Hleranir styggja verjendur Stígur Helgason skrifar 27. febrúar 2013 06:00 Lögmenn grunaðra sakamanna óttast að trúnaðarsímtöl þeirra við skjólstæðinga kunni að vera hleruð. Ríkissaksóknari svaraði ekki fyrirspurn ráðherra um málið og stjórn Lögmannafélagsins hyggst taka það fyrir. Verjendur í lögmannastétt eru margir hverjir órólegir yfir símhlerunum lögreglu, sem kunna að beinast gegn skjólstæðingum þeirra og jafnvel þeim sjálfum. Framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands staðfestir að hafa fundið fyrir þessu undanfarin misseri. Innanríkisráðherra svaraði í fyrradag skriflegri fyrirspurn um símhleranir lögreglu sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram á þingi. Bjarni spurði meðal annars hversu oft samskipti grunaðs manns og lögmanns hefðu verið hleruð, hvernig farið væri með rannsóknargögnin og jafnframt hve oft samskipti verjanda við aðra en sakborninginn hefðu verið hleruð. Ráðherra leitaði til ríkissaksóknara eftir upplýsingum en ríkissaksóknari taldi ekki unnt að svara þessum spurningum, enda væru gögn um símhleranir „ekki greind niður á þann veg að unnt sé að svara því sem þar er spurt um," eins og segir í svari ráðherra. „Tekur ríkissaksóknari fram að heimilt sé að framkvæma hlustun hjá lögmönnum eins og hverjum öðrum, að uppfylltum lagaskilyrðum um úrskurð dómara o.s.frv. Hins vegar verði ekki séð hvaða tilgangi það þjóni að upplýsa sérstaklega um hlustanir sem beinast að þeirri starfsstétt, auk þess sem hér verði að hafa í huga þagnarskylduákvæði." Þó tekur ríkissaksóknari fram að í sakamálalögum sé kveðið á um að „eyða skuli þegar í stað gögnum sem hafa að geyma samtöl eða önnur samskipti sakbornings við verjanda sinn". Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands, er ekki sáttur við þessi svör og segir að stjórn félagsins muni taka málið fyrir á næstunni. „Það skýtur svolítið skökku við að það sé ekki talin ástæða til að svara því hvort þarna sé um að ræða einhvern fjölda mála þar sem símar lögmanna eru hleraðir," segir hann. „Mér finnst eðlilegt að það sé skýrt frekar hversu stór hluti af þessum hlerunarúrskurðum snertir lögmenn beint, ekki sem viðmælendur við sína skjólstæðinga, heldur sem andlag úrskurðanna." Í þeim tilfellum beri lögreglu ekki skylda til að eyða upptökum af símtölum lögmannanna við skjólstæðinga sína, sem geti verið mjög viðkvæms eðlis. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Lögmenn grunaðra sakamanna óttast að trúnaðarsímtöl þeirra við skjólstæðinga kunni að vera hleruð. Ríkissaksóknari svaraði ekki fyrirspurn ráðherra um málið og stjórn Lögmannafélagsins hyggst taka það fyrir. Verjendur í lögmannastétt eru margir hverjir órólegir yfir símhlerunum lögreglu, sem kunna að beinast gegn skjólstæðingum þeirra og jafnvel þeim sjálfum. Framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands staðfestir að hafa fundið fyrir þessu undanfarin misseri. Innanríkisráðherra svaraði í fyrradag skriflegri fyrirspurn um símhleranir lögreglu sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram á þingi. Bjarni spurði meðal annars hversu oft samskipti grunaðs manns og lögmanns hefðu verið hleruð, hvernig farið væri með rannsóknargögnin og jafnframt hve oft samskipti verjanda við aðra en sakborninginn hefðu verið hleruð. Ráðherra leitaði til ríkissaksóknara eftir upplýsingum en ríkissaksóknari taldi ekki unnt að svara þessum spurningum, enda væru gögn um símhleranir „ekki greind niður á þann veg að unnt sé að svara því sem þar er spurt um," eins og segir í svari ráðherra. „Tekur ríkissaksóknari fram að heimilt sé að framkvæma hlustun hjá lögmönnum eins og hverjum öðrum, að uppfylltum lagaskilyrðum um úrskurð dómara o.s.frv. Hins vegar verði ekki séð hvaða tilgangi það þjóni að upplýsa sérstaklega um hlustanir sem beinast að þeirri starfsstétt, auk þess sem hér verði að hafa í huga þagnarskylduákvæði." Þó tekur ríkissaksóknari fram að í sakamálalögum sé kveðið á um að „eyða skuli þegar í stað gögnum sem hafa að geyma samtöl eða önnur samskipti sakbornings við verjanda sinn". Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands, er ekki sáttur við þessi svör og segir að stjórn félagsins muni taka málið fyrir á næstunni. „Það skýtur svolítið skökku við að það sé ekki talin ástæða til að svara því hvort þarna sé um að ræða einhvern fjölda mála þar sem símar lögmanna eru hleraðir," segir hann. „Mér finnst eðlilegt að það sé skýrt frekar hversu stór hluti af þessum hlerunarúrskurðum snertir lögmenn beint, ekki sem viðmælendur við sína skjólstæðinga, heldur sem andlag úrskurðanna." Í þeim tilfellum beri lögreglu ekki skylda til að eyða upptökum af símtölum lögmannanna við skjólstæðinga sína, sem geti verið mjög viðkvæms eðlis.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira