Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, hefur boðað blaðamenn á sinn fund í dag þar sem hann tilkynnir landshóp sinn fyrir vináttuleik á móti Færeyjum á Laugardalsvellinum í næstu viku.
Þetta er síðasti undirbúningsleikur Íslands fyrir fjóra síðustu leiki liðsins í undankeppni HM. Einhverjir leikmenn úr Pepsi-deildinni fá mögulega tækifæri í þessum leik, enda í mun betra leikformi en flestir atvinnumannanna.
Í síðustu hópum Lars hafa aðeins markverðir liðsins verið að spila á Íslandi en það gæti breyst núna.
Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um þrjú sæti á nýjasta styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í gær og er nú í 70. sæti listans.
Liðið mætir svo Sviss og Noregi á útivelli og Albaníu og Kýpur á heimavelli í undankeppni HM 2014 í haust.
Lagerbäck tilkynnir Færeyjahópinn í dag
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti

Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport



Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík
Íslenski boltinn

