Ný og skemmtileg orka í hópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2013 06:00 Liðsfélagar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í Malmö óttuðust að hún myndi láta Ramonu Bachmann, leikmann Malmö og svissneska landsliðsins, finna of mikið fyrir sér. Mynd/Valli Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, tók brosandi og afslappaður á móti íslensku blaðamönnunum þegar landsliðið hélt opna æfingu í gær. Fram undan er fyrsti leikur hans sem þjálfari á fimmtudagskvöldið og verkefnið er að stoppa sjóðheitt sóknarlið Sviss, sem skoraði níu mörk á móti Serbíu um síðustu helgi.Með skemmtilegt sóknarlið „Ég sá styrkleika þeirra mjög vel og við sáum hvernig þær vilja spila sóknarlega. Þær voru í sókn allan leikinn. Þetta er bara ákveðin áminning fyrir okkur að þær eru með þrusulið og að við þurfum að vera á tánum. Þetta er mjög skemmtilegt sóknarlið en við ætlum að taka hressilega á þeim og loka fyrir þeirra styrkleika,“ segir Freyr. Hann tók við íslenska liðinu af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, sem hafði náð sögulegum árangri með liðið og nú síðast komið liðinu í átta liða úrslitin á EM. Nú stefna íslensku stelpurnar á að komast á HM í fyrsta sinn en mótherjarnir frá Sviss hafa aldrei komist á stórmót.Lykilmennirnir eru stórstjörnur „Ég er búinn að tala um það áður að lykilmenn þeirra eru stórstjörnur og alvöru leikmenn sem eru að spila í toppliðum. Við þurfum að ná að loka á þær og á sama tíma þurfum við að ráðast á veikleikana þeirra. Við erum mjög vel undirbúin og ég fékk frábæra skýrslu frá Betu (Elísabet Gunnarsdóttir) um þær,“ sagði Freyr. Stærsta stjarnan í svissneska liðinu er örugglega Ramona Bachmann, liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Bjargar Helgadóttur hjá sænska liðinu LdB Malmö. Sara Björk veit því manna best hversu öflugur leikmaður Bachmann er en þær eru jafnaldrar. „Hún er rosalega góð og einn besti leikmaðurinn í sænsku deildinni. Við þurfum að hafa góðar gætur á henni. Hún er rosalega fljót og rosalega teknísk. Hún er hættuleg ef hún nær að snúa með boltann og mjög góð ein á móti einum,“ segir Sara en hún þekkir líka veikleikana vel.Pirrast mjög fljótt „Hún er líka svona karakter sem pirrast mjög fljótt ef að það er tekið vel á henni. Við erum þannig lið sem pirrar þær og tekur vel á þeim. Við munum verjast vel og vera nálægt þeim því Ramona er ekki eini góði leikmaðurinn í þessu liði. Þær eru nokkrar,“ segir Sara. Ramona Bachmann skoraði tvö mörk í sigrinum á Serbum en Ana Maria Crnogorcevic skoraði fernu. Sara Björk segir þær Ramonu ekki hafa rætt mikið um komandi leik. „Við ræddum aðeins saman áður en við fórum í verkefnin og bara um að það væri gaman að spila hvor á móti annarri. Við hjá Malmö-liðinu erum að fara að spila mikilvæga leiki eftir landsleikjahléið og leikmennirnir í liðinu sögðu við mig: Ekki meiða hana. Ég svaraði bara að ég gæti ekki lofað neinu,“ segir Sara glottandi.Ný og skemmtileg orka Sara er bjartsýn eftir fyrstu æfingar liðsins undir stjórn Freys. „Það er ný og skemmtileg orka í hópnum og góð stemning. Sterkustu þjóðirnar í riðlinum eru Danmörk og Sviss og það er rosalega mikilvægt að taka þrjú stig á móti þessum liðum. Við erum alltaf sterkari á heimavelli og viljum klárlega nýta okkur það,“ sagði Sara að lokum. ooj@frettabladid.is Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, tók brosandi og afslappaður á móti íslensku blaðamönnunum þegar landsliðið hélt opna æfingu í gær. Fram undan er fyrsti leikur hans sem þjálfari á fimmtudagskvöldið og verkefnið er að stoppa sjóðheitt sóknarlið Sviss, sem skoraði níu mörk á móti Serbíu um síðustu helgi.Með skemmtilegt sóknarlið „Ég sá styrkleika þeirra mjög vel og við sáum hvernig þær vilja spila sóknarlega. Þær voru í sókn allan leikinn. Þetta er bara ákveðin áminning fyrir okkur að þær eru með þrusulið og að við þurfum að vera á tánum. Þetta er mjög skemmtilegt sóknarlið en við ætlum að taka hressilega á þeim og loka fyrir þeirra styrkleika,“ segir Freyr. Hann tók við íslenska liðinu af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, sem hafði náð sögulegum árangri með liðið og nú síðast komið liðinu í átta liða úrslitin á EM. Nú stefna íslensku stelpurnar á að komast á HM í fyrsta sinn en mótherjarnir frá Sviss hafa aldrei komist á stórmót.Lykilmennirnir eru stórstjörnur „Ég er búinn að tala um það áður að lykilmenn þeirra eru stórstjörnur og alvöru leikmenn sem eru að spila í toppliðum. Við þurfum að ná að loka á þær og á sama tíma þurfum við að ráðast á veikleikana þeirra. Við erum mjög vel undirbúin og ég fékk frábæra skýrslu frá Betu (Elísabet Gunnarsdóttir) um þær,“ sagði Freyr. Stærsta stjarnan í svissneska liðinu er örugglega Ramona Bachmann, liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Bjargar Helgadóttur hjá sænska liðinu LdB Malmö. Sara Björk veit því manna best hversu öflugur leikmaður Bachmann er en þær eru jafnaldrar. „Hún er rosalega góð og einn besti leikmaðurinn í sænsku deildinni. Við þurfum að hafa góðar gætur á henni. Hún er rosalega fljót og rosalega teknísk. Hún er hættuleg ef hún nær að snúa með boltann og mjög góð ein á móti einum,“ segir Sara en hún þekkir líka veikleikana vel.Pirrast mjög fljótt „Hún er líka svona karakter sem pirrast mjög fljótt ef að það er tekið vel á henni. Við erum þannig lið sem pirrar þær og tekur vel á þeim. Við munum verjast vel og vera nálægt þeim því Ramona er ekki eini góði leikmaðurinn í þessu liði. Þær eru nokkrar,“ segir Sara. Ramona Bachmann skoraði tvö mörk í sigrinum á Serbum en Ana Maria Crnogorcevic skoraði fernu. Sara Björk segir þær Ramonu ekki hafa rætt mikið um komandi leik. „Við ræddum aðeins saman áður en við fórum í verkefnin og bara um að það væri gaman að spila hvor á móti annarri. Við hjá Malmö-liðinu erum að fara að spila mikilvæga leiki eftir landsleikjahléið og leikmennirnir í liðinu sögðu við mig: Ekki meiða hana. Ég svaraði bara að ég gæti ekki lofað neinu,“ segir Sara glottandi.Ný og skemmtileg orka Sara er bjartsýn eftir fyrstu æfingar liðsins undir stjórn Freys. „Það er ný og skemmtileg orka í hópnum og góð stemning. Sterkustu þjóðirnar í riðlinum eru Danmörk og Sviss og það er rosalega mikilvægt að taka þrjú stig á móti þessum liðum. Við erum alltaf sterkari á heimavelli og viljum klárlega nýta okkur það,“ sagði Sara að lokum. ooj@frettabladid.is
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti