Óljóst endatafl í Írak Ólafur Þ. Stephensen skrifar 11. ágúst 2014 08:35 Barack Obama Bandaríkjaforseti skipti um skoðun fyrir helgina og fyrirskipaði bandaríska flughernum að gera loftárásir á sveitir öfgasamtakanna Íslamsks ríkis, sem áður kallaði sig ISIS og hefur lagt undir sig stóran hluta Íraks. Ástæðan þar að baki er ekki sízt þau grimmdarverk sem Íslamskt ríki hefur unnið undanfarnar vikur gagnvart minnihlutahópum í Írak; kristnum mönnum og Jasídum hefur verið slátrað miskunnarlaust ef þeir neita að snúast til íslams. Hernaðaríhlutun Bandaríkjanna lítur því ekki lengur út eins og þau séu að blanda sér í innanlandsdeilurnar í Írak og styðja al Maliki forseta í því að berja á súnnítum, sem Íslamskt ríki segist styðja. Bandaríkin eru einfaldlega að koma í veg fyrir þjóðarmorð og greiða fyrir því að hægt sé að koma mannúðaraðstoð til þjóðarbrotanna sem liðsmenn Íslamsks ríkis höfðu króað af. Bretland, Frakkland og fleiri ríki hafa heitið að aðstoða Bandaríkin við að koma mat og öðrum nauðþurftum til fólksins. Obama lítur því væntanlega svo á að hann hafi betra umboð til að beita hernaðaríhlutun nú en fyrr í sumar, bæði hjá almenningi í Bandaríkjunum og á alþjóðavettvangi. Hitt er svo annað mál að það er engan veginn ljóst hvert endataflið í Írak ætti að vera. Bandaríkjamenn - og heimsbyggðin öll - hafa ríka hagsmuni af því að framrás hersveita Íslamsks ríkis verði stöðvuð og komið í veg fyrir að markmiðið, sem felst í nafni samtakanna, verði að veruleika; að stofnað verði alræðisríki öfgafullra íslamista í Mið-Austurlöndum. Til þess að það megi verða þarf hins vegar hernaðaríhlutun af þeirri stærðargráðu að það er afar vafasamt að Obama ráðist í hana. Hann var kosinn forseti á sínum tíma ekki sízt út á loforð um að draga Bandaríkin út úr stríðum sem ekki var hægt að vinna í Afganistan og Írak og hefur engan áhuga á að láta draga sig aftur inn í slík átök, með tilheyrandi mannfalli og kostnaði fyrir bandaríska skattgreiðendur. Sömuleiðis er allsendis óljóst hvernig hægt er að knýja fram nýjan pólitískan sáttmála á milli þjóðarbrotanna í Írak um að deila með sér völdum á sanngjarnan og friðsamlegan hátt, en það er algjör forsenda þess að þetta brothætta ríki eigi sér yfirleitt einhverja framtíð. Þrýstingur Bandaríkjamanna á Núrí al Maliki forsætisráðherra að mynda nýja ríkisstjórn hefur til þessa ekki borið tilætlaðan árangur. Við stöndum því í raun enn og aftur frammi fyrir sama vandamálinu; rétt eins og í Súdan, Kongó, Sýrlandi og Palestínu - og það væri hægt að telja upp miklu fleiri lönd - er verið að drepa saklaust fólk í stórum stíl, reka hundruð þúsunda á flótta og ógna friði og stöðugleika í heilum heimshluta. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins eru hins vegar takmörkuð og máttlaus og ekki líkleg til að leysa deiluna til frambúðar eða tryggja hag fólksins, sem á um sárt að binda. Illu heilli hefur slíkum púðurtunnum í alþjóðamálum heldur fjölgað síðustu árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti skipti um skoðun fyrir helgina og fyrirskipaði bandaríska flughernum að gera loftárásir á sveitir öfgasamtakanna Íslamsks ríkis, sem áður kallaði sig ISIS og hefur lagt undir sig stóran hluta Íraks. Ástæðan þar að baki er ekki sízt þau grimmdarverk sem Íslamskt ríki hefur unnið undanfarnar vikur gagnvart minnihlutahópum í Írak; kristnum mönnum og Jasídum hefur verið slátrað miskunnarlaust ef þeir neita að snúast til íslams. Hernaðaríhlutun Bandaríkjanna lítur því ekki lengur út eins og þau séu að blanda sér í innanlandsdeilurnar í Írak og styðja al Maliki forseta í því að berja á súnnítum, sem Íslamskt ríki segist styðja. Bandaríkin eru einfaldlega að koma í veg fyrir þjóðarmorð og greiða fyrir því að hægt sé að koma mannúðaraðstoð til þjóðarbrotanna sem liðsmenn Íslamsks ríkis höfðu króað af. Bretland, Frakkland og fleiri ríki hafa heitið að aðstoða Bandaríkin við að koma mat og öðrum nauðþurftum til fólksins. Obama lítur því væntanlega svo á að hann hafi betra umboð til að beita hernaðaríhlutun nú en fyrr í sumar, bæði hjá almenningi í Bandaríkjunum og á alþjóðavettvangi. Hitt er svo annað mál að það er engan veginn ljóst hvert endataflið í Írak ætti að vera. Bandaríkjamenn - og heimsbyggðin öll - hafa ríka hagsmuni af því að framrás hersveita Íslamsks ríkis verði stöðvuð og komið í veg fyrir að markmiðið, sem felst í nafni samtakanna, verði að veruleika; að stofnað verði alræðisríki öfgafullra íslamista í Mið-Austurlöndum. Til þess að það megi verða þarf hins vegar hernaðaríhlutun af þeirri stærðargráðu að það er afar vafasamt að Obama ráðist í hana. Hann var kosinn forseti á sínum tíma ekki sízt út á loforð um að draga Bandaríkin út úr stríðum sem ekki var hægt að vinna í Afganistan og Írak og hefur engan áhuga á að láta draga sig aftur inn í slík átök, með tilheyrandi mannfalli og kostnaði fyrir bandaríska skattgreiðendur. Sömuleiðis er allsendis óljóst hvernig hægt er að knýja fram nýjan pólitískan sáttmála á milli þjóðarbrotanna í Írak um að deila með sér völdum á sanngjarnan og friðsamlegan hátt, en það er algjör forsenda þess að þetta brothætta ríki eigi sér yfirleitt einhverja framtíð. Þrýstingur Bandaríkjamanna á Núrí al Maliki forsætisráðherra að mynda nýja ríkisstjórn hefur til þessa ekki borið tilætlaðan árangur. Við stöndum því í raun enn og aftur frammi fyrir sama vandamálinu; rétt eins og í Súdan, Kongó, Sýrlandi og Palestínu - og það væri hægt að telja upp miklu fleiri lönd - er verið að drepa saklaust fólk í stórum stíl, reka hundruð þúsunda á flótta og ógna friði og stöðugleika í heilum heimshluta. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins eru hins vegar takmörkuð og máttlaus og ekki líkleg til að leysa deiluna til frambúðar eða tryggja hag fólksins, sem á um sárt að binda. Illu heilli hefur slíkum púðurtunnum í alþjóðamálum heldur fjölgað síðustu árin.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun