Veit forsætisráðherra ekki betur? Jón Steinsson skrifar 30. maí 2013 07:00 Þorbjörn Þórðarson fréttamaður spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra út í veiðigjaldið í Íslandi í dag á dögunum. Sigmundur Davíð svaraði á þessa leið: „Eins og kemur fram í stjórnarsáttmála þá verður áframhaldandi gjaldtaka en munurinn verður sá að gjaldtakan verður til þess fallin að halda litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum gangandi.“ Þessi ummæli eiga að vera rök fyrir því að breyta sérstöku veiðigjaldi þannig að það verði skattur á hagnað hvers fyrirtækis í stað þess að vera gjald á þorskígildi sem ákvarðast af afkomu greinarinnar í heild. En ef tilgangurinn væri að hlífa litlum fyrirtækjum væri mun auðveldara að lækka gjaldið á fyrstu nokkur hundruð þorskígildistonn hvers fyrirtækis. Ákvæði um slíkt er meira að segja að finna í núgildandi lögum. Einungis þyrfti að hækka afsláttinn. Getur verið að raunverulegur tilgangur þess að breyta veiðigjaldinu sé allt annar en að hlífa litlum fyrirtækjum? Getur verið að tilgangurinn sé að haga gjaldtökunni þannig að fyrirtæki í greininni eigi auðveldara með að koma sér hjá því að greiða gjaldið? Þorbjörn fréttamaður spurði Sigmund Davíð einnig út í þetta atriði. Sigmundur svaraði: „Þú tekur ekki peninga út úr fyrirtæki öðruvísi en að það sé hagnaður. Og þá greiðir þú af því skatt.“ Ekkert heilagt Er þetta svona einfalt? Hár skattur á hagnað veitir eigendum fyrirtækja sterka hvata til þess að „taka fé út úr fyrirtækjum sínum“ í formi hlunninda sem þeir geta talið sem rekstrarkostnað. Hjá stærri fyrirtækjum þarf hins vegar stórtækari aðferðir en risnu og annað í þeim dúr til þess að ná verulegu fé út úr fyrirtækinu. Eigendur slíkra fyrirtækja geta hins vegar látið fyrirtækin taka lán á háum vöxtum frá tengdum aðilum. Þannig er fé tekið út úr fyrirtækinu í formi óeðlilegra vaxtagreiðslna til tengdra aðila og enginn skattur greiddur. Leikfimi af þessum toga er auðvitað strangt til tekið ólögleg. En það er erfitt að sanna lögbrot af þessum toga og öllum er ljóst að yfirvöld skella skollaeyrum hvað þetta varðar. Mikilvægur kostur við útfærslu núverandi veiðigjalds er að frá sjónarhóli hvers fyrirtækis er lítið sem þau geta gert til þess að koma sér undan gjaldinu (þar sem það ákvarðast af afkomu greinarinnar). Þetta lágmarkar neikvæð áhrif veiðigjaldsins á hegðun sjávarútvegsfyrirtækja. Í flestum tilfellum er Sjálfstæðismönnum mjög umhugað um að lágmarka skekkjandi áhrif skatta. En í þessu tilfelli virðast þeir þvert á móti vilja auka þau til muna og þannig draga úr hagkvæmni í greininni. Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldinu eru síðan sérstaklega athyglisverðar í ljósi þess að það málamyndaveiðigjald sem fyrri ríkisstjórn þessara flokka setti á fyrir um áratug var ekki lagt á hagnað hvers fyrirtækis einmitt af þeim ástæðum sem raktar eru hér að ofan. En núverandi stjórnvöldum virðist ekkert heilagt þegar kemur að því að hygla útgerðarmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Þorbjörn Þórðarson fréttamaður spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra út í veiðigjaldið í Íslandi í dag á dögunum. Sigmundur Davíð svaraði á þessa leið: „Eins og kemur fram í stjórnarsáttmála þá verður áframhaldandi gjaldtaka en munurinn verður sá að gjaldtakan verður til þess fallin að halda litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum gangandi.“ Þessi ummæli eiga að vera rök fyrir því að breyta sérstöku veiðigjaldi þannig að það verði skattur á hagnað hvers fyrirtækis í stað þess að vera gjald á þorskígildi sem ákvarðast af afkomu greinarinnar í heild. En ef tilgangurinn væri að hlífa litlum fyrirtækjum væri mun auðveldara að lækka gjaldið á fyrstu nokkur hundruð þorskígildistonn hvers fyrirtækis. Ákvæði um slíkt er meira að segja að finna í núgildandi lögum. Einungis þyrfti að hækka afsláttinn. Getur verið að raunverulegur tilgangur þess að breyta veiðigjaldinu sé allt annar en að hlífa litlum fyrirtækjum? Getur verið að tilgangurinn sé að haga gjaldtökunni þannig að fyrirtæki í greininni eigi auðveldara með að koma sér hjá því að greiða gjaldið? Þorbjörn fréttamaður spurði Sigmund Davíð einnig út í þetta atriði. Sigmundur svaraði: „Þú tekur ekki peninga út úr fyrirtæki öðruvísi en að það sé hagnaður. Og þá greiðir þú af því skatt.“ Ekkert heilagt Er þetta svona einfalt? Hár skattur á hagnað veitir eigendum fyrirtækja sterka hvata til þess að „taka fé út úr fyrirtækjum sínum“ í formi hlunninda sem þeir geta talið sem rekstrarkostnað. Hjá stærri fyrirtækjum þarf hins vegar stórtækari aðferðir en risnu og annað í þeim dúr til þess að ná verulegu fé út úr fyrirtækinu. Eigendur slíkra fyrirtækja geta hins vegar látið fyrirtækin taka lán á háum vöxtum frá tengdum aðilum. Þannig er fé tekið út úr fyrirtækinu í formi óeðlilegra vaxtagreiðslna til tengdra aðila og enginn skattur greiddur. Leikfimi af þessum toga er auðvitað strangt til tekið ólögleg. En það er erfitt að sanna lögbrot af þessum toga og öllum er ljóst að yfirvöld skella skollaeyrum hvað þetta varðar. Mikilvægur kostur við útfærslu núverandi veiðigjalds er að frá sjónarhóli hvers fyrirtækis er lítið sem þau geta gert til þess að koma sér undan gjaldinu (þar sem það ákvarðast af afkomu greinarinnar). Þetta lágmarkar neikvæð áhrif veiðigjaldsins á hegðun sjávarútvegsfyrirtækja. Í flestum tilfellum er Sjálfstæðismönnum mjög umhugað um að lágmarka skekkjandi áhrif skatta. En í þessu tilfelli virðast þeir þvert á móti vilja auka þau til muna og þannig draga úr hagkvæmni í greininni. Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldinu eru síðan sérstaklega athyglisverðar í ljósi þess að það málamyndaveiðigjald sem fyrri ríkisstjórn þessara flokka setti á fyrir um áratug var ekki lagt á hagnað hvers fyrirtækis einmitt af þeim ástæðum sem raktar eru hér að ofan. En núverandi stjórnvöldum virðist ekkert heilagt þegar kemur að því að hygla útgerðarmönnum.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun