Reykjavík fyrir alla Grímur Atlason skrifar 5. febrúar 2014 06:00 Það er gott fyrir marga að búa í Reykjavík en það er ekki nóg því Reykjavík á að vera fyrir alla. Lykillinn að öflugu borgarsamfélagi er mannlífið og lífskilyrðin sem eru í boði fyrir borgarbúa og þar skiptir máli að allir geti notið. Húsnæðismál í Reykjavík eru því miður frumskógur sem erfitt er að fóta sig í. Erfitt er fyrir ungt fólk að leigja eða kaupa sér húsnæði, fjölskyldur eiga í vanda og eldri borgarar og fólk með fötlun eiga jafnvel enn erfiðara með að finna sér boðlegt húsnæði sem það hefur ráð á. Kerfið er því miður sniðið að þeim efnameiri í samfélaginu. Áratuga stefna sem miðar að því að fólk búi í eigin húsnæði hefur skilað okkur þessari stöðu sem við verðum að vinda ofan af án tafar! Á sama tíma og lífeyrissjóðirnir reyna að ávaxta lífeyrinn okkar býður núverandi kerfi upp á að sjóðirnir vinni á móti hagsmunum sjóðsfélaganna. Fjárfestingar í fasteignafélögum sem kaupa upp eignir í miðborg Reykjavíkur og víðar skila sér í himinháu leiguverði og háu húsnæðisverði – sem aftur er verðbólguhvetjandi. Þeir sem tapa: sjóðsfélagar. Eiginlegur leigumarkaður er ekki til heldur ríkir frumskógarlögmálið þar sem flestir tapa með ótryggri og ósanngjarnri stöðu. Alvöruleigumarkaður Í Danmörku hefur lengi tíðkast að lífeyrissjóðirnir eigi og reki fasteignafélög sem leigja sjóðsfélögum íbúðir á sanngjörnu og eðlilegu verði. Með þessu er stuðlað að alvöruleigumarkaði sem ekki byggir á því einu að blása í verðblöðru samfélags þar sem peningar einir virðast mega ráða för. Lífeyrissjóðir á Íslandi verða samkvæmt lögum að leita að hámarksávöxtun hverju sinni með tilheyrandi áhættusækni. Þessum lögum þarf að breyta. Hins vegar er umdeilanlegt hvort það væri lakari kostur fyrir sjóðina að fjárfesta og reka leigufélög fyrir sjóðsfélaga eða fjárfesta í mörgum af þeim loftbóluverkefnum sem hingað til hafa talist bestu kostirnir. Reykjavíkurborg getur orðið leiðandi afl í breyttum áherslum á húsnæðismarkaði. Frjálshyggjulausnir liðinna ára eru löngu búnar að sanna sig sem gjaldþrota. Leitum nýrra leiða og hverfum af braut peningahyggju. Þá verður blómlegt um að litast í höfuðborginni um langa framtíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Reykjavík Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Það er gott fyrir marga að búa í Reykjavík en það er ekki nóg því Reykjavík á að vera fyrir alla. Lykillinn að öflugu borgarsamfélagi er mannlífið og lífskilyrðin sem eru í boði fyrir borgarbúa og þar skiptir máli að allir geti notið. Húsnæðismál í Reykjavík eru því miður frumskógur sem erfitt er að fóta sig í. Erfitt er fyrir ungt fólk að leigja eða kaupa sér húsnæði, fjölskyldur eiga í vanda og eldri borgarar og fólk með fötlun eiga jafnvel enn erfiðara með að finna sér boðlegt húsnæði sem það hefur ráð á. Kerfið er því miður sniðið að þeim efnameiri í samfélaginu. Áratuga stefna sem miðar að því að fólk búi í eigin húsnæði hefur skilað okkur þessari stöðu sem við verðum að vinda ofan af án tafar! Á sama tíma og lífeyrissjóðirnir reyna að ávaxta lífeyrinn okkar býður núverandi kerfi upp á að sjóðirnir vinni á móti hagsmunum sjóðsfélaganna. Fjárfestingar í fasteignafélögum sem kaupa upp eignir í miðborg Reykjavíkur og víðar skila sér í himinháu leiguverði og háu húsnæðisverði – sem aftur er verðbólguhvetjandi. Þeir sem tapa: sjóðsfélagar. Eiginlegur leigumarkaður er ekki til heldur ríkir frumskógarlögmálið þar sem flestir tapa með ótryggri og ósanngjarnri stöðu. Alvöruleigumarkaður Í Danmörku hefur lengi tíðkast að lífeyrissjóðirnir eigi og reki fasteignafélög sem leigja sjóðsfélögum íbúðir á sanngjörnu og eðlilegu verði. Með þessu er stuðlað að alvöruleigumarkaði sem ekki byggir á því einu að blása í verðblöðru samfélags þar sem peningar einir virðast mega ráða för. Lífeyrissjóðir á Íslandi verða samkvæmt lögum að leita að hámarksávöxtun hverju sinni með tilheyrandi áhættusækni. Þessum lögum þarf að breyta. Hins vegar er umdeilanlegt hvort það væri lakari kostur fyrir sjóðina að fjárfesta og reka leigufélög fyrir sjóðsfélaga eða fjárfesta í mörgum af þeim loftbóluverkefnum sem hingað til hafa talist bestu kostirnir. Reykjavíkurborg getur orðið leiðandi afl í breyttum áherslum á húsnæðismarkaði. Frjálshyggjulausnir liðinna ára eru löngu búnar að sanna sig sem gjaldþrota. Leitum nýrra leiða og hverfum af braut peningahyggju. Þá verður blómlegt um að litast í höfuðborginni um langa framtíð!
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar