Ferðamenn ánægðir með jólin á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 25. desember 2014 20:00 Ferðamenn sem sækjast eftir norrænum jólum geta ekki kvartað undan veðrinu í höfuðborginni þar sem snjór liggur yfir öllu og gengur á með éljum. Enda voru þeir ferðalangar sem Heimir Már rakst á í dag hæst ánægðir með dvölina í borginni yfir jóladagana. Lögð hefur verið áhersla á það undanfarin ár að fjölga erlendum ferðamönnum í landinu yfir vetrarmánuðina og það hefur svo sannarlega tekist. Þúsundir ferðamanna eru í höfuðborginni yfir jóladagana og þeir koma alls staðar að. Já fyrir utan Nordica rákumst við t.d. á þessa tvo frakka frá Avignon í suður Frakklandi en annar þeirra var að láta æskudraum um Íslandsheimsókn rætast, enda á hann ættir að rekja til Norðurlanda og Þýskalands. „Sérðu það ekki á mér að ég er dansk- þýsk blandaður,“ segir Anthony og hlær. En hann segist geta rakið ættir sínar m.a. til hanover og Lubeck í Þýsklandi. Þá sé hann mjög hrifinn af norrænni menningu, sögu víkinganna og tungumálinu. „Ég heiti Anthony,“ segir hann stoltur af íslenskukunnáttunni og býður svo gleðileg jól upp á íslensku og bætir svo við: „Takk fyrir allt.“ Þórir Baldvin Hrafnsson vaktstjóri í gestamóttökunni á Hilton-Nordika segir stemminguna góða og mun meira að gera en um síðustu jól. Full þjónusta er á hótelinu og svo finni fólk sér eitthvað að gera, þótt allir hafi ekki gert sér grein fyrir hvað margt er lokað yfir jólin. „Sumir vita ekki að það er þetta mikið lokað. En ferðaþjónustufyrirtækin eru með túra yfir daginn. Það eru hlutir að gera fyrir fólk en það er auðvitað minna en á venjulegum dögum. Það segir sig sjálft,“ segir Þórir Baldvin. Á Nordika hittum við fjölskyldu sem kemur alla leið frá Kænugarði í Úkraínu til að eyðja jólunum á Íslandi. Þau sögðust ánæð með að hvíla sig á spennunni í heimalandinu fyrir framan arineldinn á Nordika og eru ánægð með snjóinn. „Við höfum ekki fengið snjó í Kænugarði þennan veturinn. Ástandið þar er mjög erfitt og þegar ég fæ tækifæri nýt ég þess að ferðast,“ segir David Krebs ungur maður í fjölskyldunni. Það geri lítið til þó margt sé lokað, þau slappi þá bara af við lestur fyrir framan arininn.Hvað á að gera í kvöld, á jóladagskvöldi? „Við förum saman út að borða á veitingastað og fáum okkur vín saman. Á morgun förum við sennilega upp á jökul á Super Jeeps. Það verður gaman,“ segir David Krebs. Jólafréttir Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Ferðamenn sem sækjast eftir norrænum jólum geta ekki kvartað undan veðrinu í höfuðborginni þar sem snjór liggur yfir öllu og gengur á með éljum. Enda voru þeir ferðalangar sem Heimir Már rakst á í dag hæst ánægðir með dvölina í borginni yfir jóladagana. Lögð hefur verið áhersla á það undanfarin ár að fjölga erlendum ferðamönnum í landinu yfir vetrarmánuðina og það hefur svo sannarlega tekist. Þúsundir ferðamanna eru í höfuðborginni yfir jóladagana og þeir koma alls staðar að. Já fyrir utan Nordica rákumst við t.d. á þessa tvo frakka frá Avignon í suður Frakklandi en annar þeirra var að láta æskudraum um Íslandsheimsókn rætast, enda á hann ættir að rekja til Norðurlanda og Þýskalands. „Sérðu það ekki á mér að ég er dansk- þýsk blandaður,“ segir Anthony og hlær. En hann segist geta rakið ættir sínar m.a. til hanover og Lubeck í Þýsklandi. Þá sé hann mjög hrifinn af norrænni menningu, sögu víkinganna og tungumálinu. „Ég heiti Anthony,“ segir hann stoltur af íslenskukunnáttunni og býður svo gleðileg jól upp á íslensku og bætir svo við: „Takk fyrir allt.“ Þórir Baldvin Hrafnsson vaktstjóri í gestamóttökunni á Hilton-Nordika segir stemminguna góða og mun meira að gera en um síðustu jól. Full þjónusta er á hótelinu og svo finni fólk sér eitthvað að gera, þótt allir hafi ekki gert sér grein fyrir hvað margt er lokað yfir jólin. „Sumir vita ekki að það er þetta mikið lokað. En ferðaþjónustufyrirtækin eru með túra yfir daginn. Það eru hlutir að gera fyrir fólk en það er auðvitað minna en á venjulegum dögum. Það segir sig sjálft,“ segir Þórir Baldvin. Á Nordika hittum við fjölskyldu sem kemur alla leið frá Kænugarði í Úkraínu til að eyðja jólunum á Íslandi. Þau sögðust ánæð með að hvíla sig á spennunni í heimalandinu fyrir framan arineldinn á Nordika og eru ánægð með snjóinn. „Við höfum ekki fengið snjó í Kænugarði þennan veturinn. Ástandið þar er mjög erfitt og þegar ég fæ tækifæri nýt ég þess að ferðast,“ segir David Krebs ungur maður í fjölskyldunni. Það geri lítið til þó margt sé lokað, þau slappi þá bara af við lestur fyrir framan arininn.Hvað á að gera í kvöld, á jóladagskvöldi? „Við förum saman út að borða á veitingastað og fáum okkur vín saman. Á morgun förum við sennilega upp á jökul á Super Jeeps. Það verður gaman,“ segir David Krebs.
Jólafréttir Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira