Á leið vestur um haf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2013 06:00 Grafarvogsbúinn uppaldi er þegar orðinn lykilmaður í íslenska landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur. Fréttablaðið/Stefán Íshokkí Landsliðsmaður Íslands í íshokkí, Björn Róbert Sigurðarson, mun leika með liði Aberdeen Wings í NAHL-deildinni í Bandaríkjunum í vetur. Björn Róbert, sem er fæddur árið 1994, segist hafa fengið fyrirspurnir eftir HM 20 ára landsliða í vetur. Flestar þeirra hafi komið frá Kanada. „Ég var upprunalega á leiðinni í æfingabúðir í Kanada en fór einnig í æfingabúðir hjá Aberdeen Wings. Mér leist mjög vel á þjálfarann og liðið og úr varð að ég tók tilboði þeirra,“ segir Björn Róbert. Um áttatíu leikmenn spreyttu sig hjá Aberdeen Wings en svo fór að aðeins einum var boðinn samningur, Birni Róberti. „Það má ekki greiða okkur fyrir að spila en félagið greiðir allan námskostnað og uppihald,“ segir Björn Róbert um samning sinn við félagið. Félagið er staðsett í bænum Aberdeen, sem er í Suður-Dakóta um 400 kílómetra vestur af Minneapolis. „Það búa um 30 þúsund manns í bænum en hokkíliðið er aðallið bæjarins,“ segir Björn Róbert. Um tvö þúsund manns mæta á heimaleiki liðsins. Björn Róbert lék með Hvidövre í Danmörku á síðasta ári en færir sig nú vestur um haf. Hann segist stefna á að komast að hjá háskólaliði vestanhafs í framhaldinu. Hann mun stunda nám í Aberdeen samhliða íshokkíiðkun sinni. „Ég er mjög spenntur og hlakka mikið til að takast á við þetta. Ég met möguleika mína góða hjá liðinu og líst vel á þjálfarann,“ segir Björn Róbert. Hann segir NAHL-deildina eina elstu og öflugustu ungmennadeildina vestanhafs með 24 félög víðs vegar um Bandaríkin. Björn Róbert, sem er framherji, stefnir á nám í tölvunarfræði eða viðskipafræði ytra. Íþróttir Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Sjá meira
Íshokkí Landsliðsmaður Íslands í íshokkí, Björn Róbert Sigurðarson, mun leika með liði Aberdeen Wings í NAHL-deildinni í Bandaríkjunum í vetur. Björn Róbert, sem er fæddur árið 1994, segist hafa fengið fyrirspurnir eftir HM 20 ára landsliða í vetur. Flestar þeirra hafi komið frá Kanada. „Ég var upprunalega á leiðinni í æfingabúðir í Kanada en fór einnig í æfingabúðir hjá Aberdeen Wings. Mér leist mjög vel á þjálfarann og liðið og úr varð að ég tók tilboði þeirra,“ segir Björn Róbert. Um áttatíu leikmenn spreyttu sig hjá Aberdeen Wings en svo fór að aðeins einum var boðinn samningur, Birni Róberti. „Það má ekki greiða okkur fyrir að spila en félagið greiðir allan námskostnað og uppihald,“ segir Björn Róbert um samning sinn við félagið. Félagið er staðsett í bænum Aberdeen, sem er í Suður-Dakóta um 400 kílómetra vestur af Minneapolis. „Það búa um 30 þúsund manns í bænum en hokkíliðið er aðallið bæjarins,“ segir Björn Róbert. Um tvö þúsund manns mæta á heimaleiki liðsins. Björn Róbert lék með Hvidövre í Danmörku á síðasta ári en færir sig nú vestur um haf. Hann segist stefna á að komast að hjá háskólaliði vestanhafs í framhaldinu. Hann mun stunda nám í Aberdeen samhliða íshokkíiðkun sinni. „Ég er mjög spenntur og hlakka mikið til að takast á við þetta. Ég met möguleika mína góða hjá liðinu og líst vel á þjálfarann,“ segir Björn Róbert. Hann segir NAHL-deildina eina elstu og öflugustu ungmennadeildina vestanhafs með 24 félög víðs vegar um Bandaríkin. Björn Róbert, sem er framherji, stefnir á nám í tölvunarfræði eða viðskipafræði ytra.
Íþróttir Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Sjá meira