Eigi síðar en strax Svavar Gestsson skrifar 23. janúar 2014 06:00 Vorið 1980 gengum við frá breytingum á húsnæðislögum í samkomulagi við verkalýðshreyfinguna. Þá var við völd ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Ég var félagsmálaráðherra í þeirri stjórn. Breytingarnar á húsnæðislögunum voru hluti af félagsmálapakka verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvalda. Í lögunum var miðað við að reyna að ná því marki að þriðjungur þeirra lána sem færu til íbúðarhúsnæðis yrði til félagslegra bygginga, kallað verkamannabústaðir. Hvað var það? Til íbúða í verkamannabústöðum voru lánuð 90 prósent kostnaðar í flestum tilvikum, en í undantekningartilfellum 100 prósent. Þessi lán voru til langs tíma, 40 ára, og þau báru lága vexti. Vextirnir voru lægri en almennt gerðist því ríkissjóður borgaði vaxtamuninn. Nú skilja allir allt í einu að það hefði verið betra að hafa svona kerfi. En hvernig? Það er mikið skrifað og talað en það er ekki farið í saumana á því hvernig á að fjármagna breytingarnar. Það mætti gera svona: Lífeyrissjóðirnir lána húsnæðisstofnun/íbúðalánasjóði fjármuni til að byggja félagslegt húsnæði í stórum stíl. Segjum að það verði ákveðið að byggja 1.000 íbúðir til að byrja með. Þær kosta um það bil 25 milljónir hver eða alls um 25 milljarða. Lífeyrissjóðirnir þurfa vexti af þessum peningum, segjum þrjú til fjögur prósent. Það gerir tíu milljarða á ári miðað við fjögur prósent, annars 7,5 milljarða. Þeir sem eignast íbúðir í verkamannabústöðum borga segjum eitt prósent vexti. Það sem lendir á ríkissjóði eru því um sjö milljarðar króna, smáaurar miðað við það sem nú er ausið ómarkvisst í aðra hluta húsnæðismála. Þetta mætti til dæmis fjármagna með bankaskatti. Það er svona átak sem þarf að koma til. Strax. Þetta kerfi verður ekki opið öllum, en mörgum og það fer eftir tekjum. Þeir sem hafa meiri tekjur verða að bjarga sér sjálfir – af því að þeir geta það vel. Sveitarfélögin verða að koma að þessu máli til dæmis með því að leggja til ókeypis/ódýrar lóðir. Íbúðunum má svo dreifa eftir stærð sveitarfélaganna. Í hverju sveitarfélagi þarf úthlutun íbúðanna að vera sanngjörn og gagnsæ. Semsé: Strax. Þörfin fyrir íbúðir NÚNA er ekki teygjanlegt hugtak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Vorið 1980 gengum við frá breytingum á húsnæðislögum í samkomulagi við verkalýðshreyfinguna. Þá var við völd ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Ég var félagsmálaráðherra í þeirri stjórn. Breytingarnar á húsnæðislögunum voru hluti af félagsmálapakka verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvalda. Í lögunum var miðað við að reyna að ná því marki að þriðjungur þeirra lána sem færu til íbúðarhúsnæðis yrði til félagslegra bygginga, kallað verkamannabústaðir. Hvað var það? Til íbúða í verkamannabústöðum voru lánuð 90 prósent kostnaðar í flestum tilvikum, en í undantekningartilfellum 100 prósent. Þessi lán voru til langs tíma, 40 ára, og þau báru lága vexti. Vextirnir voru lægri en almennt gerðist því ríkissjóður borgaði vaxtamuninn. Nú skilja allir allt í einu að það hefði verið betra að hafa svona kerfi. En hvernig? Það er mikið skrifað og talað en það er ekki farið í saumana á því hvernig á að fjármagna breytingarnar. Það mætti gera svona: Lífeyrissjóðirnir lána húsnæðisstofnun/íbúðalánasjóði fjármuni til að byggja félagslegt húsnæði í stórum stíl. Segjum að það verði ákveðið að byggja 1.000 íbúðir til að byrja með. Þær kosta um það bil 25 milljónir hver eða alls um 25 milljarða. Lífeyrissjóðirnir þurfa vexti af þessum peningum, segjum þrjú til fjögur prósent. Það gerir tíu milljarða á ári miðað við fjögur prósent, annars 7,5 milljarða. Þeir sem eignast íbúðir í verkamannabústöðum borga segjum eitt prósent vexti. Það sem lendir á ríkissjóði eru því um sjö milljarðar króna, smáaurar miðað við það sem nú er ausið ómarkvisst í aðra hluta húsnæðismála. Þetta mætti til dæmis fjármagna með bankaskatti. Það er svona átak sem þarf að koma til. Strax. Þetta kerfi verður ekki opið öllum, en mörgum og það fer eftir tekjum. Þeir sem hafa meiri tekjur verða að bjarga sér sjálfir – af því að þeir geta það vel. Sveitarfélögin verða að koma að þessu máli til dæmis með því að leggja til ókeypis/ódýrar lóðir. Íbúðunum má svo dreifa eftir stærð sveitarfélaganna. Í hverju sveitarfélagi þarf úthlutun íbúðanna að vera sanngjörn og gagnsæ. Semsé: Strax. Þörfin fyrir íbúðir NÚNA er ekki teygjanlegt hugtak.
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar