Vistvænt eldsneyti ekki nægt innanlands Linda Blöndal skrifar 7. desember 2014 18:30 Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Eldsneytislög taka breytingum um áramótin og samkvæmt Guðrúnu Rögnu Garðarsdóttur, framkvæmdastjóra Atlantsolíu, er innanlandsmarkaður með vistvænt eldsneyti til staðar svo ná megi markmiðum laganna. Meiri innflutningur framundanBreytingar á eldsneytislögum taka gildi um næstu áramót þannig að í stað 3,5 prósents af vistvænni orku sem nú þarf að blanda í eldsneyti hækkar hlutfallið í 5 prósent. Eins og er, blanda olíufélögin innfluttri lífolíu í díselolíu. Til að ná fimm prósent markinu þarf að blanda meira og þá bætist við innflutningur á etanóli í bensínið. Reynslan af notkun Metanóls sem er framleitt hér á landi hefur ekki þótt góð og íslensku olíufélögin hafa ekki treyst sér til að nota það til að halda gæðum.Of lítill hluti innlendurÍ fyrra voru flutt inn tæplega þrjú þúsund tonn af lífolíu en aðeins 155 tonn voru framleidd innanlands. Í lögunum sem eru samkvæmt Evróputilskipun er aðalmarkmiðið að minnka mengun en einnig að minnka innflutning á eldsneyti. Við núverandi aðstæður er það ekki hægt. „Annað vistvænt eldsneyti sem mætti bæta í díselolíuna, eins og repjuolía, er ekki framleidd í því magni sem þyrfti hér innanlands og gæðin ekki kominn á þann stað sem þarf til. Innlend framleiðsla er bara ekki komin þangað sem þarf í dag", sagði Guðrún í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Skattaafslátturinn fer úr landiLífolían sem nú er keypt er um 80 prósent dýrari en venjulega díselolían og er flutt hingað skipaleiðis. Þá fellir íslenska ríkið niður skatta á endurnýjanlegt eldsneyti en það hefur ekki orðið til að lækka verð heldur tapa íslenskir skattgreiðendur þegar allt kemur til alls, reiknað er með um milljarð króna á ári og má reikna með að það verði vel rúmlega það á næsta ári. „Staðan er sú að neytendur koma á sama stað út því að skatturinn er um það bil jafn hár og hækkun á innkaupsverðinu, þar lífdísel er mun dýrari en venjuleg díselolía. Þetta hefur ekki áhrif á útsöluverðið eins og staðan er í dag. Ríkissjóður sannarlega tapar skatttekjum og erlendir framleiðendur fá þær tekjur í staðinn", sagði Guðrún.Ekki nauðsynlegt að setja löginÍsland er langt yfir heildarmarkmiði sambandsins um endurnýjanlega orkugjafa og er því ljóst að reglugerðina var ekki nauðsynlegt að setja í lög. Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Eldsneytislög taka breytingum um áramótin og samkvæmt Guðrúnu Rögnu Garðarsdóttur, framkvæmdastjóra Atlantsolíu, er innanlandsmarkaður með vistvænt eldsneyti til staðar svo ná megi markmiðum laganna. Meiri innflutningur framundanBreytingar á eldsneytislögum taka gildi um næstu áramót þannig að í stað 3,5 prósents af vistvænni orku sem nú þarf að blanda í eldsneyti hækkar hlutfallið í 5 prósent. Eins og er, blanda olíufélögin innfluttri lífolíu í díselolíu. Til að ná fimm prósent markinu þarf að blanda meira og þá bætist við innflutningur á etanóli í bensínið. Reynslan af notkun Metanóls sem er framleitt hér á landi hefur ekki þótt góð og íslensku olíufélögin hafa ekki treyst sér til að nota það til að halda gæðum.Of lítill hluti innlendurÍ fyrra voru flutt inn tæplega þrjú þúsund tonn af lífolíu en aðeins 155 tonn voru framleidd innanlands. Í lögunum sem eru samkvæmt Evróputilskipun er aðalmarkmiðið að minnka mengun en einnig að minnka innflutning á eldsneyti. Við núverandi aðstæður er það ekki hægt. „Annað vistvænt eldsneyti sem mætti bæta í díselolíuna, eins og repjuolía, er ekki framleidd í því magni sem þyrfti hér innanlands og gæðin ekki kominn á þann stað sem þarf til. Innlend framleiðsla er bara ekki komin þangað sem þarf í dag", sagði Guðrún í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Skattaafslátturinn fer úr landiLífolían sem nú er keypt er um 80 prósent dýrari en venjulega díselolían og er flutt hingað skipaleiðis. Þá fellir íslenska ríkið niður skatta á endurnýjanlegt eldsneyti en það hefur ekki orðið til að lækka verð heldur tapa íslenskir skattgreiðendur þegar allt kemur til alls, reiknað er með um milljarð króna á ári og má reikna með að það verði vel rúmlega það á næsta ári. „Staðan er sú að neytendur koma á sama stað út því að skatturinn er um það bil jafn hár og hækkun á innkaupsverðinu, þar lífdísel er mun dýrari en venjuleg díselolía. Þetta hefur ekki áhrif á útsöluverðið eins og staðan er í dag. Ríkissjóður sannarlega tapar skatttekjum og erlendir framleiðendur fá þær tekjur í staðinn", sagði Guðrún.Ekki nauðsynlegt að setja löginÍsland er langt yfir heildarmarkmiði sambandsins um endurnýjanlega orkugjafa og er því ljóst að reglugerðina var ekki nauðsynlegt að setja í lög.
Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira