Auðvitað koma upp öðruvísi mál hjá stelpunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. ágúst 2013 10:00 Freyr Alexandersson var aðalþjálfari kvennaliðs Vals frá 2008 til 2010. Mynd/Daníel Samningur Freys við KSÍ nær fram yfir lokakeppni HM 2015 sem fram fer í Kanada. Fyrsta verkefni Freys með liðið er leikur í undankeppninni gegn Sviss á Laugardalsvelli þann 26. september. Freyr er ekki búinn að finna sér aðstoðarþjálfara og líklega verður Heimir Hallgrímsson, aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, við hlið Freys í leiknum gegn Sviss. „KSÍ hafði samband við Leikni fyrir síðustu helgi en þeir leyfðu mér að klára leikinn á laugardag áður en talað var við mig. Það gerðist ekki fyrr en á sunnudaginn,“ segir Freyr en hann er þjálfari karlaliðs Leiknis í 1. deildinni. Hann er ekki ókunnugur kvennaboltanum enda var hann þjálfari kvennaliðs Vals og vann með því fimm stóra titla. „Það var ýmislegt sem ég þurfti að skoða áður en ég skrifaði undir. Fyrst og fremst með Leikni og svo í vinnunni minni í Steypustöðinni. Svo þurfti að ræða við fjölskylduna og athuga hvort þetta myndi allt ganga upp,“ segir Freyr en hann mun halda áfram að þjálfa Leiknisliðið. „Ég varð strax spenntur fyrir starfinu. Mér finnst þetta áhugavert starf og gott tækifæri fyrir mig.“ Kvennalandsliðið hefur verið á stöðugri uppleið undir stjórn Sigurðar Ragnars og komst til að mynda í átta liða úrslit á EM. Hvernig sér Freyr fyrir sér framtíð liðsins? „Mér finnst liðið enn vera á fínum aldri. Auðvitað eru þarna leikmenn sem eru búnir að spila í sjö ár og mér finnst þær flestar vera nægilega góðar til þess að spila áfram. Við þurfum að halda áfram að byggja við það sem Siggi og hans fólk gerði mjög vel,“ segir Freyr. Nýju fólki fylgja oft breytingar. Hvaða breytingum má búast við hjá Frey? „Það væri glórulaust að kúvenda liðinu fyrir næsta leik sem er handan við hornið. Að sjálfsögðu munu einhver ný andlit koma inn og svo á ég eftir að ræða við leikmenn. Ég vil breyta um leikstíl að einhverju leyti en hvenær ég get gert það verður að koma í ljós. Ég er hrifinn af góðu kantspili og við eigum leikmenn í það. Ég vil líka spila góðan varnarleik enda vinna lið ekki neitt nema spila almennilegan varnarleik. Liðið verður vel skipulagt og svo erum við með það góða sóknarmenn að við eigum að geta sótt af afli og einfaldur, kraftmikill sóknarleikur á að geta skilað okkur stigum.“Mynd/DaníelFreyr þjálfaði Valsliðið um tíma með Elísabetu Gunnarsdóttur. Elísabet sagði í viðtali á dögunum að það væri erfitt að þjálfa konur þar sem þær kynnu að búa til dramatík. „Ég er að þjálfa karlalið í Breiðholtinu og þeir eru ekkert skárri. Þar sem kemur saman hópur af kappsömum íþróttamönnum þá verða eðlilega árekstrar en auðvitað koma öðruvísi mál hjá stelpunum. Ég hef þjálfað stelpur áður og veit út í hvað ég er að fara. Ég kvíði því ekki. Að sjálfsögðu þarf samt alltaf að vera á tánum, sama hvort maður er að þjálfa stelpur eða stráka,“ segir Freyr en er eitthvað sérstaklega erfitt við að þjálfa stelpur? „Að þjálfa stelpur í þessum gæðaflokki og alvöru íþróttamenn, karlmenn, það er enginn munur. Það koma upp sömu vandamál. Leikmenn eru óánægðir ef þeir fá ekki að spila og það er eðlilegt vandamál. Ég get því ekki bent á neitt sérstakt ef ég á að vera heiðarlegur.“ Freyr segist ekki leggja neina sérstaka áherslu á að vera með konu sem aðstoðarmann en hann mun þó nýta sér krafta Elísabetar Gunnarsdóttur. „Elísabet er eina konan sem kemur til greina. Hvort sem hún verður aðstoðarmaður eða ekki þá mun hún koma á einhvern hátt að liðinu.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Samningur Freys við KSÍ nær fram yfir lokakeppni HM 2015 sem fram fer í Kanada. Fyrsta verkefni Freys með liðið er leikur í undankeppninni gegn Sviss á Laugardalsvelli þann 26. september. Freyr er ekki búinn að finna sér aðstoðarþjálfara og líklega verður Heimir Hallgrímsson, aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, við hlið Freys í leiknum gegn Sviss. „KSÍ hafði samband við Leikni fyrir síðustu helgi en þeir leyfðu mér að klára leikinn á laugardag áður en talað var við mig. Það gerðist ekki fyrr en á sunnudaginn,“ segir Freyr en hann er þjálfari karlaliðs Leiknis í 1. deildinni. Hann er ekki ókunnugur kvennaboltanum enda var hann þjálfari kvennaliðs Vals og vann með því fimm stóra titla. „Það var ýmislegt sem ég þurfti að skoða áður en ég skrifaði undir. Fyrst og fremst með Leikni og svo í vinnunni minni í Steypustöðinni. Svo þurfti að ræða við fjölskylduna og athuga hvort þetta myndi allt ganga upp,“ segir Freyr en hann mun halda áfram að þjálfa Leiknisliðið. „Ég varð strax spenntur fyrir starfinu. Mér finnst þetta áhugavert starf og gott tækifæri fyrir mig.“ Kvennalandsliðið hefur verið á stöðugri uppleið undir stjórn Sigurðar Ragnars og komst til að mynda í átta liða úrslit á EM. Hvernig sér Freyr fyrir sér framtíð liðsins? „Mér finnst liðið enn vera á fínum aldri. Auðvitað eru þarna leikmenn sem eru búnir að spila í sjö ár og mér finnst þær flestar vera nægilega góðar til þess að spila áfram. Við þurfum að halda áfram að byggja við það sem Siggi og hans fólk gerði mjög vel,“ segir Freyr. Nýju fólki fylgja oft breytingar. Hvaða breytingum má búast við hjá Frey? „Það væri glórulaust að kúvenda liðinu fyrir næsta leik sem er handan við hornið. Að sjálfsögðu munu einhver ný andlit koma inn og svo á ég eftir að ræða við leikmenn. Ég vil breyta um leikstíl að einhverju leyti en hvenær ég get gert það verður að koma í ljós. Ég er hrifinn af góðu kantspili og við eigum leikmenn í það. Ég vil líka spila góðan varnarleik enda vinna lið ekki neitt nema spila almennilegan varnarleik. Liðið verður vel skipulagt og svo erum við með það góða sóknarmenn að við eigum að geta sótt af afli og einfaldur, kraftmikill sóknarleikur á að geta skilað okkur stigum.“Mynd/DaníelFreyr þjálfaði Valsliðið um tíma með Elísabetu Gunnarsdóttur. Elísabet sagði í viðtali á dögunum að það væri erfitt að þjálfa konur þar sem þær kynnu að búa til dramatík. „Ég er að þjálfa karlalið í Breiðholtinu og þeir eru ekkert skárri. Þar sem kemur saman hópur af kappsömum íþróttamönnum þá verða eðlilega árekstrar en auðvitað koma öðruvísi mál hjá stelpunum. Ég hef þjálfað stelpur áður og veit út í hvað ég er að fara. Ég kvíði því ekki. Að sjálfsögðu þarf samt alltaf að vera á tánum, sama hvort maður er að þjálfa stelpur eða stráka,“ segir Freyr en er eitthvað sérstaklega erfitt við að þjálfa stelpur? „Að þjálfa stelpur í þessum gæðaflokki og alvöru íþróttamenn, karlmenn, það er enginn munur. Það koma upp sömu vandamál. Leikmenn eru óánægðir ef þeir fá ekki að spila og það er eðlilegt vandamál. Ég get því ekki bent á neitt sérstakt ef ég á að vera heiðarlegur.“ Freyr segist ekki leggja neina sérstaka áherslu á að vera með konu sem aðstoðarmann en hann mun þó nýta sér krafta Elísabetar Gunnarsdóttur. „Elísabet er eina konan sem kemur til greina. Hvort sem hún verður aðstoðarmaður eða ekki þá mun hún koma á einhvern hátt að liðinu.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira