Óuppgert voðaverk Hjörleifur Sveinbjörnsson skrifar 4. júní 2014 07:00 Dagsetningin 4. júní er bannorð hjá hugsanalöggunni í Kína. Þennan dag í ár eru 25 ár liðin frá morðárás skriðdrekasveita á lýðræðishreyfingu ungs fólks á Torgi hins himneska friðar í miðborg Beijing. Varlega áætlað lágu hundruð manna í valnum. Voðaverkið táknaði rökþrot valdamanna gegn frómum óskum nýrrar kynslóðar um auknar umbætur og lýðréttindi. 1989 var eitt af þessum árum þegar stóratburðirnir komu í kippum: Hrun sovéska heimsveldisins, sjálft symból kalda stríðsins, Berlínarmúrinn, var hlutað í sundur og haft í minjagripi, böðull Rúmeníu, Sjáseskú, var hrakinn frá völdum og umrótið lyfti andófsmanninum Vaclav Havel til æðstu metorða í Tékklandi. Lítillega teygðist að vísu á falli Sovétríkjanna sjálfra en það fór ekki á milli mála hvert stefndi. Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð eins og segir í frægu ljóði Steins Steinarr.Ofsafengin viðbrögð Fjöldamorðin í Beijing voru meðal mestu ótíðinda þessa viðburðaríka árs. Ég man varla eftir atburði sem hefur komið verr við mig. Ekki bara vegna þess að ég hafði verið þarna við nám nokkrum árum áður og tengdist því staðnum heldur líka vegna viðbragða yfirvalda sem voru mjög ofsafengin miðað við tilefnið. Það má margskömmuð nútímafjölmiðlun eiga að þarna birti hún okkur ófegraða instantmynd af stjórnvöldum þegar illa stóð á. Valdhafar í okkar heimshluta stjórna í krafti umboðs frá almenningi eftir leynilegar kosningar en í alræðisríkjum er engu slíku til að dreifa. Því betur sem ráðamenn skynja að þeir eiga ekki lögmætt tilkall til valda þeim mun tilbúnari verða þeir að beita öllum meðölum til að hanga á þeim með kjafti og klóm. Kínverskir valdhafar kölluðu yfir sig hörð viðbrögð og sátu um skeið í skammarkrók almenningsálitsins. Ég skrifaði fyrir mína parta samansúrraða fordæmingargrein í tímaritið Mannlíf í júlí þetta sama ár, mánuði eftir ótíðindin, og þremur árum seinna birti Mogginn grein eftir mig, „Svívirða sem ekki á að gleymast“, sem andsvar við viðtali við sendifulltrúa í kínverska sendiráðinu í Reykjavík, en honum fannst orðið tímabært að slá striki yfir þessa óþægilegu atburði, sem hefðu hvort eð er verið ýktir úr öllu hófi og hálfpartinn verið að undirlagi erlendra aðila. Kínverskir valdhafar eru að sönnu löngu sloppnir úr sínum skammarkrók en fyrir bragðið verður heldur ekki undan því vikist að halda þessu máli vakandi. Stórstígar breytingar og framfarir á fjölmörgum sviðum í Kína eru á allra vitorði. Það er náttúrlega fagnaðarefni enda var landið hálfpartinn eins og Norður-Kórea í lok menningarbyltingarinnar, seint á sjöunda áratug síðustu aldar. En þrátt fyrir miklar breytingar á mörgum sviðum er alræðisfyrirkomulagið í aðalatriðum enn við lýði. Þegar kemur að því að virða almenn mannréttindi, skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi er Kína í hópi þeirra ríkja sem lakast standa.Uppgjör forsenda stefnubreytingar Strengilegt bann við allri umfjöllun um morðin á Torgi hins himneska friðar 1989 – og óþægilegar afleiðingar ef því er ekki sinnt – er auðvitað til marks um að hin mannskæða skriðdrekaárás forðum er fleinn í holdi valdhafa. Þeir vita upp á sig skömmina. Vonandi rennur upp sá dagur að þarna verði breyting á. Það er ekki fram á mikið farið að landsmenn fái að fara ofan í saumana á þessum atburðum, fá botn í það sem gerðist, veita fórnarlömbunum uppreisn æru og aðstandendum færi á að leita réttlætis. Meðan stjórnvöld, hvort sem er í Kína eða annars staðar, hafa ekki gert upp við voðaverk fortíðarinnar sem framin eru í skjóli eða að undirlagi ríkisvalds er alltaf sú hætta fyrir hendi að slík voðaverk verði endurtekin. Uppgjör, á hvaða formi sem það er, er til marks um að stefnubreyting hafi átt sér stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörleifur Sveinbjörnsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Dagsetningin 4. júní er bannorð hjá hugsanalöggunni í Kína. Þennan dag í ár eru 25 ár liðin frá morðárás skriðdrekasveita á lýðræðishreyfingu ungs fólks á Torgi hins himneska friðar í miðborg Beijing. Varlega áætlað lágu hundruð manna í valnum. Voðaverkið táknaði rökþrot valdamanna gegn frómum óskum nýrrar kynslóðar um auknar umbætur og lýðréttindi. 1989 var eitt af þessum árum þegar stóratburðirnir komu í kippum: Hrun sovéska heimsveldisins, sjálft symból kalda stríðsins, Berlínarmúrinn, var hlutað í sundur og haft í minjagripi, böðull Rúmeníu, Sjáseskú, var hrakinn frá völdum og umrótið lyfti andófsmanninum Vaclav Havel til æðstu metorða í Tékklandi. Lítillega teygðist að vísu á falli Sovétríkjanna sjálfra en það fór ekki á milli mála hvert stefndi. Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð eins og segir í frægu ljóði Steins Steinarr.Ofsafengin viðbrögð Fjöldamorðin í Beijing voru meðal mestu ótíðinda þessa viðburðaríka árs. Ég man varla eftir atburði sem hefur komið verr við mig. Ekki bara vegna þess að ég hafði verið þarna við nám nokkrum árum áður og tengdist því staðnum heldur líka vegna viðbragða yfirvalda sem voru mjög ofsafengin miðað við tilefnið. Það má margskömmuð nútímafjölmiðlun eiga að þarna birti hún okkur ófegraða instantmynd af stjórnvöldum þegar illa stóð á. Valdhafar í okkar heimshluta stjórna í krafti umboðs frá almenningi eftir leynilegar kosningar en í alræðisríkjum er engu slíku til að dreifa. Því betur sem ráðamenn skynja að þeir eiga ekki lögmætt tilkall til valda þeim mun tilbúnari verða þeir að beita öllum meðölum til að hanga á þeim með kjafti og klóm. Kínverskir valdhafar kölluðu yfir sig hörð viðbrögð og sátu um skeið í skammarkrók almenningsálitsins. Ég skrifaði fyrir mína parta samansúrraða fordæmingargrein í tímaritið Mannlíf í júlí þetta sama ár, mánuði eftir ótíðindin, og þremur árum seinna birti Mogginn grein eftir mig, „Svívirða sem ekki á að gleymast“, sem andsvar við viðtali við sendifulltrúa í kínverska sendiráðinu í Reykjavík, en honum fannst orðið tímabært að slá striki yfir þessa óþægilegu atburði, sem hefðu hvort eð er verið ýktir úr öllu hófi og hálfpartinn verið að undirlagi erlendra aðila. Kínverskir valdhafar eru að sönnu löngu sloppnir úr sínum skammarkrók en fyrir bragðið verður heldur ekki undan því vikist að halda þessu máli vakandi. Stórstígar breytingar og framfarir á fjölmörgum sviðum í Kína eru á allra vitorði. Það er náttúrlega fagnaðarefni enda var landið hálfpartinn eins og Norður-Kórea í lok menningarbyltingarinnar, seint á sjöunda áratug síðustu aldar. En þrátt fyrir miklar breytingar á mörgum sviðum er alræðisfyrirkomulagið í aðalatriðum enn við lýði. Þegar kemur að því að virða almenn mannréttindi, skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi er Kína í hópi þeirra ríkja sem lakast standa.Uppgjör forsenda stefnubreytingar Strengilegt bann við allri umfjöllun um morðin á Torgi hins himneska friðar 1989 – og óþægilegar afleiðingar ef því er ekki sinnt – er auðvitað til marks um að hin mannskæða skriðdrekaárás forðum er fleinn í holdi valdhafa. Þeir vita upp á sig skömmina. Vonandi rennur upp sá dagur að þarna verði breyting á. Það er ekki fram á mikið farið að landsmenn fái að fara ofan í saumana á þessum atburðum, fá botn í það sem gerðist, veita fórnarlömbunum uppreisn æru og aðstandendum færi á að leita réttlætis. Meðan stjórnvöld, hvort sem er í Kína eða annars staðar, hafa ekki gert upp við voðaverk fortíðarinnar sem framin eru í skjóli eða að undirlagi ríkisvalds er alltaf sú hætta fyrir hendi að slík voðaverk verði endurtekin. Uppgjör, á hvaða formi sem það er, er til marks um að stefnubreyting hafi átt sér stað.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun