Skrítin bókaþjóð Snæbjörn Brynjarsson & Kjartan Yngvi Björnsson skrifar 28. nóvember 2014 11:36 Við viljum byrja þessa grein á að óska þeim til hamingju sem tilnefndir verða til íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár. Það er mikilvægt að höfundar fái viðurkenningu fyrir vinnuna sem liggur að baki framúrskarandi verkum og ekki síður að efla umræðu um bókmenntir. Sem ungir höfundar getum við varla ímyndað okkur íslenskan bókmenntaheim án slíkra verðlauna. Þó eru ekki nema 25 ár síðan verðlaunin voru fyrst veitt. Kannski ekki svo skrítið á eyju sem bannaði bjór og fékk núll stig í eurovision, en skrítið samt. Skrítið að tilkynna ekki vinningshafa á Bessastöðum. Skrítið að birta það ekki á forsíðum blaða eða í sjónvarpsfréttum. Skrítið að takast ekki á um hverjir eigi verðlaunin virkilega skilið og hvað svona verðlaun merkja. Skrítið að bókaþjóðin fagni ekki höfundum og verkum þeirra. Sem betur fer er það liðin tíð að framúrskarandi verk séu ekki verðlaunuð. Auðvitað hafa verðlaunin mikil áhrif á annað séríslenskt fyrirbrigði, íslenska jólabókaflóðið. Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að efla bókasölu utan jólavertíðarinnar en samt lítið gert þótt einhverjir sprotar sjáist á vorin. Aðallega birtast þá bækur eftir unga og tilraunakennda höfunda, bækur sem álitið er að seljast myndu illa sem gjafavörur hvort sem er. Skrítið að Ísland er eina landið þar sem bækur eru fyrst og fremst gjafavörur. Það kemur mögulega ekki niður á lestrinum að bókin sé frá ömmu, en það er eitthvað skrítið við að fara aldrei sjálfur og velja sér bók nema það sé til að skipta út annarri. Þeirri sem þú fékkst tvisvar þessi jól. Þegar kynntar eru tilnefningar til bókmenntaverðlaunanna hefst ákveðin neyslustýring. Tilnefndar bækur taka sölukipp, og svo þegar verðlaunin hafa verið afhent með pompi og prakt taka þær bækur aftur sölukipp á skiptibókamarkað Janúars. Skrítið að allir bókaviðburðir og bókaflóðið sjálft skyldu ramba niður á sama árstíma. Skrítið að íslensku barnabókaverðlaunin, bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana og íslensku bókmenntaverðlaunin og verðlaun Jónasar Hallgrímssonar séu öll veitt innan sömu þriggja mánaða, einmitt þarna í jólavertíðinni. Við viljum hvetja bókaútgefendur að nota bókmenntaverðlaunin til að efla umræðu og auðga lestur á öðrum árstímum. Jólin eru hektískur tími og þótt bækur seljist mest þá falla mun fleiri í sprungurnar og góð verk gleymast. Sjaldnast eru jafnvel þau verk sem seljast mest lesinn á merkingarbæran hátt. Ekki gefst pláss til að skapa dýpri samræður en felst í samkeppni um stjörnugjöf. Þegar þúsund titlar koma út á ári þurfum við meiri tíma en bara þrjá mánuði til að skynja, skoða og lesa. Skrítið að nota ekki bara allt árið.Höfundar eru handhafar Íslensku Barnabókaverðlaunanna 2012 og Bókmenntaverðlauna starfsfólks bókaverslana 2012 og 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Við viljum byrja þessa grein á að óska þeim til hamingju sem tilnefndir verða til íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár. Það er mikilvægt að höfundar fái viðurkenningu fyrir vinnuna sem liggur að baki framúrskarandi verkum og ekki síður að efla umræðu um bókmenntir. Sem ungir höfundar getum við varla ímyndað okkur íslenskan bókmenntaheim án slíkra verðlauna. Þó eru ekki nema 25 ár síðan verðlaunin voru fyrst veitt. Kannski ekki svo skrítið á eyju sem bannaði bjór og fékk núll stig í eurovision, en skrítið samt. Skrítið að tilkynna ekki vinningshafa á Bessastöðum. Skrítið að birta það ekki á forsíðum blaða eða í sjónvarpsfréttum. Skrítið að takast ekki á um hverjir eigi verðlaunin virkilega skilið og hvað svona verðlaun merkja. Skrítið að bókaþjóðin fagni ekki höfundum og verkum þeirra. Sem betur fer er það liðin tíð að framúrskarandi verk séu ekki verðlaunuð. Auðvitað hafa verðlaunin mikil áhrif á annað séríslenskt fyrirbrigði, íslenska jólabókaflóðið. Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að efla bókasölu utan jólavertíðarinnar en samt lítið gert þótt einhverjir sprotar sjáist á vorin. Aðallega birtast þá bækur eftir unga og tilraunakennda höfunda, bækur sem álitið er að seljast myndu illa sem gjafavörur hvort sem er. Skrítið að Ísland er eina landið þar sem bækur eru fyrst og fremst gjafavörur. Það kemur mögulega ekki niður á lestrinum að bókin sé frá ömmu, en það er eitthvað skrítið við að fara aldrei sjálfur og velja sér bók nema það sé til að skipta út annarri. Þeirri sem þú fékkst tvisvar þessi jól. Þegar kynntar eru tilnefningar til bókmenntaverðlaunanna hefst ákveðin neyslustýring. Tilnefndar bækur taka sölukipp, og svo þegar verðlaunin hafa verið afhent með pompi og prakt taka þær bækur aftur sölukipp á skiptibókamarkað Janúars. Skrítið að allir bókaviðburðir og bókaflóðið sjálft skyldu ramba niður á sama árstíma. Skrítið að íslensku barnabókaverðlaunin, bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana og íslensku bókmenntaverðlaunin og verðlaun Jónasar Hallgrímssonar séu öll veitt innan sömu þriggja mánaða, einmitt þarna í jólavertíðinni. Við viljum hvetja bókaútgefendur að nota bókmenntaverðlaunin til að efla umræðu og auðga lestur á öðrum árstímum. Jólin eru hektískur tími og þótt bækur seljist mest þá falla mun fleiri í sprungurnar og góð verk gleymast. Sjaldnast eru jafnvel þau verk sem seljast mest lesinn á merkingarbæran hátt. Ekki gefst pláss til að skapa dýpri samræður en felst í samkeppni um stjörnugjöf. Þegar þúsund titlar koma út á ári þurfum við meiri tíma en bara þrjá mánuði til að skynja, skoða og lesa. Skrítið að nota ekki bara allt árið.Höfundar eru handhafar Íslensku Barnabókaverðlaunanna 2012 og Bókmenntaverðlauna starfsfólks bókaverslana 2012 og 2013.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun