
Gleðilega hátíð!
Breytingarnar áttu sér ekki stað í gamla daga og þær komu ekki af sjálfu sér. Þvert á móti hafa þær verið að eiga sér stað á undanförnum mánuðum, misserum, árum og áratugum. Heiðurinn af breytingunum á að fara óskiptur til þess hugrakka og sterka fólks sem gegnum tíðina hefur verið það sjálft, talað upphátt, staðið á sínu og hvert með öðru. Fólkið sem þoldi mótlæti og óþverraskap í daglegu lífi, bæði frá ókunnugum og nákomnum, fyrir það eitt að vera það sjálft. Fólkið sem upplýsti og sannfærði samfélagið um mikilvægi sjálfsagðra mannréttinda.
Um leið og við Íslendingar megum vera stolt og glöð yfir okkar fjölbreytta samfélagi verðum við að halda áfram. Við verðum að vinna í þeim úreltu viðhorfum sem enn fyrirfinnast í menningunni okkar. Við verðum að brjóta upp staðalmyndir um hefðbundin kynhlutverk, um áhugamál stelpna og stráka, um útlit, kynhegðun og allt hitt sem við ýmist eigum eða eigum ekki að tileinka okkur til að falla í hópinn.
Hinsegin dagar eiga að vera okkur hvatning til að breyta alla hina daga ársins. Reykjavíkurborg getur lagt enn ríkari áherslu á að efla sjálfstæði og gagnrýna hugsun hjá börnum og unglingum, hún getur lagt ríkari áherslu á jöfn tækifæri sem vinnuveitandi og hún getur tryggt fordómalausa og góða þjónustu við alla borgarbúa. Þannig á það að vera og sem borgarfulltrúi heiti ég að beita mér fyrir því.
Í stað þess að eltast við úr sér gengnar staðalmyndir um hvítar gagnkynhneigðar vísitölufjölskyldur sem hámark hamingjunnar skulum við gleðjast yfir fjölbreytileikanum. Takmarkið hlýtur að vera hamingja, sátt og samlyndi, að fólk megi vera eins og það vill og með þeim sem það vill – að það virði og skilji þarfir og mörk hvers annars og njóti þess að vera til.
Skoðun

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Með skynsemina að vopni
Anton Guðmundsson skrifar

Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna?
Grímur Atlason skrifar

Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar
Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish
Jón Kaldal skrifar