Heimir: Gátum æft það sem við ætluðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. maí 2014 21:27 Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfarar. Vísir/pjetur „Við erum bara nokkuð glaðir með þetta,“ segir HeimirHallgrímsson, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, í samtali við Vísi um jafnteflið gegn Austurríki í Innsbruck í kvöld.Kolbeinn Sigþórsson skoraði jöfnunarmarkið með skalla á 46. mínútu eftir að heimamenn höfðu komist yfir í fyrri hálfleik. „Þetta voru tveir ólíkir hálfleikir. Það sem við ætluðum að gera í fyrri hálfleik heppnaðist ekki. Við ætluðum að reyna að pressa framar og fara framar á völlinn en þeir voru bara sterkari þannig við féllum of langt til baka,“ segir Heimir. „Til stóð að pressa framar í fyrri hálfleik en bakka í þeim síðari en í staðinn sóttum við meira í seinni hálfleik. Því gátum við æft það sem við ætluðum að æfa. Úrslitin skipta ekki öllu máli að mínu mati en það er gott að ná jafntefli gegn svona sterkri knattspyrnuþjóð.“ Austurríki pressaði okkar menn framarlega í fyrri hálfleik sem varð til þess að varnarmenn Íslands þurftu að sparka oft hátt og langt. Það var ekki eitthvað sem landsliðsþjálfararnir höfðu miklar áhyggjur af. „Uppstillingin á liðinu átti að vera þannig að það átti að vera í lagi að taka langa bolta. Eins og við settum þetta upp í seinni hálfleik vorum við með fleiri menn í kringum seinni boltann þannig það var í lagi. Það var líka auðveldara að vinna saman því bakverðirnir hjálpuðu okkur,“ segir Heimir sem fannst vanta kraft í leikmenn Íslands í fyrri hálfleik. „Við vorum svolítið passívir og ragir. Það er akkurat það sem við ætluðum að vinna úr. Eins og í leiknum gegn Króatíu í fyrra þar sem við vorum pressaðir stíft. Liðin undirbúa sig náttúrlega og leikgreina andstæðinginn. Við viljum því vera með einhverja útgönguleið.“ Seinni hálfleikurinn fannst honum betri. „Það var miklu meira hugrekki. Menn tóku betri hlaupaleiðir og sköpuðu sér meira svæði. Ég var ánægður með vinnusemina í liðinu. Það voru margir sem keyrðu sig algjörlega út sem var gaman að sjá. Menn voru að leggja sig fram en það er auðvitað eitthvað sem menn þurfa að gera þegar þeir eru að spila fyrir Ísland,“ segir Heimir sem var ánægður með Selfyssingana ungu sem fengu tækifæri í kvöld. „Við vorum að spila á nokkrum ungum mönnum. Mér fannst Jón Daði og Viðar Örn báðir koma vel inn í þennan leik. Það er kannski til of mikils ætlast að þeir fari að eiga stórleiki strax en mér fannst innkoma þeirra jákvæð. Sölvi var líka flottur. Hann er greinilega í toppstandi. Það hefur gert honum gott að spila reglulega,“ segir Heimir Hallgrímsson. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Austurríki - Ísland 1-1 | Kolbeinn tryggði Íslandi jafntefli í Innsbruck Strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik á Tívolí-vellinum í Innsbruck. 30. maí 2014 16:09 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
„Við erum bara nokkuð glaðir með þetta,“ segir HeimirHallgrímsson, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, í samtali við Vísi um jafnteflið gegn Austurríki í Innsbruck í kvöld.Kolbeinn Sigþórsson skoraði jöfnunarmarkið með skalla á 46. mínútu eftir að heimamenn höfðu komist yfir í fyrri hálfleik. „Þetta voru tveir ólíkir hálfleikir. Það sem við ætluðum að gera í fyrri hálfleik heppnaðist ekki. Við ætluðum að reyna að pressa framar og fara framar á völlinn en þeir voru bara sterkari þannig við féllum of langt til baka,“ segir Heimir. „Til stóð að pressa framar í fyrri hálfleik en bakka í þeim síðari en í staðinn sóttum við meira í seinni hálfleik. Því gátum við æft það sem við ætluðum að æfa. Úrslitin skipta ekki öllu máli að mínu mati en það er gott að ná jafntefli gegn svona sterkri knattspyrnuþjóð.“ Austurríki pressaði okkar menn framarlega í fyrri hálfleik sem varð til þess að varnarmenn Íslands þurftu að sparka oft hátt og langt. Það var ekki eitthvað sem landsliðsþjálfararnir höfðu miklar áhyggjur af. „Uppstillingin á liðinu átti að vera þannig að það átti að vera í lagi að taka langa bolta. Eins og við settum þetta upp í seinni hálfleik vorum við með fleiri menn í kringum seinni boltann þannig það var í lagi. Það var líka auðveldara að vinna saman því bakverðirnir hjálpuðu okkur,“ segir Heimir sem fannst vanta kraft í leikmenn Íslands í fyrri hálfleik. „Við vorum svolítið passívir og ragir. Það er akkurat það sem við ætluðum að vinna úr. Eins og í leiknum gegn Króatíu í fyrra þar sem við vorum pressaðir stíft. Liðin undirbúa sig náttúrlega og leikgreina andstæðinginn. Við viljum því vera með einhverja útgönguleið.“ Seinni hálfleikurinn fannst honum betri. „Það var miklu meira hugrekki. Menn tóku betri hlaupaleiðir og sköpuðu sér meira svæði. Ég var ánægður með vinnusemina í liðinu. Það voru margir sem keyrðu sig algjörlega út sem var gaman að sjá. Menn voru að leggja sig fram en það er auðvitað eitthvað sem menn þurfa að gera þegar þeir eru að spila fyrir Ísland,“ segir Heimir sem var ánægður með Selfyssingana ungu sem fengu tækifæri í kvöld. „Við vorum að spila á nokkrum ungum mönnum. Mér fannst Jón Daði og Viðar Örn báðir koma vel inn í þennan leik. Það er kannski til of mikils ætlast að þeir fari að eiga stórleiki strax en mér fannst innkoma þeirra jákvæð. Sölvi var líka flottur. Hann er greinilega í toppstandi. Það hefur gert honum gott að spila reglulega,“ segir Heimir Hallgrímsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Austurríki - Ísland 1-1 | Kolbeinn tryggði Íslandi jafntefli í Innsbruck Strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik á Tívolí-vellinum í Innsbruck. 30. maí 2014 16:09 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Umfjöllun: Austurríki - Ísland 1-1 | Kolbeinn tryggði Íslandi jafntefli í Innsbruck Strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik á Tívolí-vellinum í Innsbruck. 30. maí 2014 16:09