Fordómarnir og tvískinnungurinn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 28. maí 2014 07:00 Framsóknarflokkurinn kastaði neti fyrir atkvæði á fremur ógeðfelldum miðum fordóma og útlendingahaturs þegar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, sagði í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóðir sem Félagi múslima á Íslandi og rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni hefur verið úthlutað fyrir helgidóma. „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku [svo] rétttrúnaðarkirkjuna,“ sagði Sveinbjörg í viðtalinu. Hún sagðist nýkomin úr stærstu mosku í heimi í Abú Dabí. „Það er engin kirkja þar, eðli málsins samkvæmt,“ sagði oddvitinn. Það er að vísu bull; það er fullt af kirkjum í Abú Dabí, en hugsunin er temmilega skýr; hér erum við í þjóðkirkjunni og önnur trúfélög eiga ekkert að fá að byggja moskur eða kirkjur. Það er umhugsunarefni að forysta Framsóknarflokksins hafi enn ekki gert neinar athugasemdir við þennan málflutning. Umræðan um nýja stefnu Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur orðið til þess að rifjuð hafa verið upp ummæli Kristínar Soffíu Jónsdóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar í borginni, frá 2012. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan birti auglýsingu í Fréttablaðinu sama dag og gleðiganga samkynhneigðra fór fram. Þar var vitnað í Biblíuna um að „kynvillingar“ væru í hópi siðleysingja og glæpamanna. „Ömurlegt að Reykjavíkurborg sé búin að útdeila lóð til þessa skítasafnaðar. Þessi söfnuður má fokka sér,“ varð Kristínu Soffíu þá að orði á Facebook. Hún er reyndar núna á þeirri skoðun að orðalagið hafi verið óheppilegt og Reykjavíkurborg eigi að fara að lögum og láta trúfélög hafa lóðir. Einum frambjóðanda til borgarstjórnar finnst þannig, í nafni einsleitni okkar lútherska samfélags, að það eigi ekki að láta önnur trúfélög hafa lóðir. Öðrum frambjóðanda, sem talar oft og mikið fyrir fjölbreytni og umburðarlyndi, fannst það sama, af því að trúfélagið viðraði óvinsæla minnihlutaskoðun sem gengur gegn nú orðið viðteknum hugmyndum um sjálfsagðan fjölbreytileika í samfélagi okkar. Það er ekki allur munur á þessu tvennu. Annar frambjóðandinn er augljóslega haldinn fordómum, en hinn virðist hafa verið illa haldinn af tvískinnungi. Málið er nefnilega að fjölbreytni og umburðarlyndi fylgir að við verðum að þola að heyra ýmis viðhorf sem við erum ekki sammála. Samt hefur samfylkingarkonan verið skömmuð minna af eigin flokksmönnum en framsóknarkonan. Er kannski ekki sama hver hefur fordóma gagnvart hverju? Múslímarnir í moskunni munu hafa alls konar skoðanir á til dæmis kvenfrelsi og samkynhneigð, sem eru Kristínu Soffíu ekki þóknanlegar. Sama á við um ýmsa kristna söfnuði og fyrir ekki svo löngu um marga innan þjóðkirkjunnar – samt hefur fáum dottið í hug að loka kirkjum eða afturkalla lóðir í því samhengi. Reykjavík á að vera borg þar sem öll trúfélög mega eiga sitt tilbeiðsluhús – og þar sem við skiljum að fjölbreytileikanum fylgi jafnvel óþægileg viðhorf, sem við erum ekki sammála. Við verðum að vera fólk til að svara þeim í opnum umræðum, í staðinn fyrir að vilja banna og refsa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn kastaði neti fyrir atkvæði á fremur ógeðfelldum miðum fordóma og útlendingahaturs þegar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, sagði í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóðir sem Félagi múslima á Íslandi og rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni hefur verið úthlutað fyrir helgidóma. „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku [svo] rétttrúnaðarkirkjuna,“ sagði Sveinbjörg í viðtalinu. Hún sagðist nýkomin úr stærstu mosku í heimi í Abú Dabí. „Það er engin kirkja þar, eðli málsins samkvæmt,“ sagði oddvitinn. Það er að vísu bull; það er fullt af kirkjum í Abú Dabí, en hugsunin er temmilega skýr; hér erum við í þjóðkirkjunni og önnur trúfélög eiga ekkert að fá að byggja moskur eða kirkjur. Það er umhugsunarefni að forysta Framsóknarflokksins hafi enn ekki gert neinar athugasemdir við þennan málflutning. Umræðan um nýja stefnu Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur orðið til þess að rifjuð hafa verið upp ummæli Kristínar Soffíu Jónsdóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar í borginni, frá 2012. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan birti auglýsingu í Fréttablaðinu sama dag og gleðiganga samkynhneigðra fór fram. Þar var vitnað í Biblíuna um að „kynvillingar“ væru í hópi siðleysingja og glæpamanna. „Ömurlegt að Reykjavíkurborg sé búin að útdeila lóð til þessa skítasafnaðar. Þessi söfnuður má fokka sér,“ varð Kristínu Soffíu þá að orði á Facebook. Hún er reyndar núna á þeirri skoðun að orðalagið hafi verið óheppilegt og Reykjavíkurborg eigi að fara að lögum og láta trúfélög hafa lóðir. Einum frambjóðanda til borgarstjórnar finnst þannig, í nafni einsleitni okkar lútherska samfélags, að það eigi ekki að láta önnur trúfélög hafa lóðir. Öðrum frambjóðanda, sem talar oft og mikið fyrir fjölbreytni og umburðarlyndi, fannst það sama, af því að trúfélagið viðraði óvinsæla minnihlutaskoðun sem gengur gegn nú orðið viðteknum hugmyndum um sjálfsagðan fjölbreytileika í samfélagi okkar. Það er ekki allur munur á þessu tvennu. Annar frambjóðandinn er augljóslega haldinn fordómum, en hinn virðist hafa verið illa haldinn af tvískinnungi. Málið er nefnilega að fjölbreytni og umburðarlyndi fylgir að við verðum að þola að heyra ýmis viðhorf sem við erum ekki sammála. Samt hefur samfylkingarkonan verið skömmuð minna af eigin flokksmönnum en framsóknarkonan. Er kannski ekki sama hver hefur fordóma gagnvart hverju? Múslímarnir í moskunni munu hafa alls konar skoðanir á til dæmis kvenfrelsi og samkynhneigð, sem eru Kristínu Soffíu ekki þóknanlegar. Sama á við um ýmsa kristna söfnuði og fyrir ekki svo löngu um marga innan þjóðkirkjunnar – samt hefur fáum dottið í hug að loka kirkjum eða afturkalla lóðir í því samhengi. Reykjavík á að vera borg þar sem öll trúfélög mega eiga sitt tilbeiðsluhús – og þar sem við skiljum að fjölbreytileikanum fylgi jafnvel óþægileg viðhorf, sem við erum ekki sammála. Við verðum að vera fólk til að svara þeim í opnum umræðum, í staðinn fyrir að vilja banna og refsa.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun