Aflahrotan Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. mars 2013 06:00 Ferðamönnum sem koma til Íslands hefur fjölgað um nærri 40% undanfarin tvö ár. Haldi fjölgunin áfram með sama hraða verða ferðamennirnir ein milljón eftir önnur tvö ár. Í vertíðar- og veiðimannahugsunarhætti okkar Íslendinga er rík tilhneiging til að líta á gosið í Eyjafjallajökli, sem vakti athygli á landinu um allan heim, sem fágætan hvalreka og ferðamannaholskefluna sem dásamlega aflahrotu. Enda berast ýmsar fréttir þessa dagana af „gullæði“ í ferðaþjónustu þar sem sem flestir vilja krækja sér í sneið af þessari köku. Eina slíka sagði Fréttablaðið á mánudaginn; að mörg hundruð ólöglegar íbúðir væru nú í útleigu til ferðamanna. Þess eru mörg dæmi að atvinnulausir leigi út íbúðirnar sínar til ferðamanna og gefi tekjurnar ekki upp til skatts. Vöxtur ferðaþjónustunnar er vissulega heilmikil búbót. En okkur sárvantar heildstæða stefnu um hvernig á að taka á móti milljón ferðamönnum, hvað þá einhverjum hundruðum þúsunda í viðbót. Margar náttúruperlur eru þegar farnar að láta á sjá vegna ágangs ferðamanna. Fimm hundruð milljónir sem Alþingi hefur veitt til uppbyggingar á ferðamannastöðum eru bara dropi í hafið og duga hvergi til að bæta aðstöðuna fyrir allt þetta fólk. Stjórnvöld virðast ekki ráða við að taka einfalda ákvörðun sem myndi víða leysa úr þessu; að rukka fólk um aðgangseyri. Það myndi bæði tempra ferðamannafjöldann og afla tekna til að gera göngustíga, merkingar, bílastæði, salerni og allt hitt sem vantar. Þetta vefst ekki fyrir einkafyrirtækinu Bláa lóninu; þar verða menn rukkaðir um 6.600 krónur fyrir að fara ofan í og um 1.600 krónur fyrir að fara ekki ofan í. Stjórnmálamenn þora ekki að leggja til að fólk verði rukkað um þúsundkall fyrir að horfa á Geysi. Samgöngumannvirki geta víða ekki tekið við svona mörgu fólki. Mbl.is sagði í vikunni fréttir af þrengslum og troðningi á Þingvöllum og þjóðgarðsvörðurinn boðar „öngþveiti“ í sumar. Hann fær enga peninga til að bæta aðgengi að þjóðgarðinum. Leifsstöð er sprungin einu sinni enn og undirlögð í framkvæmdum. Á Reykjavíkurflugvelli er engin flugstöð, bara braggalaga hneyksli. Víða úti um land ráða vegirnir ekki við stóraukna umferð langferðabíla. Í því samhengi verða til dæmis Vaðlaheiðargöng enn galnari framkvæmd. Það er frábært að tekizt hafi að fjölga vetrarferðamönnum og dreifa þannig álaginu á landið og bæta nýtingu á gistiplássi. En þá er bent á að enginn hefur hugsað fyrir því að efla til dæmis lögreglu og björgunarsveitir svo þær anni því að tryggja öryggi ferðamanna sem fara sér að voða að vetrarlagi. Skipulagsmál eru enn eitt sem þarf að huga að. Hótel og gistiheimili þjóta upp eins og gorkúlur. Viljum við til dæmis að miðborg Reykjavíkur breytist í hótelhverfi? Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamannastjóri sagði réttilega í Fréttablaðinu á mánudag að tala um fjölda ferðamanna ætti ekki að verða eitthvert markmið í ferðaþjónustunni. Það þyrfti að horfa til starfanna í atvinnugreininni, teknanna, álagsins á umhverfið og gæða ferðaþjónustunnar. Stefnuna sem tryggir þetta allt vantar hins vegar sárlega. Við eigum á hættu að í græðginni við að moka aflahrotunni á land skemmum við það dýrmætasta sem við höfum að selja erlendum ferðamönnum; ímynd lands og þjóðar og hina jákvæðu upplifun af því að heimsækja land þar sem meðal annars móttaka ferðamanna er hugsuð til langs tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ferðamönnum sem koma til Íslands hefur fjölgað um nærri 40% undanfarin tvö ár. Haldi fjölgunin áfram með sama hraða verða ferðamennirnir ein milljón eftir önnur tvö ár. Í vertíðar- og veiðimannahugsunarhætti okkar Íslendinga er rík tilhneiging til að líta á gosið í Eyjafjallajökli, sem vakti athygli á landinu um allan heim, sem fágætan hvalreka og ferðamannaholskefluna sem dásamlega aflahrotu. Enda berast ýmsar fréttir þessa dagana af „gullæði“ í ferðaþjónustu þar sem sem flestir vilja krækja sér í sneið af þessari köku. Eina slíka sagði Fréttablaðið á mánudaginn; að mörg hundruð ólöglegar íbúðir væru nú í útleigu til ferðamanna. Þess eru mörg dæmi að atvinnulausir leigi út íbúðirnar sínar til ferðamanna og gefi tekjurnar ekki upp til skatts. Vöxtur ferðaþjónustunnar er vissulega heilmikil búbót. En okkur sárvantar heildstæða stefnu um hvernig á að taka á móti milljón ferðamönnum, hvað þá einhverjum hundruðum þúsunda í viðbót. Margar náttúruperlur eru þegar farnar að láta á sjá vegna ágangs ferðamanna. Fimm hundruð milljónir sem Alþingi hefur veitt til uppbyggingar á ferðamannastöðum eru bara dropi í hafið og duga hvergi til að bæta aðstöðuna fyrir allt þetta fólk. Stjórnvöld virðast ekki ráða við að taka einfalda ákvörðun sem myndi víða leysa úr þessu; að rukka fólk um aðgangseyri. Það myndi bæði tempra ferðamannafjöldann og afla tekna til að gera göngustíga, merkingar, bílastæði, salerni og allt hitt sem vantar. Þetta vefst ekki fyrir einkafyrirtækinu Bláa lóninu; þar verða menn rukkaðir um 6.600 krónur fyrir að fara ofan í og um 1.600 krónur fyrir að fara ekki ofan í. Stjórnmálamenn þora ekki að leggja til að fólk verði rukkað um þúsundkall fyrir að horfa á Geysi. Samgöngumannvirki geta víða ekki tekið við svona mörgu fólki. Mbl.is sagði í vikunni fréttir af þrengslum og troðningi á Þingvöllum og þjóðgarðsvörðurinn boðar „öngþveiti“ í sumar. Hann fær enga peninga til að bæta aðgengi að þjóðgarðinum. Leifsstöð er sprungin einu sinni enn og undirlögð í framkvæmdum. Á Reykjavíkurflugvelli er engin flugstöð, bara braggalaga hneyksli. Víða úti um land ráða vegirnir ekki við stóraukna umferð langferðabíla. Í því samhengi verða til dæmis Vaðlaheiðargöng enn galnari framkvæmd. Það er frábært að tekizt hafi að fjölga vetrarferðamönnum og dreifa þannig álaginu á landið og bæta nýtingu á gistiplássi. En þá er bent á að enginn hefur hugsað fyrir því að efla til dæmis lögreglu og björgunarsveitir svo þær anni því að tryggja öryggi ferðamanna sem fara sér að voða að vetrarlagi. Skipulagsmál eru enn eitt sem þarf að huga að. Hótel og gistiheimili þjóta upp eins og gorkúlur. Viljum við til dæmis að miðborg Reykjavíkur breytist í hótelhverfi? Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamannastjóri sagði réttilega í Fréttablaðinu á mánudag að tala um fjölda ferðamanna ætti ekki að verða eitthvert markmið í ferðaþjónustunni. Það þyrfti að horfa til starfanna í atvinnugreininni, teknanna, álagsins á umhverfið og gæða ferðaþjónustunnar. Stefnuna sem tryggir þetta allt vantar hins vegar sárlega. Við eigum á hættu að í græðginni við að moka aflahrotunni á land skemmum við það dýrmætasta sem við höfum að selja erlendum ferðamönnum; ímynd lands og þjóðar og hina jákvæðu upplifun af því að heimsækja land þar sem meðal annars móttaka ferðamanna er hugsuð til langs tíma.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun