Ferðamenn ánægðir með jólin á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 25. desember 2014 20:00 Ferðamenn sem sækjast eftir norrænum jólum geta ekki kvartað undan veðrinu í höfuðborginni þar sem snjór liggur yfir öllu og gengur á með éljum. Enda voru þeir ferðalangar sem Heimir Már rakst á í dag hæst ánægðir með dvölina í borginni yfir jóladagana. Lögð hefur verið áhersla á það undanfarin ár að fjölga erlendum ferðamönnum í landinu yfir vetrarmánuðina og það hefur svo sannarlega tekist. Þúsundir ferðamanna eru í höfuðborginni yfir jóladagana og þeir koma alls staðar að. Já fyrir utan Nordica rákumst við t.d. á þessa tvo frakka frá Avignon í suður Frakklandi en annar þeirra var að láta æskudraum um Íslandsheimsókn rætast, enda á hann ættir að rekja til Norðurlanda og Þýskalands. „Sérðu það ekki á mér að ég er dansk- þýsk blandaður,“ segir Anthony og hlær. En hann segist geta rakið ættir sínar m.a. til hanover og Lubeck í Þýsklandi. Þá sé hann mjög hrifinn af norrænni menningu, sögu víkinganna og tungumálinu. „Ég heiti Anthony,“ segir hann stoltur af íslenskukunnáttunni og býður svo gleðileg jól upp á íslensku og bætir svo við: „Takk fyrir allt.“ Þórir Baldvin Hrafnsson vaktstjóri í gestamóttökunni á Hilton-Nordika segir stemminguna góða og mun meira að gera en um síðustu jól. Full þjónusta er á hótelinu og svo finni fólk sér eitthvað að gera, þótt allir hafi ekki gert sér grein fyrir hvað margt er lokað yfir jólin. „Sumir vita ekki að það er þetta mikið lokað. En ferðaþjónustufyrirtækin eru með túra yfir daginn. Það eru hlutir að gera fyrir fólk en það er auðvitað minna en á venjulegum dögum. Það segir sig sjálft,“ segir Þórir Baldvin. Á Nordika hittum við fjölskyldu sem kemur alla leið frá Kænugarði í Úkraínu til að eyðja jólunum á Íslandi. Þau sögðust ánæð með að hvíla sig á spennunni í heimalandinu fyrir framan arineldinn á Nordika og eru ánægð með snjóinn. „Við höfum ekki fengið snjó í Kænugarði þennan veturinn. Ástandið þar er mjög erfitt og þegar ég fæ tækifæri nýt ég þess að ferðast,“ segir David Krebs ungur maður í fjölskyldunni. Það geri lítið til þó margt sé lokað, þau slappi þá bara af við lestur fyrir framan arininn.Hvað á að gera í kvöld, á jóladagskvöldi? „Við förum saman út að borða á veitingastað og fáum okkur vín saman. Á morgun förum við sennilega upp á jökul á Super Jeeps. Það verður gaman,“ segir David Krebs. Jólafréttir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Ferðamenn sem sækjast eftir norrænum jólum geta ekki kvartað undan veðrinu í höfuðborginni þar sem snjór liggur yfir öllu og gengur á með éljum. Enda voru þeir ferðalangar sem Heimir Már rakst á í dag hæst ánægðir með dvölina í borginni yfir jóladagana. Lögð hefur verið áhersla á það undanfarin ár að fjölga erlendum ferðamönnum í landinu yfir vetrarmánuðina og það hefur svo sannarlega tekist. Þúsundir ferðamanna eru í höfuðborginni yfir jóladagana og þeir koma alls staðar að. Já fyrir utan Nordica rákumst við t.d. á þessa tvo frakka frá Avignon í suður Frakklandi en annar þeirra var að láta æskudraum um Íslandsheimsókn rætast, enda á hann ættir að rekja til Norðurlanda og Þýskalands. „Sérðu það ekki á mér að ég er dansk- þýsk blandaður,“ segir Anthony og hlær. En hann segist geta rakið ættir sínar m.a. til hanover og Lubeck í Þýsklandi. Þá sé hann mjög hrifinn af norrænni menningu, sögu víkinganna og tungumálinu. „Ég heiti Anthony,“ segir hann stoltur af íslenskukunnáttunni og býður svo gleðileg jól upp á íslensku og bætir svo við: „Takk fyrir allt.“ Þórir Baldvin Hrafnsson vaktstjóri í gestamóttökunni á Hilton-Nordika segir stemminguna góða og mun meira að gera en um síðustu jól. Full þjónusta er á hótelinu og svo finni fólk sér eitthvað að gera, þótt allir hafi ekki gert sér grein fyrir hvað margt er lokað yfir jólin. „Sumir vita ekki að það er þetta mikið lokað. En ferðaþjónustufyrirtækin eru með túra yfir daginn. Það eru hlutir að gera fyrir fólk en það er auðvitað minna en á venjulegum dögum. Það segir sig sjálft,“ segir Þórir Baldvin. Á Nordika hittum við fjölskyldu sem kemur alla leið frá Kænugarði í Úkraínu til að eyðja jólunum á Íslandi. Þau sögðust ánæð með að hvíla sig á spennunni í heimalandinu fyrir framan arineldinn á Nordika og eru ánægð með snjóinn. „Við höfum ekki fengið snjó í Kænugarði þennan veturinn. Ástandið þar er mjög erfitt og þegar ég fæ tækifæri nýt ég þess að ferðast,“ segir David Krebs ungur maður í fjölskyldunni. Það geri lítið til þó margt sé lokað, þau slappi þá bara af við lestur fyrir framan arininn.Hvað á að gera í kvöld, á jóladagskvöldi? „Við förum saman út að borða á veitingastað og fáum okkur vín saman. Á morgun förum við sennilega upp á jökul á Super Jeeps. Það verður gaman,“ segir David Krebs.
Jólafréttir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira