"Er ríkisstjórnin á móti þjóð sinni?“ Bjarki Ármannsson skrifar 8. mars 2014 15:57 Jón Kalman efast um hvort hægt sé að treysta orðum forsætisráðherra. Vísir/Anton Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, Ólafur Stefánsson, fyrrverandi fyrirliði landsliðs karla í handbolta og Jón Kalman Stefánsson rithöfundur tóku til máls á mótmælunum á Austurvelli fyrr í dag. Margrét og Jón Kalman voru ómyrk í máli en ásakaði Margrét meðal annars ríkisstjórnina um að hafa ekkert verksvit og að svíkja loforð til þjóðarinnar. „Þetta er ríkisstjórn sem hefur séð til þess að öll orka samfélagsins undanfarna daga hefur farið í mál sem við þurfum ekki að vera að eyða orku í í akkúrat núna,“ sagði Margrét í ræðu sinni. „Þetta heitir að hafa lítið verksvit.“ „Er aðild að ESB eini möguleiki okkar eða besti möguleiki okkar?“ spurði hún í framhaldi. „Ég veit það ekki en hann er sá eini sem enn er upp á borðinu. Og ef þú ert í vanda sem þú veist ekki hvernig þú ætlar að komast út úr ef þú ert sjálfur ekki með neitt plan, þá útilokar þú ekki eina möguleikann sem þó er í stöðunni.“ Margrét lauk máli sínu á orðunum: „Þessi ríkisstjórn var ekki kosin út af því að flokkarnir sem að henni standa voru á móti aðild að ESB. Þessi ríkisstjórn náði meirihluta ekki síst út á það að hún lofaði þjóðinni að hún fengi sjálf að ráða í því máli. Loforð er loforð. Loforð er ekki varnagli og loforð verður aldrei teygjanlegt hugtak. Ég spyr ríkisstjórn Íslands sem situr við völd og heldur vonandi sjálf um stýrið: Ætlar hún að stuðla að sátt og samstöðu - eða ætlar hún að svíkja sína þjóð? Já eða nei?“ Jón Kalman sagðist í sinni ræðu ekki vera viss hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, formenn stjórnarflokkanna, gerðu sér grein fyrir því að ríkisstjórnin ætti að starfa í þágu þjóðarinnar. „En þá vaknar spurningin: Ef ríkisstjórn er andsnúin vilja rúmlega 80 prósent þjóðarinnar, hundsar algjörlega 46 þúsund undirskriftir, og kokgleypir í viðbót margítrekuð loforð – fyrir hverja starfar hún þá?“ spurði Jón. Hann tók í sama streng og Margrét og sagði stjórnarflokkana hafa farið á bak orða sinna til almennings. „Undirskrift er það sama og loforð. Undirskrift er staðfesting á því, að það sem á undan fer, sé skoðun manns og sannfæring. Er hægt að treysta manni sem skrifar undir bréf sem ganga þvert á sannfæringu hans? Og þá væntanlega eingöngu til að veiða fleiri atkvæði. Maður hlýtur því að spyrja: ef Sigmundi Davíð finnst sjálfsagt að ljúga með undirskrift sinni, hvenær segir hann þá satt? Er yfirleitt hægt að trúa því sem forsætisráðherra Íslands segir?“ Jón lauk máli sínu á þessum orðum: „Er ég á móti ríkisstjórninni? Ágæta fólk, það er ekki rétta spurningin, heldur þessi hér: Er ríkisstjórn Íslands á móti þjóð sinni?“ Vísir getur ekki greint frá orðum Ólafs Stefánssonar að svo stöddu þar sem hann var ekki með skrifaða ræðu. ESB-málið Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, Ólafur Stefánsson, fyrrverandi fyrirliði landsliðs karla í handbolta og Jón Kalman Stefánsson rithöfundur tóku til máls á mótmælunum á Austurvelli fyrr í dag. Margrét og Jón Kalman voru ómyrk í máli en ásakaði Margrét meðal annars ríkisstjórnina um að hafa ekkert verksvit og að svíkja loforð til þjóðarinnar. „Þetta er ríkisstjórn sem hefur séð til þess að öll orka samfélagsins undanfarna daga hefur farið í mál sem við þurfum ekki að vera að eyða orku í í akkúrat núna,“ sagði Margrét í ræðu sinni. „Þetta heitir að hafa lítið verksvit.“ „Er aðild að ESB eini möguleiki okkar eða besti möguleiki okkar?“ spurði hún í framhaldi. „Ég veit það ekki en hann er sá eini sem enn er upp á borðinu. Og ef þú ert í vanda sem þú veist ekki hvernig þú ætlar að komast út úr ef þú ert sjálfur ekki með neitt plan, þá útilokar þú ekki eina möguleikann sem þó er í stöðunni.“ Margrét lauk máli sínu á orðunum: „Þessi ríkisstjórn var ekki kosin út af því að flokkarnir sem að henni standa voru á móti aðild að ESB. Þessi ríkisstjórn náði meirihluta ekki síst út á það að hún lofaði þjóðinni að hún fengi sjálf að ráða í því máli. Loforð er loforð. Loforð er ekki varnagli og loforð verður aldrei teygjanlegt hugtak. Ég spyr ríkisstjórn Íslands sem situr við völd og heldur vonandi sjálf um stýrið: Ætlar hún að stuðla að sátt og samstöðu - eða ætlar hún að svíkja sína þjóð? Já eða nei?“ Jón Kalman sagðist í sinni ræðu ekki vera viss hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, formenn stjórnarflokkanna, gerðu sér grein fyrir því að ríkisstjórnin ætti að starfa í þágu þjóðarinnar. „En þá vaknar spurningin: Ef ríkisstjórn er andsnúin vilja rúmlega 80 prósent þjóðarinnar, hundsar algjörlega 46 þúsund undirskriftir, og kokgleypir í viðbót margítrekuð loforð – fyrir hverja starfar hún þá?“ spurði Jón. Hann tók í sama streng og Margrét og sagði stjórnarflokkana hafa farið á bak orða sinna til almennings. „Undirskrift er það sama og loforð. Undirskrift er staðfesting á því, að það sem á undan fer, sé skoðun manns og sannfæring. Er hægt að treysta manni sem skrifar undir bréf sem ganga þvert á sannfæringu hans? Og þá væntanlega eingöngu til að veiða fleiri atkvæði. Maður hlýtur því að spyrja: ef Sigmundi Davíð finnst sjálfsagt að ljúga með undirskrift sinni, hvenær segir hann þá satt? Er yfirleitt hægt að trúa því sem forsætisráðherra Íslands segir?“ Jón lauk máli sínu á þessum orðum: „Er ég á móti ríkisstjórninni? Ágæta fólk, það er ekki rétta spurningin, heldur þessi hér: Er ríkisstjórn Íslands á móti þjóð sinni?“ Vísir getur ekki greint frá orðum Ólafs Stefánssonar að svo stöddu þar sem hann var ekki með skrifaða ræðu.
ESB-málið Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira