Strámaður á Sprengisandi Þorsteinn Víglundsson skrifar 3. júlí 2013 07:30 Forsætisráðherra var í viðtali á Sprengisandi síðastliðinn laugardag. Margt kom þar fram sem tekið er undir. Ráðherra ræddi mikilvægi þess að auka fjárfestingar og nauðsyn þess að efla verðmætasköpun í atvinnulífinu. Hann sagði mikilvægt að fyrirhugaðar breytingar á sköttum hvetji fyrirtækin til að ráða fólk til starfa. Þannig geti kaupmáttur launa aukist og lífskjör batnað. Undir þetta taka Samtök atvinnulífsins. Einnig um nauðsyn þess að taka á hallarekstri ríkissjóðs og áhyggjur forsætisráðherra um kostnað ríkisins vegna loforða stjórnmálamanna sem ekki hafa enn verið uppfyllt. Gagnrýni SA á þingsályktun um skuldavanda heimila byggir einmitt á áhyggjum af áhrifum fyrirhugaðra aðgerða á efnahagslífið. Í umsögn SA er fjallað um óviðunandi sveiflur sem um langa hríð hafa einkennt efnahagslífið og valda aftur og aftur heimilum og fyrirtækjum miklum búsifjum. Sterkustu varnaðarorðin varða síðan afleiðingar þess að almenn höfuðstólslækkun íbúðalána verði á kostnað ríkissjóðs. Forsætisráðherra sakaði SA um tvískinnung. Þau væru á móti almennri lækkun íbúðaskulda heimila en kölluðu eftir slíku fyrir fyrirtækin. SA og aðildarfélögin stóðu ásamt stjórnvöldum að lausn fyrir fyrirtæki sem kölluð var Beina brautin. Byggt var á því að bankarnir skoðuðu stöðu fyrirtækja sem ekki gátu staðið undir lánum sínum. Skuldir gátu lækkað og reynt var að koma málum þannig fyrir að reksturinn gæti staðið undir skuldunum. Ekki gátu öll fyrirtæki fengið þessa leiðréttingu, mörg urðu gjaldþrota og margir eigendur fyrirtækja töpuðu hlutafé sínu. Samtök atvinnulífsins hafa aldrei kallað eftir almennri lækkun á skuldum fyrirtækja, hvað þá á kostnað ríkissjóðs. Einstök fyrirtæki hafa höfðað mál, og jafnvel unnið þau, um að tilteknar lánveitingar hafi verið andstæðar lögum eða ekki staðist af öðrum ástæðum. Þetta hafa einstaklingar einnig gert og þar m.a. komið í ljós að fjöldi gengistryggðra lána stóðst ekki lög. Það felst engin sanngirni í að gagnrýna að einstaklingar og fyrirtæki sæki rétt sinn fyrir dómstólum. SA telja mikilvægt að benda stjórnvöldum á hverjum tíma á það sem betur má fara í tillögum og lagafrumvörpum. Þá er mikilvægt að þeir sem gagnrýnin beinist að beiti ekki aðferð þar „sem búinn er til gerviandstæðingur og svo ráðist á hann, enda strámaðurinn auðveldari viðureignar en hinn raunverulegi andstæðingur“, svo vitnað sé til forsætisráðherra á heimasíðu hans 2. júní. Samtök atvinnulífsins eru reiðubúin til mikils og náins samstarfs við stjórnvöld og minna á að vinur er sá sem til vamms segir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra var í viðtali á Sprengisandi síðastliðinn laugardag. Margt kom þar fram sem tekið er undir. Ráðherra ræddi mikilvægi þess að auka fjárfestingar og nauðsyn þess að efla verðmætasköpun í atvinnulífinu. Hann sagði mikilvægt að fyrirhugaðar breytingar á sköttum hvetji fyrirtækin til að ráða fólk til starfa. Þannig geti kaupmáttur launa aukist og lífskjör batnað. Undir þetta taka Samtök atvinnulífsins. Einnig um nauðsyn þess að taka á hallarekstri ríkissjóðs og áhyggjur forsætisráðherra um kostnað ríkisins vegna loforða stjórnmálamanna sem ekki hafa enn verið uppfyllt. Gagnrýni SA á þingsályktun um skuldavanda heimila byggir einmitt á áhyggjum af áhrifum fyrirhugaðra aðgerða á efnahagslífið. Í umsögn SA er fjallað um óviðunandi sveiflur sem um langa hríð hafa einkennt efnahagslífið og valda aftur og aftur heimilum og fyrirtækjum miklum búsifjum. Sterkustu varnaðarorðin varða síðan afleiðingar þess að almenn höfuðstólslækkun íbúðalána verði á kostnað ríkissjóðs. Forsætisráðherra sakaði SA um tvískinnung. Þau væru á móti almennri lækkun íbúðaskulda heimila en kölluðu eftir slíku fyrir fyrirtækin. SA og aðildarfélögin stóðu ásamt stjórnvöldum að lausn fyrir fyrirtæki sem kölluð var Beina brautin. Byggt var á því að bankarnir skoðuðu stöðu fyrirtækja sem ekki gátu staðið undir lánum sínum. Skuldir gátu lækkað og reynt var að koma málum þannig fyrir að reksturinn gæti staðið undir skuldunum. Ekki gátu öll fyrirtæki fengið þessa leiðréttingu, mörg urðu gjaldþrota og margir eigendur fyrirtækja töpuðu hlutafé sínu. Samtök atvinnulífsins hafa aldrei kallað eftir almennri lækkun á skuldum fyrirtækja, hvað þá á kostnað ríkissjóðs. Einstök fyrirtæki hafa höfðað mál, og jafnvel unnið þau, um að tilteknar lánveitingar hafi verið andstæðar lögum eða ekki staðist af öðrum ástæðum. Þetta hafa einstaklingar einnig gert og þar m.a. komið í ljós að fjöldi gengistryggðra lána stóðst ekki lög. Það felst engin sanngirni í að gagnrýna að einstaklingar og fyrirtæki sæki rétt sinn fyrir dómstólum. SA telja mikilvægt að benda stjórnvöldum á hverjum tíma á það sem betur má fara í tillögum og lagafrumvörpum. Þá er mikilvægt að þeir sem gagnrýnin beinist að beiti ekki aðferð þar „sem búinn er til gerviandstæðingur og svo ráðist á hann, enda strámaðurinn auðveldari viðureignar en hinn raunverulegi andstæðingur“, svo vitnað sé til forsætisráðherra á heimasíðu hans 2. júní. Samtök atvinnulífsins eru reiðubúin til mikils og náins samstarfs við stjórnvöld og minna á að vinur er sá sem til vamms segir.
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar