Virðing forseta Alþingis! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 1. febrúar 2014 06:00 Í helgarblaði Fréttablaðsins laugardaginn 25. janúar sl. er viðtal við forseta Alþingis, Einar K. Guðfinnsson. Þar beinir hann spjótum sínum enn og aftur að þeim þingmönnum sem voru annarrar skoðunar en hann sjálfur í Landsdómsmálinu. Það að Sjálfstæðismaðurinn Einar K. Guðfinnsson hafi óbreytta afstöðu til málsins er ekki frétt. Hitt er mér umhugsunarefni að hann sem sitjandi forseti Alþingis skuli gefa meirihluta réttkjörinna þingmanna á síðasta kjörtímabili þá einkunn sem hann gerir. „Þarna var verið að reyna að ganga milli bols og höfuðs, ekki bara á Geir H. Haarde, heldur var markmiðið að berja niður pólitískan andstæðing með þessum leiðum“ er haft eftir Einari í viðtalinu. Síðan talar hann um „þetta landsdómshneyksli“ og les það í hjörtu þeirra þingmanna sem voru á öndverðri skoðun við hann í málinu að þeir hljóti að telja sig hafa gert „gríðarleg mistök“. Mér er misboðið við þessi orð forseta Alþingis! Mér er málið skylt. Ég er ein úr hópi þess meirihluta þingmanna sem greiddi í tvígang atkvæði samkvæmt sannfæringu minni og bestu samvisku á annan hátt en Einar K. Guðfinnsson. Það var þegar þingsályktunartillagan um ákærur var endanlega afgreidd og síðar þegar tillögu um að fella málið niður, sem þá var í höndum Landsdóms, var vísað frá. Í endanlegri atkvæðagreiðslu um ákærutillöguna greiddu 33 þingmenn atkvæði með tillögunni en 30 voru á móti. Tillögu Bjarna Benediktssonar um að fella málið niður var vísað frá með 31 atkvæði en 29 voru því fylgjandi. Sem sagt; skýr niðurstaða fékkst í báðum tilvikum og það var meirihluti réttkjörinna alþingismanna sem réði niðurstöðu málsins. Ég geri þá kröfu til forseta Alþingis að hann beri virðingu fyrir þessum staðreyndum. Þingforseti hverju sinni gegnir því veigamikla hlutverki að vera forseti allra þingmanna en má ekki falla í þá gryfju að ráðast ómaklega að pólitískum andstæðingum sínum fyrir þingstörf þeirra og skoðanir.Sérnefnd Alþingis Mér er málið líka skylt sem einn níu þingmanna í sérnefnd Alþingis um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Nefndin var kosin til að undirbúa umfjöllun þingsins um skýrsluna þegar hún bærist og gera tillögur um meðferð hennar. Við vorum flest nýliðar á þingi sem völdumst í nefndina og við tókum þetta erfiða verkefni sem okkur var falið mjög alvarlega. Nefndin undirbjó sig vel fyrir móttöku skýrslunnar, bæði áður en hún kom og eins við úrvinnslu hennar nutum við aðstoðar fjölda færustu sérfræðinga. Eins og allir ættu að muna komst Rannsóknarnefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að þrír ráðherrar hefðu gerst sekir um vanrækslu í skilningi þeirra laga sem um nefndina giltu. Úr þeirri niðurstöðu urðum við sem nefnd og síðan Alþingi allt að vinna. Mikill meirihluti nefndarinnar, eða 7 af 9, komst eftir mikla vinnu að þeirri niðurstöðu að ákæra bæri ráðherrana þrjá. Fimm nefndarmenn af níu komust að þeirri niðurstöðu að bæta ætti þeim fjórða við. Framhaldið þekkja allir. Ég vil fullvissa Einar K. Guðfinnsson sem og aðra um að ég vann að þessu erfiða máli af samviskusemi og greiddi um það atkvæði samkvæmt samvisku minni og sannfæringu, sjálfri mér samkvæm allt til enda. Ég veit ekki betur en að þetta mál hafi verið leitt til lykta í samræmi við stjórnarskrá og landslög, með atkvæðagreiðslum á þingi og fyrir dómi eins og allt stjórnskipunar- og lagaumhverfi okkar er. Mér finnst langt gengið þegar forseti Alþingis notar það orðbragð sem hann gerir um þá sem komust að annarri niðurstöðu en hann sjálfur þegar horft er til þessara staðreynda. Höfum það hugfast að í þeim hópi sem forseti Alþingis talar svona til eru fjölmargir núverandi þingmenn sem eiga að lúta forsetavaldi hans. Þar eru meðal annars tveir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn sem forseti væntanlega treystir og styður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í helgarblaði Fréttablaðsins laugardaginn 25. janúar sl. er viðtal við forseta Alþingis, Einar K. Guðfinnsson. Þar beinir hann spjótum sínum enn og aftur að þeim þingmönnum sem voru annarrar skoðunar en hann sjálfur í Landsdómsmálinu. Það að Sjálfstæðismaðurinn Einar K. Guðfinnsson hafi óbreytta afstöðu til málsins er ekki frétt. Hitt er mér umhugsunarefni að hann sem sitjandi forseti Alþingis skuli gefa meirihluta réttkjörinna þingmanna á síðasta kjörtímabili þá einkunn sem hann gerir. „Þarna var verið að reyna að ganga milli bols og höfuðs, ekki bara á Geir H. Haarde, heldur var markmiðið að berja niður pólitískan andstæðing með þessum leiðum“ er haft eftir Einari í viðtalinu. Síðan talar hann um „þetta landsdómshneyksli“ og les það í hjörtu þeirra þingmanna sem voru á öndverðri skoðun við hann í málinu að þeir hljóti að telja sig hafa gert „gríðarleg mistök“. Mér er misboðið við þessi orð forseta Alþingis! Mér er málið skylt. Ég er ein úr hópi þess meirihluta þingmanna sem greiddi í tvígang atkvæði samkvæmt sannfæringu minni og bestu samvisku á annan hátt en Einar K. Guðfinnsson. Það var þegar þingsályktunartillagan um ákærur var endanlega afgreidd og síðar þegar tillögu um að fella málið niður, sem þá var í höndum Landsdóms, var vísað frá. Í endanlegri atkvæðagreiðslu um ákærutillöguna greiddu 33 þingmenn atkvæði með tillögunni en 30 voru á móti. Tillögu Bjarna Benediktssonar um að fella málið niður var vísað frá með 31 atkvæði en 29 voru því fylgjandi. Sem sagt; skýr niðurstaða fékkst í báðum tilvikum og það var meirihluti réttkjörinna alþingismanna sem réði niðurstöðu málsins. Ég geri þá kröfu til forseta Alþingis að hann beri virðingu fyrir þessum staðreyndum. Þingforseti hverju sinni gegnir því veigamikla hlutverki að vera forseti allra þingmanna en má ekki falla í þá gryfju að ráðast ómaklega að pólitískum andstæðingum sínum fyrir þingstörf þeirra og skoðanir.Sérnefnd Alþingis Mér er málið líka skylt sem einn níu þingmanna í sérnefnd Alþingis um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Nefndin var kosin til að undirbúa umfjöllun þingsins um skýrsluna þegar hún bærist og gera tillögur um meðferð hennar. Við vorum flest nýliðar á þingi sem völdumst í nefndina og við tókum þetta erfiða verkefni sem okkur var falið mjög alvarlega. Nefndin undirbjó sig vel fyrir móttöku skýrslunnar, bæði áður en hún kom og eins við úrvinnslu hennar nutum við aðstoðar fjölda færustu sérfræðinga. Eins og allir ættu að muna komst Rannsóknarnefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að þrír ráðherrar hefðu gerst sekir um vanrækslu í skilningi þeirra laga sem um nefndina giltu. Úr þeirri niðurstöðu urðum við sem nefnd og síðan Alþingi allt að vinna. Mikill meirihluti nefndarinnar, eða 7 af 9, komst eftir mikla vinnu að þeirri niðurstöðu að ákæra bæri ráðherrana þrjá. Fimm nefndarmenn af níu komust að þeirri niðurstöðu að bæta ætti þeim fjórða við. Framhaldið þekkja allir. Ég vil fullvissa Einar K. Guðfinnsson sem og aðra um að ég vann að þessu erfiða máli af samviskusemi og greiddi um það atkvæði samkvæmt samvisku minni og sannfæringu, sjálfri mér samkvæm allt til enda. Ég veit ekki betur en að þetta mál hafi verið leitt til lykta í samræmi við stjórnarskrá og landslög, með atkvæðagreiðslum á þingi og fyrir dómi eins og allt stjórnskipunar- og lagaumhverfi okkar er. Mér finnst langt gengið þegar forseti Alþingis notar það orðbragð sem hann gerir um þá sem komust að annarri niðurstöðu en hann sjálfur þegar horft er til þessara staðreynda. Höfum það hugfast að í þeim hópi sem forseti Alþingis talar svona til eru fjölmargir núverandi þingmenn sem eiga að lúta forsetavaldi hans. Þar eru meðal annars tveir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn sem forseti væntanlega treystir og styður.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun