Grætt á ferðamönnum? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 6. júní 2014 07:00 Við sjáum og heyrum því miður alltof margar fréttir af því að náttúra Íslands liggi undir skemmdum vegna vaxandi ágangs ferðamanna. Ein slík var á forsíðu Fréttablaðsins í gær; þar sögðum við frá því að miklar gróðurskemmdir hefðu orðið í friðlandinu að Fjallabaki í vor vegna utanvegaaksturs, þrátt fyrir að svæðið eigi að heita lokað vélknúnum ökutækjum á meðal frost fer úr jörð. Það fylgir sögunni að íslenzk ferðaþjónustufyrirtæki geri út á jeppaferðir inn á svæðið, þrátt fyrir að það eigi að vera lokað. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sagðist í blaðinu hafa við snögga leit fundið heimasíður sjö fyrirtækja sem seldu ferðir inn á svæðið, ýmist allt árið eða frá 1. júní, að meðtöldu tímabilinu sem það er vanalega lokað vegna þíðu í jarðvegi. Í frétt á Vísi í gær kenndi forsvarsmaður innlends jeppaferðafyrirtækis útlendingum á bílaleigubílum um hér um bil allar gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs. Miðað við reynslu fyrri ára er það alveg áreiðanlega einföldun. Það er fræðilegur möguleiki að í einhverjum tilvikum valdi fáfræði um staðhætti því að menn fari á stórum jeppum inn á lokuð svæði. Oftast hlýtur hins vegar að vera um ásetningsbrot að ræða, enda eru skýrar merkingar við helztu fjallvegina og upplýsingar á íslenzku og ensku um að umferð sé bönnuð, að viðlögðum sektum. Á heimasíðu Vegagerðarinnar er líka auðvelt að nálgast upplýsingar um hvaða vegir eru opnir og hverjir lokaðir. Utanvegaaksturinn kemur ekki bara niður á náttúru landsins. Við sögðum líka frá því á Vísi í gær að mikið álag sé orðið á björgunarsveitirnar að bjarga ferðamönnum sem vilja láta á það reyna hvort þeir komist leiðar sinnar þrátt fyrir bannið. Kjánar á föstum bílum kosta björgunarsveitirnar bæði tíma og peninga, þótt þær séu nú farnar að reyna að rukka bílaleigurnar fyrir þjónustu sína. Það á við um hálendisakstur eins og ýmis önnur svið ferðaþjónustunnar, að ef ekki verður gripið í taumana nú þegar stefnir í algjört ófremdarástand. Að sjálfsögðu þarf að framfylgja lögunum, sem kveða á um ríflegar sektir fyrir að skemma gróður með utanvegaakstri. Vandinn er bara að umsjónarmenn ríkiskassans, sem þiggja kátir tekjurnar af ferðamönnunum, þykjast hvorki hafa efni á landvörzlu né löggæzlu sem dugir til að hinir brotlegu séu hirtir og gerðir ábyrgir gjörða sinna. Ásamt því að efla fræðslu, jafnt til ferðaskrifstofa sem ferðamanna, um alvöru og skaðsemi aksturs á lokuðum svæðum, þarf að gera stórátak í eftirliti með þessum akstri. Það dugir ekki að gera það bara núna á meðan frost er að fara úr jörðu, þótt þá sé náttúran viðkvæmust, heldur þarf eftirlitið að vera miklu strangara allt sumarið. Ef því er ekki sinnt er hætt við að ástandið fari algjörlega úr böndunum. Það er lítill gróði af ferðamönnum sem skemma landið til langframa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Við sjáum og heyrum því miður alltof margar fréttir af því að náttúra Íslands liggi undir skemmdum vegna vaxandi ágangs ferðamanna. Ein slík var á forsíðu Fréttablaðsins í gær; þar sögðum við frá því að miklar gróðurskemmdir hefðu orðið í friðlandinu að Fjallabaki í vor vegna utanvegaaksturs, þrátt fyrir að svæðið eigi að heita lokað vélknúnum ökutækjum á meðal frost fer úr jörð. Það fylgir sögunni að íslenzk ferðaþjónustufyrirtæki geri út á jeppaferðir inn á svæðið, þrátt fyrir að það eigi að vera lokað. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sagðist í blaðinu hafa við snögga leit fundið heimasíður sjö fyrirtækja sem seldu ferðir inn á svæðið, ýmist allt árið eða frá 1. júní, að meðtöldu tímabilinu sem það er vanalega lokað vegna þíðu í jarðvegi. Í frétt á Vísi í gær kenndi forsvarsmaður innlends jeppaferðafyrirtækis útlendingum á bílaleigubílum um hér um bil allar gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs. Miðað við reynslu fyrri ára er það alveg áreiðanlega einföldun. Það er fræðilegur möguleiki að í einhverjum tilvikum valdi fáfræði um staðhætti því að menn fari á stórum jeppum inn á lokuð svæði. Oftast hlýtur hins vegar að vera um ásetningsbrot að ræða, enda eru skýrar merkingar við helztu fjallvegina og upplýsingar á íslenzku og ensku um að umferð sé bönnuð, að viðlögðum sektum. Á heimasíðu Vegagerðarinnar er líka auðvelt að nálgast upplýsingar um hvaða vegir eru opnir og hverjir lokaðir. Utanvegaaksturinn kemur ekki bara niður á náttúru landsins. Við sögðum líka frá því á Vísi í gær að mikið álag sé orðið á björgunarsveitirnar að bjarga ferðamönnum sem vilja láta á það reyna hvort þeir komist leiðar sinnar þrátt fyrir bannið. Kjánar á föstum bílum kosta björgunarsveitirnar bæði tíma og peninga, þótt þær séu nú farnar að reyna að rukka bílaleigurnar fyrir þjónustu sína. Það á við um hálendisakstur eins og ýmis önnur svið ferðaþjónustunnar, að ef ekki verður gripið í taumana nú þegar stefnir í algjört ófremdarástand. Að sjálfsögðu þarf að framfylgja lögunum, sem kveða á um ríflegar sektir fyrir að skemma gróður með utanvegaakstri. Vandinn er bara að umsjónarmenn ríkiskassans, sem þiggja kátir tekjurnar af ferðamönnunum, þykjast hvorki hafa efni á landvörzlu né löggæzlu sem dugir til að hinir brotlegu séu hirtir og gerðir ábyrgir gjörða sinna. Ásamt því að efla fræðslu, jafnt til ferðaskrifstofa sem ferðamanna, um alvöru og skaðsemi aksturs á lokuðum svæðum, þarf að gera stórátak í eftirliti með þessum akstri. Það dugir ekki að gera það bara núna á meðan frost er að fara úr jörðu, þótt þá sé náttúran viðkvæmust, heldur þarf eftirlitið að vera miklu strangara allt sumarið. Ef því er ekki sinnt er hætt við að ástandið fari algjörlega úr böndunum. Það er lítill gróði af ferðamönnum sem skemma landið til langframa.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun