Slitastjórnin Ólafur Stephensen skrifar 25. febrúar 2014 08:43 Nú er algjörlega skýrt að tal stjórnarflokkanna beggja fyrir kosningar um að þjóðin fengi að taka ákvörðun í atkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið var tómt fals, til þess ætlað að slá ryki í augu kjósenda. Báðir flokkar ályktuðu á landsfundi að hætti ætti viðræðum og ekki halda áfram nema eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Formenn beggja flokka gáfu hins vegar líka til kynna fyrir kosningar að sú atkvæðagreiðsla yrði á fyrrihluta kjörtímabilsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði þannig aðspurður í Fréttablaðinu 24. apríl í fyrra, þremur dögum fyrir kosningar, að atkvæðagreiðsla gæti jafnvel orðið snemma á kjörtímabilinu. Þetta var enn skýrara í tilviki Sjálfstæðisflokksins, þar sem í kosningabæklingum og -auglýsingum flokksins stóð: „Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.“ Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sagði: „Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins.“ Þessi aðlögun á stefnu landsfundar var ekki tilviljun; Bjarni vissi að út á hana fengi hann atkvæði sjálfstæðisfólks, sem vildi ekki loka dyrunum að ESB-aðild. Hann lét því sem hann ætlaði að hafa á þeim rifu. Nú telur hann þjóðina ekki eiga að hafa neitt um málið segja. Það á að skella í lás. Umfjöllun Fréttablaðsins 24. apríl 2013 snerist um að sú staða gæti komið upp að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur stýrðu lokaspretti viðræðna við ESB þvert á eigin stefnu, ef þjóðin samþykkti í atkvæðagreiðslu að ljúka viðræðunum. Á þessum tíma voru Sigmundur og Bjarni sammála um að það væri vissulega flókið, en hvorugur hélt því fram sem er nýja mantran; að það gangi bara alls ekki að flokkar sem eru andvígir ESB-aðild framkvæmdu þannig þjóðarviljann. Þvert á móti sagði Bjarni: „Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.“ Nú heitir það hjá honum að það væri „súrrealískt“ að ætlast til að ráðherrarnir tækju mark á því ef þjóðin vildi halda áfram viðræðum. Margir skildu stjórnarsáttmálann þannig í upphafi að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin. Þegar sáttmálinn var kynntur sagði forsætisráðherrann að það kæmi „að sjálfsögðu“ til atkvæðagreiðslu, en það þyrfti að ræða tímasetninguna. Í sáttmálanum stendur líka að úttekt á stöðu aðildarviðræðna verði „lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni“. Raunin er að umræðu um þá úttekt var ekki einu sinni lokið á Alþingi þegar stjórnin lagði fram tillöguna um að slíta aðildarviðræðum. Loforðið um að stjórnin kynni þjóðinni skýrsluna verður líka svikið, enda er sú kynning tilgangslaus úr þessu. Sumir stjórnarliðar bera nú fyrir sig að fyrri ríkisstjórn hafi ekki orðið við kröfum um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um aðild að ESB. Munurinn er sá að síðasta stjórn lofaði engum þjóðaratkvæði og sveik fyrir vikið ekkert loforð. Vinnubrögðin í þessu máli eru bæði óvönduð og óheiðarleg. Ríkistjórnin hefur ekki bara ákveðið að slíta aðildarviðræðunum, heldur slítur hún líka trúnað við kjósendur sem tóku mark á því sem sagt var fyrir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Nú er algjörlega skýrt að tal stjórnarflokkanna beggja fyrir kosningar um að þjóðin fengi að taka ákvörðun í atkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið var tómt fals, til þess ætlað að slá ryki í augu kjósenda. Báðir flokkar ályktuðu á landsfundi að hætti ætti viðræðum og ekki halda áfram nema eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Formenn beggja flokka gáfu hins vegar líka til kynna fyrir kosningar að sú atkvæðagreiðsla yrði á fyrrihluta kjörtímabilsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði þannig aðspurður í Fréttablaðinu 24. apríl í fyrra, þremur dögum fyrir kosningar, að atkvæðagreiðsla gæti jafnvel orðið snemma á kjörtímabilinu. Þetta var enn skýrara í tilviki Sjálfstæðisflokksins, þar sem í kosningabæklingum og -auglýsingum flokksins stóð: „Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.“ Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sagði: „Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins.“ Þessi aðlögun á stefnu landsfundar var ekki tilviljun; Bjarni vissi að út á hana fengi hann atkvæði sjálfstæðisfólks, sem vildi ekki loka dyrunum að ESB-aðild. Hann lét því sem hann ætlaði að hafa á þeim rifu. Nú telur hann þjóðina ekki eiga að hafa neitt um málið segja. Það á að skella í lás. Umfjöllun Fréttablaðsins 24. apríl 2013 snerist um að sú staða gæti komið upp að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur stýrðu lokaspretti viðræðna við ESB þvert á eigin stefnu, ef þjóðin samþykkti í atkvæðagreiðslu að ljúka viðræðunum. Á þessum tíma voru Sigmundur og Bjarni sammála um að það væri vissulega flókið, en hvorugur hélt því fram sem er nýja mantran; að það gangi bara alls ekki að flokkar sem eru andvígir ESB-aðild framkvæmdu þannig þjóðarviljann. Þvert á móti sagði Bjarni: „Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.“ Nú heitir það hjá honum að það væri „súrrealískt“ að ætlast til að ráðherrarnir tækju mark á því ef þjóðin vildi halda áfram viðræðum. Margir skildu stjórnarsáttmálann þannig í upphafi að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin. Þegar sáttmálinn var kynntur sagði forsætisráðherrann að það kæmi „að sjálfsögðu“ til atkvæðagreiðslu, en það þyrfti að ræða tímasetninguna. Í sáttmálanum stendur líka að úttekt á stöðu aðildarviðræðna verði „lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni“. Raunin er að umræðu um þá úttekt var ekki einu sinni lokið á Alþingi þegar stjórnin lagði fram tillöguna um að slíta aðildarviðræðum. Loforðið um að stjórnin kynni þjóðinni skýrsluna verður líka svikið, enda er sú kynning tilgangslaus úr þessu. Sumir stjórnarliðar bera nú fyrir sig að fyrri ríkisstjórn hafi ekki orðið við kröfum um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um aðild að ESB. Munurinn er sá að síðasta stjórn lofaði engum þjóðaratkvæði og sveik fyrir vikið ekkert loforð. Vinnubrögðin í þessu máli eru bæði óvönduð og óheiðarleg. Ríkistjórnin hefur ekki bara ákveðið að slíta aðildarviðræðunum, heldur slítur hún líka trúnað við kjósendur sem tóku mark á því sem sagt var fyrir kosningar.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun