Ríkari en Norðmenn? Jón Steinsson skrifar 6. júní 2013 08:49 Hugarfar margra á Íslandi fram á síðustu ár hefur verið að ágóðinn af nýtingu orkuauðlinda þjóðarinnar sé að mestu fólginn í þeim störfum sem skapast við byggingu virkjana og álvera. Þetta er afskaplega kostnaðarsamur misskilningur. Þessi hugsunarháttur er eins og ef Norðmenn seldu olíuna á kostnaðarverði einungis til þess að fá að byggja olíuborpallana. Ef sá hugsunarháttur væri ríkjandi í Noregi væru Norðmenn mun fátækari en þeir eru í dag. Að sama skapi, ef hugsunarháttur okkar Íslendinga gagnvart orkuauðlindum þjóðarinnar breytist, getum við orðið mun efnaðri en við erum í dag. Hinn stóri ágóði þegar kemur að orkuauðlindum þjóðarinnar er salan á orkunni. Þar liggja stóru peningarnir. En er ekki einum of mikið að vera að líkja orkuauðlindum Íslendinga við olíuauð Norðmanna? Nei. Stærðargráðan er ekki ósvipuð, að minnsta kosti ef mark er takandi á Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar. Hörður sagði nýlega að hann teldi raunhæft að hagnaður Landsvirkjunar gæti numið 100 ma.kr. árlega eftir 15 til 20 ár. Það eru u.þ.b. 6% af VLF, sem er svipað hlutfall og Norðmenn eru að taka út úr olíusjóðnum þar í landi árlega.Viðskiptasjónarmið Þessi ágóði byggist hins vegar á því að við seljum orkuna dýrt. Til þess að svo megi vera þarf að tryggja að viðskiptasjónarmið ráði því hverjum Landsvirkjun selur orkuna. Fram að þessu hafa stjórnmálamenn allt of oft sett þrýsting á Landsvirkjun að selja orku í ákveðin verkefni. Slíkur þrýstingur grefur undan samningsstöðu Landsvirkjunar og leiðir því til lægra orkuverðs en ella. Það sem gerist við slíkt er að auðlindaarðurinn rennur til erlendra álfyrirtækja í stað þess að renna til okkar Íslendinga. Freistingin er sterk fyrir stjórnmálamenn sem þurfa að ná kjöri fjórða hvert ár að þrýsta á um ákveðin verkefni í mikilvægum kjördæmum. En kostnaðurinn af slæmum samningum til 30 ára við risastórt álver er óheyrilegur. Almenningur þarf að veita stjórnmálamönnum stíft aðhald hvað þetta varðar. Líklega væri best að það væri algjörlega tabú fyrir stjórnmálamenn að beita Landsvirkjun þrýstingi varðandi það hverjum hún selur orku. Þannig væri best tryggt að viðskiptaleg sjónarmið ráði ríkjum við sölu á orku. Í dag hefur myndast sterk hefð á Íslandi fyrir því að ráðherra fylgi aflareglu varðandi úthlutun á þorskkvóta. Fyrir tíma aflareglunnar létu ráðherrar freistast ár eftir ár að úthluta of miklum kvóta og þorskstofninn minnkaði og minnkaði. Sú sóun var líka óheyrileg. En á þeim vettvangi hefur okkur tekist að koma böndum á freistni stjórnmálamanna. Vonandi tekst okkur það líka þegar kemur að orkuauðlindunum. Ef það tekst getum við ef til vill orðið ríkari en Norðmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Hugarfar margra á Íslandi fram á síðustu ár hefur verið að ágóðinn af nýtingu orkuauðlinda þjóðarinnar sé að mestu fólginn í þeim störfum sem skapast við byggingu virkjana og álvera. Þetta er afskaplega kostnaðarsamur misskilningur. Þessi hugsunarháttur er eins og ef Norðmenn seldu olíuna á kostnaðarverði einungis til þess að fá að byggja olíuborpallana. Ef sá hugsunarháttur væri ríkjandi í Noregi væru Norðmenn mun fátækari en þeir eru í dag. Að sama skapi, ef hugsunarháttur okkar Íslendinga gagnvart orkuauðlindum þjóðarinnar breytist, getum við orðið mun efnaðri en við erum í dag. Hinn stóri ágóði þegar kemur að orkuauðlindum þjóðarinnar er salan á orkunni. Þar liggja stóru peningarnir. En er ekki einum of mikið að vera að líkja orkuauðlindum Íslendinga við olíuauð Norðmanna? Nei. Stærðargráðan er ekki ósvipuð, að minnsta kosti ef mark er takandi á Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar. Hörður sagði nýlega að hann teldi raunhæft að hagnaður Landsvirkjunar gæti numið 100 ma.kr. árlega eftir 15 til 20 ár. Það eru u.þ.b. 6% af VLF, sem er svipað hlutfall og Norðmenn eru að taka út úr olíusjóðnum þar í landi árlega.Viðskiptasjónarmið Þessi ágóði byggist hins vegar á því að við seljum orkuna dýrt. Til þess að svo megi vera þarf að tryggja að viðskiptasjónarmið ráði því hverjum Landsvirkjun selur orkuna. Fram að þessu hafa stjórnmálamenn allt of oft sett þrýsting á Landsvirkjun að selja orku í ákveðin verkefni. Slíkur þrýstingur grefur undan samningsstöðu Landsvirkjunar og leiðir því til lægra orkuverðs en ella. Það sem gerist við slíkt er að auðlindaarðurinn rennur til erlendra álfyrirtækja í stað þess að renna til okkar Íslendinga. Freistingin er sterk fyrir stjórnmálamenn sem þurfa að ná kjöri fjórða hvert ár að þrýsta á um ákveðin verkefni í mikilvægum kjördæmum. En kostnaðurinn af slæmum samningum til 30 ára við risastórt álver er óheyrilegur. Almenningur þarf að veita stjórnmálamönnum stíft aðhald hvað þetta varðar. Líklega væri best að það væri algjörlega tabú fyrir stjórnmálamenn að beita Landsvirkjun þrýstingi varðandi það hverjum hún selur orku. Þannig væri best tryggt að viðskiptaleg sjónarmið ráði ríkjum við sölu á orku. Í dag hefur myndast sterk hefð á Íslandi fyrir því að ráðherra fylgi aflareglu varðandi úthlutun á þorskkvóta. Fyrir tíma aflareglunnar létu ráðherrar freistast ár eftir ár að úthluta of miklum kvóta og þorskstofninn minnkaði og minnkaði. Sú sóun var líka óheyrileg. En á þeim vettvangi hefur okkur tekist að koma böndum á freistni stjórnmálamanna. Vonandi tekst okkur það líka þegar kemur að orkuauðlindunum. Ef það tekst getum við ef til vill orðið ríkari en Norðmenn.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun