Gerum bjartsýnisáætlun fyrir Landspítalann Svavar Gestsson skrifar 10. október 2013 06:00 Landspítalinn á yfirleitt fáa vini á stjórnmálasviðinu. Það þekki ég frá þeim tíma þegar ég fyrir margt löngu var heilbrigðisráðherra. Reyndi aftur og aftur að gera tillögur um fjárveitingar til spítalans til Alþingis. Það voru stundum myndarlegar tölur í fjárlagafrumvarpinu en voru ævinlega skornar niður. Peningarnir voru þó ekki teknir af heilbrigðiskerfinu heldur voru þeir fluttir til annarra sjúkrahúsa sem áttu vini. Sjúkrahúsa úti á landi og Borgarspítalans og Landakotsspítalans sem áttu vini þó þeir væru í Reykjavík. Samt tókst að halda Landspítalanum við og vel það. Landspítali – háskólasjúkrahús varð seinna til úr þremur spítölum í Reykjavík.Þá var ljós fram undan Þegar afleiðingar hinnar villtu frjálshyggju lögðust yfir land og þjóð í hruninu þá hlaut heilbrigðiskerfið og Landspítalinn líka að finna fyrir því. Starfsfólkið lagði líf sitt í verkefnin og sjúklingarnir treystu spítalanum fyrir lífi sínu. Það sem bjargaði málum var duglegt starfsfólk, fórnfús forysta og skilningur þjóðarinnar, sjúklinganna og aðstandenda þeirra. En það var líka ljós fram undan: Það átti að byggja nýjan Landspítala. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra höfðu kjark til að taka utan um verkið og sjá: Fyrir liggja tillögur um endurreisn sjúkrahússins, tillögur sem kosta um 45 miljarða króna. Og það sem meira var: Það lá einnig fyrir að unnt var að fjármagna verkið með fjármagni úr lífeyrissjóðunum. Það fjármagn átti að taka að láni en sparnaðurinn í rekstri hefði borgað lántökukostnaðinn eins og Björn Zoëga, fráfarandi forstjóri spítalans, benti á í viðtölum fyrir helgina. Þannig hefði mátt dreifa þessum fjárfestingarkostnaði á tíu til tuttugu ár!Skuggi leggst yfir Landspítalann En þá steig úrtölukórinn fram á sviðið: Greinar um hvað þetta væri dýrt birtust í þeim fáu blöðum sem eftir eru, heilu kastljósin og silfrin voru undirlögð af úrtölumönnum og við sem erum stuðningsmenn Landspítalans vorum ekki nógu dugleg að verjast. Þegar kom að kosningum lá tvennt fyrir: Talsmenn stjórnarandstöðuflokkanna töluðu flestir illa um Landspítalann og margt var reynt til að gera verkefnið tortryggilegt. Sumir stjórnarþingmenn fyrrverandi stjórnar voru heldur lufsulegir í þessu máli eins og öðrum. Ekki bætti það svo úr skák eftir kosningarnar að talsmenn Landspítalans voru uppteknir af öðru, því að læknarnir væru að fara og að það yrði að loka deildum spítalans af því að enginn vildi vinna þar lengur. Skuggi dáðleysis og kjarkleysis lagðist yfir Landspítalann. Ný ríkisstjórn tók við. Hún sá enga lausn aðra en að létta sköttum af auðmönnum, að skera meira niður til Landspítalans, að hætta við byggingaráformin og að einkavæða heilbrigðiskerfið. Bjartsýnisáætlun Þegar ég gegndi starfi heilbrigðisráðherra áttaði ég mig á því sem áður segir að spítalinn átti ekki vini á Alþingi. Það áttu allir aðrir spítalar. Líka spítalinn sem var byggður upp með hraði og vantaði svo „bara“ sjúklinga að lokum. Af þessu tilefni gerði ég tillögu til Alþingis um að breyta lögum um heilbrigðisþjónustu þannig að Alþingi kysi þrjá menn inn í stjórn Ríkisspítalanna eins og stofnunin hét þá. Það hafði áhrif. Allt í einu átti Landspítalinn talsmenn á Alþingi bæði í stjórnarliði og í stjórnarandstöðu. En þetta fyrirkomulag var afnumið og það varð Landspítalanum dýrt. Nú þarf að hefja nýja baráttu fyrir Landspítalann. Bjartsýnisáætlun Landspítalans þarf að verða til. Sú áætlun þarf að ná til sjúklinganna og aðstandendanna, til starfsmannanna, kjara þeira og starfsaðstæðna, og til framtíðar. Það á að hefjast handa við að byggja nýjan Landspítala – ekki seinna en nú þegar. Ég var svo heppinn á síðasta ári að fá að kynnast Landspítalanum. Það er ekki endilega heppni að þurfa að fara þangað inn en það er heppni að fá að skilja aðstæður þessarar stofnunar. Það gerir mig og aðra betur færa um að hafa skoðun á þessari stofnun og þörfum hennar. Þegar ég sat í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna og var heilbrigðisráðherra samtals í nærri áratug kynntist ég spítalanum vel og vandamálum hans. Í fyrra kynntist ég honum aðeins innan frá. Það var mikilvæg lífsreynsla. Nú þurfa allir þeir sem eiga Landspítalanum líf að launa að taka sig saman og standa með spítalanum. Landspítalinn er reyndar ekki bara heilbrigðismál. Þjóð sem ekki á gott stofnsjúkrahús stendur ekki undir því að geta heitið fullvalda þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Landspítalinn á yfirleitt fáa vini á stjórnmálasviðinu. Það þekki ég frá þeim tíma þegar ég fyrir margt löngu var heilbrigðisráðherra. Reyndi aftur og aftur að gera tillögur um fjárveitingar til spítalans til Alþingis. Það voru stundum myndarlegar tölur í fjárlagafrumvarpinu en voru ævinlega skornar niður. Peningarnir voru þó ekki teknir af heilbrigðiskerfinu heldur voru þeir fluttir til annarra sjúkrahúsa sem áttu vini. Sjúkrahúsa úti á landi og Borgarspítalans og Landakotsspítalans sem áttu vini þó þeir væru í Reykjavík. Samt tókst að halda Landspítalanum við og vel það. Landspítali – háskólasjúkrahús varð seinna til úr þremur spítölum í Reykjavík.Þá var ljós fram undan Þegar afleiðingar hinnar villtu frjálshyggju lögðust yfir land og þjóð í hruninu þá hlaut heilbrigðiskerfið og Landspítalinn líka að finna fyrir því. Starfsfólkið lagði líf sitt í verkefnin og sjúklingarnir treystu spítalanum fyrir lífi sínu. Það sem bjargaði málum var duglegt starfsfólk, fórnfús forysta og skilningur þjóðarinnar, sjúklinganna og aðstandenda þeirra. En það var líka ljós fram undan: Það átti að byggja nýjan Landspítala. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra höfðu kjark til að taka utan um verkið og sjá: Fyrir liggja tillögur um endurreisn sjúkrahússins, tillögur sem kosta um 45 miljarða króna. Og það sem meira var: Það lá einnig fyrir að unnt var að fjármagna verkið með fjármagni úr lífeyrissjóðunum. Það fjármagn átti að taka að láni en sparnaðurinn í rekstri hefði borgað lántökukostnaðinn eins og Björn Zoëga, fráfarandi forstjóri spítalans, benti á í viðtölum fyrir helgina. Þannig hefði mátt dreifa þessum fjárfestingarkostnaði á tíu til tuttugu ár!Skuggi leggst yfir Landspítalann En þá steig úrtölukórinn fram á sviðið: Greinar um hvað þetta væri dýrt birtust í þeim fáu blöðum sem eftir eru, heilu kastljósin og silfrin voru undirlögð af úrtölumönnum og við sem erum stuðningsmenn Landspítalans vorum ekki nógu dugleg að verjast. Þegar kom að kosningum lá tvennt fyrir: Talsmenn stjórnarandstöðuflokkanna töluðu flestir illa um Landspítalann og margt var reynt til að gera verkefnið tortryggilegt. Sumir stjórnarþingmenn fyrrverandi stjórnar voru heldur lufsulegir í þessu máli eins og öðrum. Ekki bætti það svo úr skák eftir kosningarnar að talsmenn Landspítalans voru uppteknir af öðru, því að læknarnir væru að fara og að það yrði að loka deildum spítalans af því að enginn vildi vinna þar lengur. Skuggi dáðleysis og kjarkleysis lagðist yfir Landspítalann. Ný ríkisstjórn tók við. Hún sá enga lausn aðra en að létta sköttum af auðmönnum, að skera meira niður til Landspítalans, að hætta við byggingaráformin og að einkavæða heilbrigðiskerfið. Bjartsýnisáætlun Þegar ég gegndi starfi heilbrigðisráðherra áttaði ég mig á því sem áður segir að spítalinn átti ekki vini á Alþingi. Það áttu allir aðrir spítalar. Líka spítalinn sem var byggður upp með hraði og vantaði svo „bara“ sjúklinga að lokum. Af þessu tilefni gerði ég tillögu til Alþingis um að breyta lögum um heilbrigðisþjónustu þannig að Alþingi kysi þrjá menn inn í stjórn Ríkisspítalanna eins og stofnunin hét þá. Það hafði áhrif. Allt í einu átti Landspítalinn talsmenn á Alþingi bæði í stjórnarliði og í stjórnarandstöðu. En þetta fyrirkomulag var afnumið og það varð Landspítalanum dýrt. Nú þarf að hefja nýja baráttu fyrir Landspítalann. Bjartsýnisáætlun Landspítalans þarf að verða til. Sú áætlun þarf að ná til sjúklinganna og aðstandendanna, til starfsmannanna, kjara þeira og starfsaðstæðna, og til framtíðar. Það á að hefjast handa við að byggja nýjan Landspítala – ekki seinna en nú þegar. Ég var svo heppinn á síðasta ári að fá að kynnast Landspítalanum. Það er ekki endilega heppni að þurfa að fara þangað inn en það er heppni að fá að skilja aðstæður þessarar stofnunar. Það gerir mig og aðra betur færa um að hafa skoðun á þessari stofnun og þörfum hennar. Þegar ég sat í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna og var heilbrigðisráðherra samtals í nærri áratug kynntist ég spítalanum vel og vandamálum hans. Í fyrra kynntist ég honum aðeins innan frá. Það var mikilvæg lífsreynsla. Nú þurfa allir þeir sem eiga Landspítalanum líf að launa að taka sig saman og standa með spítalanum. Landspítalinn er reyndar ekki bara heilbrigðismál. Þjóð sem ekki á gott stofnsjúkrahús stendur ekki undir því að geta heitið fullvalda þjóð.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun