Fjöldamorð þaggað niður Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. júní 2014 07:00 Í gær voru liðin 25 ár frá því kínversk stjórnvöld frömdu fjöldamorð á mótmælendum á Torgi hins himneska friðar í Peking. Mörg hundruð manns, aðallega ungt fólk, voru drepin fyrir að krefjast mannréttinda, frelsis og lýðræðis. Mikill viðbúnaður var af hálfu stjórnvalda í Peking í gær til að koma í veg fyrir að grimmdarverkanna yrði minnzt með nokkrum hætti. Í aðdraganda tímamótanna hafa útsendarar Kínastjórnar sett að minnsta kosti 66 andófsmenn í varðhald eða stofufangelsi, að því er mannréttindasamtökin Amnesty International hafa staðreynt. Gengið hefur verið enn lengra í að þagga niður alla umræðu en fyrir fimm árum, þegar 20 ár voru liðin frá atburðunum. Kínversk stjórnvöld hafa aldrei viðurkennt glæpina sem voru framdir 4. júní 1989. Þau hafa raunar lagt mikið á sig til að reyna að fá þátttakendur í mótmælunum á torginu til að gleyma því líka hvað átti sér stað. Í gær birtust í bandarískum fjölmiðlum viðtöl við Fang Zheng, einn af námsmönnunum sem mótmæltu á torginu 1989. Hann missti báða fætur þegar skriðdreki ók yfir hann. Hann hafði þá rétt náð að bjarga meðvitundarlausri stúlku frá því að verða undir skriðdrekanum. Strax á sjúkrahúsinu, þar sem hann var til meðhöndlunar, reyndu útsendarar stjórnvalda að fá hann til að viðurkenna að hann hefði beitt ofbeldi og skriðdrekastjórinn ekki átt annars kost en að aka yfir hann. „Það fyrsta sem þeir vildu að ég gerði var að gleyma sannleikanum, snúa staðreyndunum á haus. Þetta var stöðug barátta. Þeir vildu að ég hylmdi yfir það sem gerðist,“ segir Fang í viðtali við Epoch Times. Honum var síðar neitað um að taka þátt í íþróttamótum fatlaðra nema hann lygi til um hvernig hann missti fæturna. Eftir 20 ára baráttu, þar sem stöðugt var lagt að honum að segja ekki sannleikann, flutti hann til Bandaríkjanna. Amnesty krafðist þess í gær af Kínastjórn að hún viðurkenndi mannréttindabrotin 1989, efndi til opinberrar rannsóknar á atburðunum og drægi þá til ábyrgðar sem stóðu fyrir fjöldamorðunum. Amnesty krefst þess líka að aðstandendum fórnarlambanna verði greiddar bætur og áreitni og ofsóknum á hendur þeim sem ræða opinberlega um atburðina verði hætt. Það er ágætt að rifja upp þegar ráðamennirnir okkar brosa á myndum með kínverskum kollegum sínum og tala um gildi aukins samstarfs við Kína hvers konar ríki er um að ræða. Þótt Kína hafi tekið upp markaðsbúskap er það ekki frjálslynt lýðræðisríki. Það er einræðisríki, þar sem mannréttindabrot og skoðanakúgun er daglegt brauð. Það er sjálfsagt að eiga samskipti og viðskipti við Kína eins og önnur ríki, en íslenzk stjórnvöld eiga að nota öll tækifæri til að taka undir kröfur Amnesty og fleiri mannréttindasamtaka um að þessi partur kínverskrar sögu verði gerður upp. Hjörleifur Sveinbjörnsson, sem bjó lengi í Kína, benti á það í grein í Fréttablaðinu í gær að slíkt uppgjör, á hvaða formi sem væri, væri til marks um stefnubreytingu hjá kínverskum stjórnvöldum. Við eigum að nýta tengsl okkar við Kína til að ýta undir slíka breytingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í gær voru liðin 25 ár frá því kínversk stjórnvöld frömdu fjöldamorð á mótmælendum á Torgi hins himneska friðar í Peking. Mörg hundruð manns, aðallega ungt fólk, voru drepin fyrir að krefjast mannréttinda, frelsis og lýðræðis. Mikill viðbúnaður var af hálfu stjórnvalda í Peking í gær til að koma í veg fyrir að grimmdarverkanna yrði minnzt með nokkrum hætti. Í aðdraganda tímamótanna hafa útsendarar Kínastjórnar sett að minnsta kosti 66 andófsmenn í varðhald eða stofufangelsi, að því er mannréttindasamtökin Amnesty International hafa staðreynt. Gengið hefur verið enn lengra í að þagga niður alla umræðu en fyrir fimm árum, þegar 20 ár voru liðin frá atburðunum. Kínversk stjórnvöld hafa aldrei viðurkennt glæpina sem voru framdir 4. júní 1989. Þau hafa raunar lagt mikið á sig til að reyna að fá þátttakendur í mótmælunum á torginu til að gleyma því líka hvað átti sér stað. Í gær birtust í bandarískum fjölmiðlum viðtöl við Fang Zheng, einn af námsmönnunum sem mótmæltu á torginu 1989. Hann missti báða fætur þegar skriðdreki ók yfir hann. Hann hafði þá rétt náð að bjarga meðvitundarlausri stúlku frá því að verða undir skriðdrekanum. Strax á sjúkrahúsinu, þar sem hann var til meðhöndlunar, reyndu útsendarar stjórnvalda að fá hann til að viðurkenna að hann hefði beitt ofbeldi og skriðdrekastjórinn ekki átt annars kost en að aka yfir hann. „Það fyrsta sem þeir vildu að ég gerði var að gleyma sannleikanum, snúa staðreyndunum á haus. Þetta var stöðug barátta. Þeir vildu að ég hylmdi yfir það sem gerðist,“ segir Fang í viðtali við Epoch Times. Honum var síðar neitað um að taka þátt í íþróttamótum fatlaðra nema hann lygi til um hvernig hann missti fæturna. Eftir 20 ára baráttu, þar sem stöðugt var lagt að honum að segja ekki sannleikann, flutti hann til Bandaríkjanna. Amnesty krafðist þess í gær af Kínastjórn að hún viðurkenndi mannréttindabrotin 1989, efndi til opinberrar rannsóknar á atburðunum og drægi þá til ábyrgðar sem stóðu fyrir fjöldamorðunum. Amnesty krefst þess líka að aðstandendum fórnarlambanna verði greiddar bætur og áreitni og ofsóknum á hendur þeim sem ræða opinberlega um atburðina verði hætt. Það er ágætt að rifja upp þegar ráðamennirnir okkar brosa á myndum með kínverskum kollegum sínum og tala um gildi aukins samstarfs við Kína hvers konar ríki er um að ræða. Þótt Kína hafi tekið upp markaðsbúskap er það ekki frjálslynt lýðræðisríki. Það er einræðisríki, þar sem mannréttindabrot og skoðanakúgun er daglegt brauð. Það er sjálfsagt að eiga samskipti og viðskipti við Kína eins og önnur ríki, en íslenzk stjórnvöld eiga að nota öll tækifæri til að taka undir kröfur Amnesty og fleiri mannréttindasamtaka um að þessi partur kínverskrar sögu verði gerður upp. Hjörleifur Sveinbjörnsson, sem bjó lengi í Kína, benti á það í grein í Fréttablaðinu í gær að slíkt uppgjör, á hvaða formi sem væri, væri til marks um stefnubreytingu hjá kínverskum stjórnvöldum. Við eigum að nýta tengsl okkar við Kína til að ýta undir slíka breytingu.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun