Sjálfskaparvíti Háskólans Stefán Pálsson skrifar 4. september 2013 00:01 Í fréttum Ríkisútvarpsins mánudaginn 2. september baðst rektor Háskóla Íslands afsökunar á þeim óþægindum sem afturkölluð ráðning stundakennara við skólann kynni að hafa valdið. Að sögn rektors hefur komið í ljós í málinu að verklagsreglur skólans varðandi ráðningu stundakennara hafi ekki verið nægilega skýrar og að þær verði endurskoðaðar á næstu dögum. Vegna þessarar miklu uppgötvunar er vert að rifja upp nokkur söguleg atriði. Í lok árs 2009 stofnuðu stundakennarar við Háskólann með sér félagið Hagstund. Ástæðan var sár óánægja með kjör hópsins, en jafnframt var ætlunin að þrýsta á um hvers kyns umbætur varðandi réttindamál. Næstu misserin sendi félagið stjórnendum Háskólans ýmis erindi og átti marga fundi með stjórnsýslunni. Meðal þess sem sérstök áhersla var lögð á var að bæta þyrfti ráðningamálin – þar sem ekki væri hægt að tala um eiginlegan ráðningarsamning, engin tilraun væri gerð til að skilgreina réttindi og skyldur stundakennara og að mikið misræmi væri milli einstakra deilda skólans í þessum efnum. Kvartað til Umboðsmanns Þótt Háskólinn segðist sýna umkvörtunum félagsins mikinn skilning bólaði ekkert á úrbótum og fór svo að lokum að Hagstund kvartaði til Umboðsmanns Alþingis á árinu 2012. Umboðsmaður sendi HÍ í kjölfarið ítarlegar spurningar um hvernig ráðningarmálum stundakennara væri háttað. Í svari skólans í september á síðasta ári, sem undirritað var af rektor, kom glögglega í ljós í hvílíkum ólestri málin væru og vinnubrögð mismunandi milli deilda. Í júní í fyrra sendu Hagstund, BHM og Félag háskólakennara sameiginlegt erindi til Háskólans þar sem óskað var eftir stofnun samráðsnefndar um málefni stundakennara og réttindi þeirra. Ellefu mánuðum síðar, að undangengnum áréttingum, meðal annars með opnu bréfi í Fréttablaðinu og að lokum fyrirspurn frá Umboðsmanni Alþingis um gang mála, barst svar Háskólans. Það var á þá leið að skólinn væri í sjálfu sér hlynntur því að myndaður yrði starfshópur en að réttast væri að fjármálaráðuneytið stæði fyrir slíku. Það er því kátlegt að fylgjast nú með undrun stjórnenda HÍ yfir því að ráðningamál stundakennara við stofnunina séu í molum. Erfitt er að hafa samúð með Háskólanum í þessu máli, enda hefur hann meðvitað ýtt því á undan sér. Vonandi verður uppákoma liðinna daga þó til þess að stofnuninni skiljist loksins að það er allra hagur að skýra með fullnægjandi hætti réttindi og skyldur stundakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Í fréttum Ríkisútvarpsins mánudaginn 2. september baðst rektor Háskóla Íslands afsökunar á þeim óþægindum sem afturkölluð ráðning stundakennara við skólann kynni að hafa valdið. Að sögn rektors hefur komið í ljós í málinu að verklagsreglur skólans varðandi ráðningu stundakennara hafi ekki verið nægilega skýrar og að þær verði endurskoðaðar á næstu dögum. Vegna þessarar miklu uppgötvunar er vert að rifja upp nokkur söguleg atriði. Í lok árs 2009 stofnuðu stundakennarar við Háskólann með sér félagið Hagstund. Ástæðan var sár óánægja með kjör hópsins, en jafnframt var ætlunin að þrýsta á um hvers kyns umbætur varðandi réttindamál. Næstu misserin sendi félagið stjórnendum Háskólans ýmis erindi og átti marga fundi með stjórnsýslunni. Meðal þess sem sérstök áhersla var lögð á var að bæta þyrfti ráðningamálin – þar sem ekki væri hægt að tala um eiginlegan ráðningarsamning, engin tilraun væri gerð til að skilgreina réttindi og skyldur stundakennara og að mikið misræmi væri milli einstakra deilda skólans í þessum efnum. Kvartað til Umboðsmanns Þótt Háskólinn segðist sýna umkvörtunum félagsins mikinn skilning bólaði ekkert á úrbótum og fór svo að lokum að Hagstund kvartaði til Umboðsmanns Alþingis á árinu 2012. Umboðsmaður sendi HÍ í kjölfarið ítarlegar spurningar um hvernig ráðningarmálum stundakennara væri háttað. Í svari skólans í september á síðasta ári, sem undirritað var af rektor, kom glögglega í ljós í hvílíkum ólestri málin væru og vinnubrögð mismunandi milli deilda. Í júní í fyrra sendu Hagstund, BHM og Félag háskólakennara sameiginlegt erindi til Háskólans þar sem óskað var eftir stofnun samráðsnefndar um málefni stundakennara og réttindi þeirra. Ellefu mánuðum síðar, að undangengnum áréttingum, meðal annars með opnu bréfi í Fréttablaðinu og að lokum fyrirspurn frá Umboðsmanni Alþingis um gang mála, barst svar Háskólans. Það var á þá leið að skólinn væri í sjálfu sér hlynntur því að myndaður yrði starfshópur en að réttast væri að fjármálaráðuneytið stæði fyrir slíku. Það er því kátlegt að fylgjast nú með undrun stjórnenda HÍ yfir því að ráðningamál stundakennara við stofnunina séu í molum. Erfitt er að hafa samúð með Háskólanum í þessu máli, enda hefur hann meðvitað ýtt því á undan sér. Vonandi verður uppákoma liðinna daga þó til þess að stofnuninni skiljist loksins að það er allra hagur að skýra með fullnægjandi hætti réttindi og skyldur stundakennara.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun