Heilbrigðiskerfið og fjárlögin Steingrímur J. Sigfússon skrifar 12. október 2013 06:00 Nú hafa þau undur og stórmerki gerst að áhrifamenn úr stjórnarflokkunum hafa gengið fram fyrir skjöldu og sagt að sú útreið sem heilbrigðiskerfið og þó einkum Landspítali – háskólasjúkrahús (LSH) fá í fjárlagafrumvarpi þeirra eigin ríkisstjórnar sé með öllu ótæk. Það vanti a.m.k. þrjá miljarða í viðbótarfjárveitingu til LSH o.s.frv. Hnjáliðir fjármálaráðherra eru þegar teknir að gefa sig í vörn fyrir frumvarpinu, enda er honum óhægt um vik með eigin flokksmenn hinum megin víglínunnar og rýting frá sjálfum forsætisráðherra í bakinu þegar hann talaði upp í flokksmenn sína fyrir norðan. Fjármálaráðherra má þó eiga að hann setur enn það skilyrði fyrir auknum útgjöldum að þau leiði ekki til þess að fjárlögunum verði lokað með halla. Hvað er þá til ráða? Á að skera enn meira niður annars staðar svo auka megi fjárveitingar til Landspítalans eða eru fleiri kostir í stöðunni? Nú er vandinn að vísu sá að víðar en á LSH er brýn þörf fyrir meira fé inn í heilbrigðiskerfið. Sjúkrahúsið á Akureyri (SA) er að langmestu leyti í sambærilegri stöðu og LSH. Þar er um að ræða hitt „stóra“ sérgreinasjúkrahúsið í landinu, varasjúkrahús samkvæmt almannavarnaskipulagi, miðstöð sjúkraflugs og móðurstöð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu fyrir norðan- og austanvert landið. Því verður að treysta að SA fái hlutfallslega sambærilega úrlausn sinna mála og LSH. Eftir standa þá aðrar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslan sem sannarlega veitti ekki af einhverri viðbót þó tölur þar séu af annarri stærðargráðu og miklum mun lægri en í tilviki risans, LSH og litlusystur, SA.Hvað þarf til og hvernig? Er þá einhver leið að finna fjármuni til lífsnauðsynlegra úrbóta í heilbrigðismálum, sem víðtæk samstaða virðist hafa skapast um að þörf sé á, og án þess að fjárlögum fyrir árið 2014 verði lokað með halla? Lítum á dæmið: Landspítali – háskólasjúkrahús; + 3,000 m.kr. Sjúkrahúsið á Akureyri; + 500 m.kr. Aðrar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar; + 1,000 m.kr. Sem sagt, verkefnið er að finna 4,5 milljarða króna, 4.500 milljónir.Tekna mætti afla með eftirfarandi hætti: a) Fallið er frá helmingi fyrirhugaðrar lækkunar tekjuskatts í miðþrepi (25,8% verði 25,4% í stað 25%). Tekjuauki ríkissjóðs verður miðað við forsendur fjárlagafrumvarpsins 2.500 milljónir króna og við erum komin meira en hálfa leið í mark. b) Fallið verði frá fjölgun ráðherra og aðstoðarmanna. Það sparar útgjöld sem nemur 45,7 milljónum króna og afkoman batnar sem því nemur. c) Fallið verði frá 10 m.kr. hækkun til fasteigna forsætisráðuneytisins. Fallið verði frá 10 af 20 m.kr. hækkun til kröfugerðar og málareksturs þjóðlendumála hjá fjármálaráðuneytinu og hækkun til eflingar almennrar löggæslu hjá innanríkisráðuneytinu verði 465,7 m.króna í stað 500. Samtals bæta því stafliðir b og c afkomuna um 100 milljónir króna. d) Virðisaukaskattur á hótelgistingu hækki úr 7% í 14% 1. mars á næsta ári. Áætlaðar tekjur með hliðsjón af vaxandi umsvifum 1.900 milljónir króna. Þar með erum við komin að landi (2.500 + 100 + 1.900 = 4,500). Af þriggja milljarða króna viðbót til LSH gengju 200 milljónir til að falla frá fyrirhuguðum sjúklingasköttum í formi legugjalda. Skattar yrðu sem sagt lagðir á ferðamenn í stað sjúklinga. Af sjálfu leiðir að ýmsar fleiri útfærslur og blöndur tekjuöflunar- og sparnaðaraðgerða koma til greina. Hér er aðeins sett upp dæmi til að sýna að; vilji er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú hafa þau undur og stórmerki gerst að áhrifamenn úr stjórnarflokkunum hafa gengið fram fyrir skjöldu og sagt að sú útreið sem heilbrigðiskerfið og þó einkum Landspítali – háskólasjúkrahús (LSH) fá í fjárlagafrumvarpi þeirra eigin ríkisstjórnar sé með öllu ótæk. Það vanti a.m.k. þrjá miljarða í viðbótarfjárveitingu til LSH o.s.frv. Hnjáliðir fjármálaráðherra eru þegar teknir að gefa sig í vörn fyrir frumvarpinu, enda er honum óhægt um vik með eigin flokksmenn hinum megin víglínunnar og rýting frá sjálfum forsætisráðherra í bakinu þegar hann talaði upp í flokksmenn sína fyrir norðan. Fjármálaráðherra má þó eiga að hann setur enn það skilyrði fyrir auknum útgjöldum að þau leiði ekki til þess að fjárlögunum verði lokað með halla. Hvað er þá til ráða? Á að skera enn meira niður annars staðar svo auka megi fjárveitingar til Landspítalans eða eru fleiri kostir í stöðunni? Nú er vandinn að vísu sá að víðar en á LSH er brýn þörf fyrir meira fé inn í heilbrigðiskerfið. Sjúkrahúsið á Akureyri (SA) er að langmestu leyti í sambærilegri stöðu og LSH. Þar er um að ræða hitt „stóra“ sérgreinasjúkrahúsið í landinu, varasjúkrahús samkvæmt almannavarnaskipulagi, miðstöð sjúkraflugs og móðurstöð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu fyrir norðan- og austanvert landið. Því verður að treysta að SA fái hlutfallslega sambærilega úrlausn sinna mála og LSH. Eftir standa þá aðrar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslan sem sannarlega veitti ekki af einhverri viðbót þó tölur þar séu af annarri stærðargráðu og miklum mun lægri en í tilviki risans, LSH og litlusystur, SA.Hvað þarf til og hvernig? Er þá einhver leið að finna fjármuni til lífsnauðsynlegra úrbóta í heilbrigðismálum, sem víðtæk samstaða virðist hafa skapast um að þörf sé á, og án þess að fjárlögum fyrir árið 2014 verði lokað með halla? Lítum á dæmið: Landspítali – háskólasjúkrahús; + 3,000 m.kr. Sjúkrahúsið á Akureyri; + 500 m.kr. Aðrar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar; + 1,000 m.kr. Sem sagt, verkefnið er að finna 4,5 milljarða króna, 4.500 milljónir.Tekna mætti afla með eftirfarandi hætti: a) Fallið er frá helmingi fyrirhugaðrar lækkunar tekjuskatts í miðþrepi (25,8% verði 25,4% í stað 25%). Tekjuauki ríkissjóðs verður miðað við forsendur fjárlagafrumvarpsins 2.500 milljónir króna og við erum komin meira en hálfa leið í mark. b) Fallið verði frá fjölgun ráðherra og aðstoðarmanna. Það sparar útgjöld sem nemur 45,7 milljónum króna og afkoman batnar sem því nemur. c) Fallið verði frá 10 m.kr. hækkun til fasteigna forsætisráðuneytisins. Fallið verði frá 10 af 20 m.kr. hækkun til kröfugerðar og málareksturs þjóðlendumála hjá fjármálaráðuneytinu og hækkun til eflingar almennrar löggæslu hjá innanríkisráðuneytinu verði 465,7 m.króna í stað 500. Samtals bæta því stafliðir b og c afkomuna um 100 milljónir króna. d) Virðisaukaskattur á hótelgistingu hækki úr 7% í 14% 1. mars á næsta ári. Áætlaðar tekjur með hliðsjón af vaxandi umsvifum 1.900 milljónir króna. Þar með erum við komin að landi (2.500 + 100 + 1.900 = 4,500). Af þriggja milljarða króna viðbót til LSH gengju 200 milljónir til að falla frá fyrirhuguðum sjúklingasköttum í formi legugjalda. Skattar yrðu sem sagt lagðir á ferðamenn í stað sjúklinga. Af sjálfu leiðir að ýmsar fleiri útfærslur og blöndur tekjuöflunar- og sparnaðaraðgerða koma til greina. Hér er aðeins sett upp dæmi til að sýna að; vilji er allt sem þarf.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun