byggingu moskunnar í Sogamýri. Í athugasemdakerfi vefjarins spratt fram svo mikið af ógeðslegu hatri, þar á meðal hreinum og klárum morðhótunum í garð forsvarsmanna trúfélagsins, að við hljótum að staldra við. Ef við prófuðum að setja inn í þennan almennt illa orðaða og rangt stafsetta texta orðin „sýnagóga“ og „gyðingar“ í stað „moska“ og „múslimar“, verða hugrenningatengslin við stærstu hatursglæpi sögunnar býsna óþægileg. Margir þeir sem amast við veru og sýnileika múslima á Íslandi vitna í trúarrit þeirra, Kóraninn, máli sínu til stuðnings, til dæmis um alls konar mannhatur og ómannúðlegar refsingar. Hafa þeir prófað að lesa Biblíuna með sömu gleraugum? Morðhótanirnar hafa verið kærðar til lögreglunnar og sennilega væri hægt að kæra fleiri ummæli sem hafa fallið um múslima á Íslandi síðustu daga með vísan til ákvæða hegningarlaga um að menn skuli ekki þurfa að sæta háði, rógi, smánun eða ógnun vegna trúar sinnar. Á sama tíma kemur í ljós að hreinræktaður og augljós hatursglæpur gegn múslimum á Íslandi, þegar trúarrit þeirra var atað svínsblóði og svínshausum dreift á moskulóðina í fyrra, hefur verið rannsakað með hangandi hendi hjá lögreglunni í Reykjavík og engin niðurstaða fengizt. Yfirmenn lögreglunnar virðast áhugalausir um málið og lítið inni í því. Kærum við okkur um þetta andrúm haturs og mismununar gagnvart fámennum trúarhópi? Við getum að minnsta kosti ekki sætt okkur við að það gangi yfir ákveðin mörk. Karl Popper, austurrískur heimspekingur sem horfði á heimaland sitt verða gyðingahatri og nazisma að bráð, skrifaði í bók sinni Opið samfélag og óvinir þess, að í opnu lýðræðissamfélagi yrðu menn að umbera jafnvel þá óumburðarlyndu. En ef óumburðarlyndið væri endalaust umborið, endaði það á því að ganga af umburðarlyndi hins opna samfélags dauðu. Popper var á því að það ætti ekki að berja óumburðarlyndið niður, svo lengi sem svara mætti því með rökum og almenningsálitið héldi því í skefjum. En um leið ætti hið opna samfélag að áskilja sér rétt til að segja: Hingað og ekki lengra. Bannið við hatursorðræðu og hatursglæpum eru slík varnarviðbrögð samfélags, sem er opið og umburðarlynt og vill vera það áfram. Það er engin leið að kenna Framsóknarflokknum í Reykjavík um hatursorðræðuna í garð múslima. Hún var þarna fyrir. En þeir sem hata múslima túlka margir hverjir moskuútspilið sem stuðning við hugmyndir sínar frá flokki, sem hingað til hefur verið talinn standa vörð um hið opna samfélag. Það kaldhæðnislega er að í stað þess að stíga myndarlega fram gegn hatrinu og í þágu umburðarlyndisins halda sumir talsmenn flokksins því fram að þeir séu sjálfir fórnarlömb hatursorðræðu. Þeir eiga að vera stærri en svo. Þeir eiga eins og allir aðrir málsmetandi menn að segja skýrt og skorinort: Hatur og mismunun gagnvart einum trúarhópi fær ekki að viðgangast. Við erum opið samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Umræðan um múslima, sem spratt upp í kjölfar mosku- og nauðungarhjónabandaútspils oddvita Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur á köflum farið algjörlega úr böndunum og getur ekki kallazt neitt annað en hatursorðræða. Vísir birti fyrr í vikunni frétt þar sem haft var eftir formanni Félags múslima að fljótlega væri hægt að hefja framkvæmdir við byggingu moskunnar í Sogamýri. Í athugasemdakerfi vefjarins spratt fram svo mikið af ógeðslegu hatri, þar á meðal hreinum og klárum morðhótunum í garð forsvarsmanna trúfélagsins, að við hljótum að staldra við. Ef við prófuðum að setja inn í þennan almennt illa orðaða og rangt stafsetta texta orðin „sýnagóga“ og „gyðingar“ í stað „moska“ og „múslimar“, verða hugrenningatengslin við stærstu hatursglæpi sögunnar býsna óþægileg. Margir þeir sem amast við veru og sýnileika múslima á Íslandi vitna í trúarrit þeirra, Kóraninn, máli sínu til stuðnings, til dæmis um alls konar mannhatur og ómannúðlegar refsingar. Hafa þeir prófað að lesa Biblíuna með sömu gleraugum? Morðhótanirnar hafa verið kærðar til lögreglunnar og sennilega væri hægt að kæra fleiri ummæli sem hafa fallið um múslima á Íslandi síðustu daga með vísan til ákvæða hegningarlaga um að menn skuli ekki þurfa að sæta háði, rógi, smánun eða ógnun vegna trúar sinnar. Á sama tíma kemur í ljós að hreinræktaður og augljós hatursglæpur gegn múslimum á Íslandi, þegar trúarrit þeirra var atað svínsblóði og svínshausum dreift á moskulóðina í fyrra, hefur verið rannsakað með hangandi hendi hjá lögreglunni í Reykjavík og engin niðurstaða fengizt. Yfirmenn lögreglunnar virðast áhugalausir um málið og lítið inni í því. Kærum við okkur um þetta andrúm haturs og mismununar gagnvart fámennum trúarhópi? Við getum að minnsta kosti ekki sætt okkur við að það gangi yfir ákveðin mörk. Karl Popper, austurrískur heimspekingur sem horfði á heimaland sitt verða gyðingahatri og nazisma að bráð, skrifaði í bók sinni Opið samfélag og óvinir þess, að í opnu lýðræðissamfélagi yrðu menn að umbera jafnvel þá óumburðarlyndu. En ef óumburðarlyndið væri endalaust umborið, endaði það á því að ganga af umburðarlyndi hins opna samfélags dauðu. Popper var á því að það ætti ekki að berja óumburðarlyndið niður, svo lengi sem svara mætti því með rökum og almenningsálitið héldi því í skefjum. En um leið ætti hið opna samfélag að áskilja sér rétt til að segja: Hingað og ekki lengra. Bannið við hatursorðræðu og hatursglæpum eru slík varnarviðbrögð samfélags, sem er opið og umburðarlynt og vill vera það áfram. Það er engin leið að kenna Framsóknarflokknum í Reykjavík um hatursorðræðuna í garð múslima. Hún var þarna fyrir. En þeir sem hata múslima túlka margir hverjir moskuútspilið sem stuðning við hugmyndir sínar frá flokki, sem hingað til hefur verið talinn standa vörð um hið opna samfélag. Það kaldhæðnislega er að í stað þess að stíga myndarlega fram gegn hatrinu og í þágu umburðarlyndisins halda sumir talsmenn flokksins því fram að þeir séu sjálfir fórnarlömb hatursorðræðu. Þeir eiga að vera stærri en svo. Þeir eiga eins og allir aðrir málsmetandi menn að segja skýrt og skorinort: Hatur og mismunun gagnvart einum trúarhópi fær ekki að viðgangast. Við erum opið samfélag.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun