Á leið vestur um haf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2013 06:00 Grafarvogsbúinn uppaldi er þegar orðinn lykilmaður í íslenska landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur. Fréttablaðið/Stefán Íshokkí Landsliðsmaður Íslands í íshokkí, Björn Róbert Sigurðarson, mun leika með liði Aberdeen Wings í NAHL-deildinni í Bandaríkjunum í vetur. Björn Róbert, sem er fæddur árið 1994, segist hafa fengið fyrirspurnir eftir HM 20 ára landsliða í vetur. Flestar þeirra hafi komið frá Kanada. „Ég var upprunalega á leiðinni í æfingabúðir í Kanada en fór einnig í æfingabúðir hjá Aberdeen Wings. Mér leist mjög vel á þjálfarann og liðið og úr varð að ég tók tilboði þeirra,“ segir Björn Róbert. Um áttatíu leikmenn spreyttu sig hjá Aberdeen Wings en svo fór að aðeins einum var boðinn samningur, Birni Róberti. „Það má ekki greiða okkur fyrir að spila en félagið greiðir allan námskostnað og uppihald,“ segir Björn Róbert um samning sinn við félagið. Félagið er staðsett í bænum Aberdeen, sem er í Suður-Dakóta um 400 kílómetra vestur af Minneapolis. „Það búa um 30 þúsund manns í bænum en hokkíliðið er aðallið bæjarins,“ segir Björn Róbert. Um tvö þúsund manns mæta á heimaleiki liðsins. Björn Róbert lék með Hvidövre í Danmörku á síðasta ári en færir sig nú vestur um haf. Hann segist stefna á að komast að hjá háskólaliði vestanhafs í framhaldinu. Hann mun stunda nám í Aberdeen samhliða íshokkíiðkun sinni. „Ég er mjög spenntur og hlakka mikið til að takast á við þetta. Ég met möguleika mína góða hjá liðinu og líst vel á þjálfarann,“ segir Björn Róbert. Hann segir NAHL-deildina eina elstu og öflugustu ungmennadeildina vestanhafs með 24 félög víðs vegar um Bandaríkin. Björn Róbert, sem er framherji, stefnir á nám í tölvunarfræði eða viðskipafræði ytra. Íþróttir Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira
Íshokkí Landsliðsmaður Íslands í íshokkí, Björn Róbert Sigurðarson, mun leika með liði Aberdeen Wings í NAHL-deildinni í Bandaríkjunum í vetur. Björn Róbert, sem er fæddur árið 1994, segist hafa fengið fyrirspurnir eftir HM 20 ára landsliða í vetur. Flestar þeirra hafi komið frá Kanada. „Ég var upprunalega á leiðinni í æfingabúðir í Kanada en fór einnig í æfingabúðir hjá Aberdeen Wings. Mér leist mjög vel á þjálfarann og liðið og úr varð að ég tók tilboði þeirra,“ segir Björn Róbert. Um áttatíu leikmenn spreyttu sig hjá Aberdeen Wings en svo fór að aðeins einum var boðinn samningur, Birni Róberti. „Það má ekki greiða okkur fyrir að spila en félagið greiðir allan námskostnað og uppihald,“ segir Björn Róbert um samning sinn við félagið. Félagið er staðsett í bænum Aberdeen, sem er í Suður-Dakóta um 400 kílómetra vestur af Minneapolis. „Það búa um 30 þúsund manns í bænum en hokkíliðið er aðallið bæjarins,“ segir Björn Róbert. Um tvö þúsund manns mæta á heimaleiki liðsins. Björn Róbert lék með Hvidövre í Danmörku á síðasta ári en færir sig nú vestur um haf. Hann segist stefna á að komast að hjá háskólaliði vestanhafs í framhaldinu. Hann mun stunda nám í Aberdeen samhliða íshokkíiðkun sinni. „Ég er mjög spenntur og hlakka mikið til að takast á við þetta. Ég met möguleika mína góða hjá liðinu og líst vel á þjálfarann,“ segir Björn Róbert. Hann segir NAHL-deildina eina elstu og öflugustu ungmennadeildina vestanhafs með 24 félög víðs vegar um Bandaríkin. Björn Róbert, sem er framherji, stefnir á nám í tölvunarfræði eða viðskipafræði ytra.
Íþróttir Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira