Kominn tími á tvö góð úrslit í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2013 09:00 Íslensku strákarnir fagna hér í leikslok eftir 4-4 jafntefli í Bern á föstudagskvöldið þeegar íslenska liðið kom til baka eftir að hafa lent 1-4 undir í leiknum. Mynd/Valli Ævintýralegt jafntefli íslenska karlalandsliðsins á Stade de Suisse í Bern á föstudagskvöldið kveikti heldur betur von hjá íslensku þjóðinni um að íslensku strákarnir ætli að vera með í baráttunni um sæti á HM í Brasilíu. Til þess þurfa þeir að fara ná góðum úrslitum í tveimur leikjum í röð og geta byrjað á nýrri hefð með því að vinna Albani á Laugardalsvellinum annað kvöld. Íslenska liðið hefur leikið sjö leiki í riðli sínum í undankeppninni og hingað til hefur reglan verið sú að liðið hefur tapað í næsta leik á eftir sigurleik. Liðið vann Noreg á heimavelli í september 2012 en tapaði svo á Kýpur fjórum dögum síðar. Sömu sögu var að segja af leikjum liðsins í október í fyrra þegar liðið vann fyrst frábæran sigur í Albaníu en tapaði svo á heimavelli á móti Sviss í næsta leik sem var fjórum dögum síðar. Síðustu tveir leikir liðsins fyrir leikinn á móti Sviss voru við Slóvena. Ísland vann fyrst í Slóveníu í mars en tapaði svo fyrir Slóvenum á heimavelli í júní. „Við erum ennþá pínu sveiflukenndir en við eigum ekki að vera hræddir við að hafa náð góðum úrslitum. Við eigum bara að fylgja því eftir og við fáum núna frábært tækifæri til þess,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.Mynd/AFPÍslenska liðið hefur fengið á sig átta mörk í síðustu tveimur leikjum og það er eitthvað sem þarf að breytast ef liðið á að fá eitthvað út úr næstu leikjum. „Við eigum ennþá möguleika og við verðum bara að nýta þetta tækifæri. Við erum búnir að klikka á nokkrum dauðafærum eins og á móti Slóveníu og í Kýpurleiknum sem var mjög dýr,“ segir Kári Árnason. Alfreð Finnbogason vonast til að geta hjálpað liðinu að ná stigum í öðrum leiknum í röð. „Það er kominn tími til að breyta þessu. Við erum ekkert að missa okkur yfir þessum leik í Sviss enda fengum við bara eitt stig. Við stefnum bara á sigur á Albaníu hérna og ef það tekst þá erum við komnir enn á aftur í frábæra stöðu. Við viljum vinna þessa heimaleiki og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg Guðmundsson var hetja íslenska liðsins í Bern og skoraði þrennu sem fær jafnvel sérkafla í sögu íslenska landsliðsins. „Það var kannski kominn tími á þessi mörk og gaman að þau komu á útivelli á móti Sviss. Þetta stig getur skipt gríðarlega miklu máli en enn mikilvægara er að ná í þrjá punkta á þriðjudaginn,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Árangur íslenska liðsins á útivelli hefur verið frábær (7 af 10 stigum liðsins) en nú bíða liðsins tveir gríðarlega mikilvægir heimaleikir í röð og því kominn tími til að fara safna stigum á Laugardalsvellinum. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Ævintýralegt jafntefli íslenska karlalandsliðsins á Stade de Suisse í Bern á föstudagskvöldið kveikti heldur betur von hjá íslensku þjóðinni um að íslensku strákarnir ætli að vera með í baráttunni um sæti á HM í Brasilíu. Til þess þurfa þeir að fara ná góðum úrslitum í tveimur leikjum í röð og geta byrjað á nýrri hefð með því að vinna Albani á Laugardalsvellinum annað kvöld. Íslenska liðið hefur leikið sjö leiki í riðli sínum í undankeppninni og hingað til hefur reglan verið sú að liðið hefur tapað í næsta leik á eftir sigurleik. Liðið vann Noreg á heimavelli í september 2012 en tapaði svo á Kýpur fjórum dögum síðar. Sömu sögu var að segja af leikjum liðsins í október í fyrra þegar liðið vann fyrst frábæran sigur í Albaníu en tapaði svo á heimavelli á móti Sviss í næsta leik sem var fjórum dögum síðar. Síðustu tveir leikir liðsins fyrir leikinn á móti Sviss voru við Slóvena. Ísland vann fyrst í Slóveníu í mars en tapaði svo fyrir Slóvenum á heimavelli í júní. „Við erum ennþá pínu sveiflukenndir en við eigum ekki að vera hræddir við að hafa náð góðum úrslitum. Við eigum bara að fylgja því eftir og við fáum núna frábært tækifæri til þess,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.Mynd/AFPÍslenska liðið hefur fengið á sig átta mörk í síðustu tveimur leikjum og það er eitthvað sem þarf að breytast ef liðið á að fá eitthvað út úr næstu leikjum. „Við eigum ennþá möguleika og við verðum bara að nýta þetta tækifæri. Við erum búnir að klikka á nokkrum dauðafærum eins og á móti Slóveníu og í Kýpurleiknum sem var mjög dýr,“ segir Kári Árnason. Alfreð Finnbogason vonast til að geta hjálpað liðinu að ná stigum í öðrum leiknum í röð. „Það er kominn tími til að breyta þessu. Við erum ekkert að missa okkur yfir þessum leik í Sviss enda fengum við bara eitt stig. Við stefnum bara á sigur á Albaníu hérna og ef það tekst þá erum við komnir enn á aftur í frábæra stöðu. Við viljum vinna þessa heimaleiki og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg Guðmundsson var hetja íslenska liðsins í Bern og skoraði þrennu sem fær jafnvel sérkafla í sögu íslenska landsliðsins. „Það var kannski kominn tími á þessi mörk og gaman að þau komu á útivelli á móti Sviss. Þetta stig getur skipt gríðarlega miklu máli en enn mikilvægara er að ná í þrjá punkta á þriðjudaginn,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Árangur íslenska liðsins á útivelli hefur verið frábær (7 af 10 stigum liðsins) en nú bíða liðsins tveir gríðarlega mikilvægir heimaleikir í röð og því kominn tími til að fara safna stigum á Laugardalsvellinum.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira