Harpa með þrennu í stórsigri Íslands á Möltu Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2014 14:00 Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennur. Mynd/KSÍ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann stórsigur, 8-0, á slöku liði Möltu ytra í undankeppni HM 2015 í dag. Leikurinn var aldrei spennandi og okkar stelpur mun betri á öllum sviðum. Markaveislan hófst strax á annarri mínútu þegar Harpa Þorsteinsdóttir var ein á auðum sjó í teignum og skoraði af yfirvegun. Harpa enn sjóðheit fyrir framan markið eftir að enda sem markadrottning og Íslandsmeistari með Stjörnunni síðasta sumar.Dóra María Lárusdóttir, sem lék í stöðu hægri bakvarðar í dag, bætti við öðru marki Íslands á 15. mínútu en hún smurði boltanum í samskeytin beint úr aukaspyrnu, samkvæmt beinni lýsingu KSÍ á Facebook-síðu sambandsins. Íslensku stelpurnar bættu við tveimur mörkum áður en flautað var til hálfleiks. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði annað mark sitt og þriðja mark Íslands á 23. mínútu og Dagný Brynjarsdóttir, sú er tryggði Íslandi sigur gegn Ísrael um síðustu helgi, skoraði fjórða markið á 33. mínútu. Dagný sneiddi boltann með höfðinu í netið eftir fallega aukaspyrnu Dóru Maríu frá hægri en mörk Íslands í fyrri hálfleik voru öll nokkuð lagleg og mikil gæði í þeim.Rakel Hönnudóttir komst í dauðafæri eftir undirbúning FanndísarFriðriksdóttur undir lok fyrri hálfleiks en eftir 15 mínútur í þeim síðari fullkomnaði Harpa Þorsteinsdóttir þrennuna er hún kom Íslandi í 5-0. Harpa fékk boltann við vítateigshornið eftir innkast frá ÓlínuViðarsdsóttur. Hún snéri sér við og skoraði í nærhornið með skoti sem markvörðurinn hefði líklega átt að verja. Fanndís Friðriksdóttir skoraði svo sjötta mark Íslands á 64. mínútu eftir samspil við Hörpu sem fór mikinn í leiknum í dag. Hún var tekin af velli skömmu síðar eins og Rakel Hönnudóttir en Guðmunda Brynja Óladóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir komu inn á í þeirra stað. Stelpurnar voru ekki hættar að skora því Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir bætti við sjöunda marki Íslands á 87. mínútu en þetta er jafnframt hennar fyrsta landsliðsmark í hennar þriðja landsleik. Í uppbótartíma skoraði Dagný Brynjarsdóttir svo annað mark sitt og áttunda mark Íslands. Lokatölur, 8-0. Fín uppskera í vikunni hjá stelpunum sem unnu Ísrael og Möltu án þess að fá á sig mark en mikið sjálfstraust er í liðinu eftir gott gengi á Algarve-bikarnum. Stelpurnar eru nú búnar að vinna fimm leiki í röð í öllum keppnum. Ísland er með níu stig í öðru sæti þriðja riðils í undankeppni HM 2015, sex stigum á eftir Sviss sem hefur leikið fimm leiki. Ísland er búið með fimm leiki. Næst taka við erfiðir útileikir gegn Sviss og Danmörku.Ísland (4-3-3): Guðbjörg Gunnarsdóttir; Dóra María Lárusdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir; Katrín Ómarsdóttir (Ásgerður Stefanía Baldursdóttir 78.), Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir; Fanndís Friðriksdóttir, Rakel Hönnudóttir (Guðmunda Brynja Óladóttir 67.), Harpa Þorsteinsdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir 67.). Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Möltu ytra kl. 12 í undankeppni HM 2015. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu sem mætti Ísrael um síðustu helgi. 10. apríl 2014 10:30 Erum sterkari en Malta á öllum sviðum „Það fer vel um okkur hérna,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið en í hádeginu að íslenskum tíma spila stelpurnar okkar við lágt skrifað lið Möltu í undankeppni HM 2015 ytra. 10. apríl 2014 06:00 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann stórsigur, 8-0, á slöku liði Möltu ytra í undankeppni HM 2015 í dag. Leikurinn var aldrei spennandi og okkar stelpur mun betri á öllum sviðum. Markaveislan hófst strax á annarri mínútu þegar Harpa Þorsteinsdóttir var ein á auðum sjó í teignum og skoraði af yfirvegun. Harpa enn sjóðheit fyrir framan markið eftir að enda sem markadrottning og Íslandsmeistari með Stjörnunni síðasta sumar.Dóra María Lárusdóttir, sem lék í stöðu hægri bakvarðar í dag, bætti við öðru marki Íslands á 15. mínútu en hún smurði boltanum í samskeytin beint úr aukaspyrnu, samkvæmt beinni lýsingu KSÍ á Facebook-síðu sambandsins. Íslensku stelpurnar bættu við tveimur mörkum áður en flautað var til hálfleiks. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði annað mark sitt og þriðja mark Íslands á 23. mínútu og Dagný Brynjarsdóttir, sú er tryggði Íslandi sigur gegn Ísrael um síðustu helgi, skoraði fjórða markið á 33. mínútu. Dagný sneiddi boltann með höfðinu í netið eftir fallega aukaspyrnu Dóru Maríu frá hægri en mörk Íslands í fyrri hálfleik voru öll nokkuð lagleg og mikil gæði í þeim.Rakel Hönnudóttir komst í dauðafæri eftir undirbúning FanndísarFriðriksdóttur undir lok fyrri hálfleiks en eftir 15 mínútur í þeim síðari fullkomnaði Harpa Þorsteinsdóttir þrennuna er hún kom Íslandi í 5-0. Harpa fékk boltann við vítateigshornið eftir innkast frá ÓlínuViðarsdsóttur. Hún snéri sér við og skoraði í nærhornið með skoti sem markvörðurinn hefði líklega átt að verja. Fanndís Friðriksdóttir skoraði svo sjötta mark Íslands á 64. mínútu eftir samspil við Hörpu sem fór mikinn í leiknum í dag. Hún var tekin af velli skömmu síðar eins og Rakel Hönnudóttir en Guðmunda Brynja Óladóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir komu inn á í þeirra stað. Stelpurnar voru ekki hættar að skora því Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir bætti við sjöunda marki Íslands á 87. mínútu en þetta er jafnframt hennar fyrsta landsliðsmark í hennar þriðja landsleik. Í uppbótartíma skoraði Dagný Brynjarsdóttir svo annað mark sitt og áttunda mark Íslands. Lokatölur, 8-0. Fín uppskera í vikunni hjá stelpunum sem unnu Ísrael og Möltu án þess að fá á sig mark en mikið sjálfstraust er í liðinu eftir gott gengi á Algarve-bikarnum. Stelpurnar eru nú búnar að vinna fimm leiki í röð í öllum keppnum. Ísland er með níu stig í öðru sæti þriðja riðils í undankeppni HM 2015, sex stigum á eftir Sviss sem hefur leikið fimm leiki. Ísland er búið með fimm leiki. Næst taka við erfiðir útileikir gegn Sviss og Danmörku.Ísland (4-3-3): Guðbjörg Gunnarsdóttir; Dóra María Lárusdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir; Katrín Ómarsdóttir (Ásgerður Stefanía Baldursdóttir 78.), Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir; Fanndís Friðriksdóttir, Rakel Hönnudóttir (Guðmunda Brynja Óladóttir 67.), Harpa Þorsteinsdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir 67.).
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Möltu ytra kl. 12 í undankeppni HM 2015. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu sem mætti Ísrael um síðustu helgi. 10. apríl 2014 10:30 Erum sterkari en Malta á öllum sviðum „Það fer vel um okkur hérna,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið en í hádeginu að íslenskum tíma spila stelpurnar okkar við lágt skrifað lið Möltu í undankeppni HM 2015 ytra. 10. apríl 2014 06:00 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Freyr gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Möltu ytra kl. 12 í undankeppni HM 2015. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu sem mætti Ísrael um síðustu helgi. 10. apríl 2014 10:30
Erum sterkari en Malta á öllum sviðum „Það fer vel um okkur hérna,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið en í hádeginu að íslenskum tíma spila stelpurnar okkar við lágt skrifað lið Möltu í undankeppni HM 2015 ytra. 10. apríl 2014 06:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti