Ónóg vitund um aðsteðjandi ógn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 6. mars 2013 06:00 Hryðjuverk og hernaður á netinu eru nýjar ógnir sem öll ríki sem láta sér annt um öryggi sitt verða að vera meðvituð um. Í úttekt í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins kom fram að ógnin sem stafar af tölvuárásum fer vaxandi. Hún er ekki bundin við félagsfælna nörda og hakkara sem vinna einir, ekki heldur við hryðjuverka- eða glæpasamtök, heldur eru margar og skýrar vísbendingar um að sum af öflugustu ríkjum heims þrói markvisst aðferðir til nethernaðar. Tölvuárásir geta valdið usla ekkert síður en árásir með hefðbundnum vopnum. Samgöngur, opinber stjórnsýsla, heilbrigðisþjónusta, fjármálastarfsemi, löggæzla, matvælaframleiðsla, orkuvinnsla og dreifing – nánast hver einasti samfélagskimi – virka ekki án tölvukerfa og greiðra netsamskipta. Með tölvuárásum er ekki einvörðungu hægt að valda gríðarlegum óþægindum og fjárhagstjóni; það er hægt að valda manntjóni og lama heil samfélög. Flest ríki hafa því markað sér stefnu og gripið til varúðarráðstafana til að geta varizt netárásum. Eins og kom fram í Fréttablaðinu hefur Atlantshafsbandalagið, NATO, markað stefnu um tölvuvarnir þar sem hvatt er til samræmdra varna aðildarríkjanna. Aðeins um helmingur aðildarríkjanna hefur hins vegar markað sér formlega netöryggisstefnu. Ísland er ekki í þeim hópi. Í október 2010 fjallaði Fréttablaðið ýtarlega um varnarleysi Íslands gagnvart tölvuárásum. Sú umfjöllun skilaði því meðal annars að stjórnvöld tóku sig saman í andlitinu og settu á fót öryggis- og viðbragðsteymi gegn netárásum, sem margoft hafði verið lagt til að yrði sett á laggirnar. Í blaðinu í dag kemur fram að nú, rúmum tveimur árum síðar, hefur teymið tekið til starfa en þó ekki formlega af því að reglurammann um starfsemi þess vantar enn. Heildstæða stefnu um netöryggi vantar líka, en vinnan á að „fara á fullt með vorinu". Í umfjöllun Fréttablaðsins í dag kemur fram það viðhorf leiðtoga þriggja manna netöryggissveitar stjórnvalda að Ísland sé ekki útsettara fyrir netárásum en önnur ríki og ennþá hafi ekki orðið vart við meiriháttar samhæfðar netárásir á íslenzk skotmörk. Lykilorðið hér er „ennþá". Enginn veit hvenær ógnin getur steðjað að. Lítil ríki hafa orðið fyrir hörðum netárásum; það gerðist til dæmis í Eistlandi af ekki stórvægilegra tilefni en deilna við rússnesk stjórnvöld um gamalt stríðsminnismerki. Eistar brugðust við með því að setja stóraukinn kraft í netvarnir. Þeir reka nú miðstöð NATO um varnir gegn netárásum. Tólf NATO-ríki eiga aðild að henni. Íslandi var sérstaklega boðið að vera með árið 2008 en það boð hefur aldrei verið þegið. Þessi hægagangur og andvaraleysi bendir til að stjórnvöld taki ekki nægilega alvarlega þennan þátt þess hlutverks síns að tryggja varnir og öryggi lands og þjóðar. Hver ætlar að axla ábyrgð ef tölvuárás veldur miklum usla í íslenzku samfélagi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hryðjuverk og hernaður á netinu eru nýjar ógnir sem öll ríki sem láta sér annt um öryggi sitt verða að vera meðvituð um. Í úttekt í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins kom fram að ógnin sem stafar af tölvuárásum fer vaxandi. Hún er ekki bundin við félagsfælna nörda og hakkara sem vinna einir, ekki heldur við hryðjuverka- eða glæpasamtök, heldur eru margar og skýrar vísbendingar um að sum af öflugustu ríkjum heims þrói markvisst aðferðir til nethernaðar. Tölvuárásir geta valdið usla ekkert síður en árásir með hefðbundnum vopnum. Samgöngur, opinber stjórnsýsla, heilbrigðisþjónusta, fjármálastarfsemi, löggæzla, matvælaframleiðsla, orkuvinnsla og dreifing – nánast hver einasti samfélagskimi – virka ekki án tölvukerfa og greiðra netsamskipta. Með tölvuárásum er ekki einvörðungu hægt að valda gríðarlegum óþægindum og fjárhagstjóni; það er hægt að valda manntjóni og lama heil samfélög. Flest ríki hafa því markað sér stefnu og gripið til varúðarráðstafana til að geta varizt netárásum. Eins og kom fram í Fréttablaðinu hefur Atlantshafsbandalagið, NATO, markað stefnu um tölvuvarnir þar sem hvatt er til samræmdra varna aðildarríkjanna. Aðeins um helmingur aðildarríkjanna hefur hins vegar markað sér formlega netöryggisstefnu. Ísland er ekki í þeim hópi. Í október 2010 fjallaði Fréttablaðið ýtarlega um varnarleysi Íslands gagnvart tölvuárásum. Sú umfjöllun skilaði því meðal annars að stjórnvöld tóku sig saman í andlitinu og settu á fót öryggis- og viðbragðsteymi gegn netárásum, sem margoft hafði verið lagt til að yrði sett á laggirnar. Í blaðinu í dag kemur fram að nú, rúmum tveimur árum síðar, hefur teymið tekið til starfa en þó ekki formlega af því að reglurammann um starfsemi þess vantar enn. Heildstæða stefnu um netöryggi vantar líka, en vinnan á að „fara á fullt með vorinu". Í umfjöllun Fréttablaðsins í dag kemur fram það viðhorf leiðtoga þriggja manna netöryggissveitar stjórnvalda að Ísland sé ekki útsettara fyrir netárásum en önnur ríki og ennþá hafi ekki orðið vart við meiriháttar samhæfðar netárásir á íslenzk skotmörk. Lykilorðið hér er „ennþá". Enginn veit hvenær ógnin getur steðjað að. Lítil ríki hafa orðið fyrir hörðum netárásum; það gerðist til dæmis í Eistlandi af ekki stórvægilegra tilefni en deilna við rússnesk stjórnvöld um gamalt stríðsminnismerki. Eistar brugðust við með því að setja stóraukinn kraft í netvarnir. Þeir reka nú miðstöð NATO um varnir gegn netárásum. Tólf NATO-ríki eiga aðild að henni. Íslandi var sérstaklega boðið að vera með árið 2008 en það boð hefur aldrei verið þegið. Þessi hægagangur og andvaraleysi bendir til að stjórnvöld taki ekki nægilega alvarlega þennan þátt þess hlutverks síns að tryggja varnir og öryggi lands og þjóðar. Hver ætlar að axla ábyrgð ef tölvuárás veldur miklum usla í íslenzku samfélagi?
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar