Gervilausnir í gerviveröld Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Gjaldeyrishöftin valda íslenzkum fyrirtækjum margvíslegum vanda. Í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, var í fyrradag rætt við þrjá forsvarsmenn alþjóðlegra hátæknifyrirtækja sem starfa á Íslandi; Össurar, Marels og CCP. Þeir voru sammála um að höftin gerðu þeim verulega erfitt fyrir. Þannig koma höftin niður á getu fyrirtækjanna til að nálgast erlent fé til að fjárfesta í starfseminni á Íslandi. Þau fæla nýja fjárfesta frá vegna vondrar reynslu þeirra sem fyrir voru þegar þeim var komið á. Lagaákvæði um undanþágu fyrirtækja, sem eru með stóran hluta starfsemi sinnar erlendis, frá höftunum hvetja fyrirtæki beinlínis til að færa verkefni úr landi. Þá gera höftin fyrirtækjunum erfitt fyrir að nálgast hæft, erlent starfsfólk. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, bendir á að þegar fyrirtæki sé í samkeppni um fólk, við til dæmis Google og Facebook, sé erfitt að útskýra að óvíst sé hvort viðkomandi starfsmaður fengi að flytja frá landinu þá peninga sem hann kynni að þéna í vinnunni. Þeir sem reka fyrirtæki við þessar aðstæður eru ekki í vafa um undirrótina. „Því er stundum haldið fram að krónan sé ekki vandamálið en þetta er allt tengt. Án krónunnar þyrftum við ekki höft,“ segir Sigsteinn Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marels. Hilmar Veigar ber veruleika íslenzkra gjaldeyrishafta saman við sýndarveruleikann í Eve Online, tölvuleik fyrirtækisins: „Ísland er 300 þúsund manna hagkerfi sem notar gjaldmiðil sem heitir ISK. CCP rekur 450 þúsund manna hagkerfi sem notar gjaldmiðil sem heitir ISK. Báðir gjaldmiðlar eru undir gjaldeyrishöftum og ég sé einfaldlega ekki mikinn mun á þeim. Það má því segja að gjaldeyrishöftin skapi ákveðna gerviveröld.“ Sum fyrirtæki geta vafalaust þrifizt í þessari gerviveröld, sem hefur verið tekin úr tengslum við hið alþjóðlega hagkerfi. En eins og talsmenn alþjóðlegu tæknifyrirtækjanna benda á, standa höftin vexti slíkra fyrirtækja fyrir þrifum. Og slík fyrirtæki eru einmitt einn mikilvægasti vaxtarbroddurinn í íslenzku atvinnulífi – eða ættu að minnsta kosti að vera það. Þess vegna vekur það furðu hvað margir íslenzkir stjórnmálamenn kjósa að hrærast áfram í þessari gerviveröld og loka augunum fyrir því að eina raunhæfa leiðin til að komast út úr höftunum er að taka upp nýjan gjaldmiðil. Sumir átta sig reyndar á því að við verðum að losna við krónuna, en eru einhverra hluta vegna fastir í umræðu um aðra kosti, sem hafa í raun verið útilokaðir. Þannig vill efnahags- og viðskiptanefnd Sjálfstæðisflokksins henda allri vinnu Seðlabankans – sem fært hefur ýtarleg og efnismikil rök fyrir því að okkur standi eingöngu tveir raunhæfir kostir til boða, króna eða evra – og snúa sér aftur að því að skoða upptöku gjaldmiðla Kanada, Bandaríkjanna, Bretlands eða Noregs. Þetta heitir að loka augunum fyrir raunveruleikanum. Ábyrgir stjórnmálaflokkar eiga að bjóða upp á raunhæfar lausnir, ekki gervilausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Gjaldeyrishöftin valda íslenzkum fyrirtækjum margvíslegum vanda. Í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, var í fyrradag rætt við þrjá forsvarsmenn alþjóðlegra hátæknifyrirtækja sem starfa á Íslandi; Össurar, Marels og CCP. Þeir voru sammála um að höftin gerðu þeim verulega erfitt fyrir. Þannig koma höftin niður á getu fyrirtækjanna til að nálgast erlent fé til að fjárfesta í starfseminni á Íslandi. Þau fæla nýja fjárfesta frá vegna vondrar reynslu þeirra sem fyrir voru þegar þeim var komið á. Lagaákvæði um undanþágu fyrirtækja, sem eru með stóran hluta starfsemi sinnar erlendis, frá höftunum hvetja fyrirtæki beinlínis til að færa verkefni úr landi. Þá gera höftin fyrirtækjunum erfitt fyrir að nálgast hæft, erlent starfsfólk. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, bendir á að þegar fyrirtæki sé í samkeppni um fólk, við til dæmis Google og Facebook, sé erfitt að útskýra að óvíst sé hvort viðkomandi starfsmaður fengi að flytja frá landinu þá peninga sem hann kynni að þéna í vinnunni. Þeir sem reka fyrirtæki við þessar aðstæður eru ekki í vafa um undirrótina. „Því er stundum haldið fram að krónan sé ekki vandamálið en þetta er allt tengt. Án krónunnar þyrftum við ekki höft,“ segir Sigsteinn Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marels. Hilmar Veigar ber veruleika íslenzkra gjaldeyrishafta saman við sýndarveruleikann í Eve Online, tölvuleik fyrirtækisins: „Ísland er 300 þúsund manna hagkerfi sem notar gjaldmiðil sem heitir ISK. CCP rekur 450 þúsund manna hagkerfi sem notar gjaldmiðil sem heitir ISK. Báðir gjaldmiðlar eru undir gjaldeyrishöftum og ég sé einfaldlega ekki mikinn mun á þeim. Það má því segja að gjaldeyrishöftin skapi ákveðna gerviveröld.“ Sum fyrirtæki geta vafalaust þrifizt í þessari gerviveröld, sem hefur verið tekin úr tengslum við hið alþjóðlega hagkerfi. En eins og talsmenn alþjóðlegu tæknifyrirtækjanna benda á, standa höftin vexti slíkra fyrirtækja fyrir þrifum. Og slík fyrirtæki eru einmitt einn mikilvægasti vaxtarbroddurinn í íslenzku atvinnulífi – eða ættu að minnsta kosti að vera það. Þess vegna vekur það furðu hvað margir íslenzkir stjórnmálamenn kjósa að hrærast áfram í þessari gerviveröld og loka augunum fyrir því að eina raunhæfa leiðin til að komast út úr höftunum er að taka upp nýjan gjaldmiðil. Sumir átta sig reyndar á því að við verðum að losna við krónuna, en eru einhverra hluta vegna fastir í umræðu um aðra kosti, sem hafa í raun verið útilokaðir. Þannig vill efnahags- og viðskiptanefnd Sjálfstæðisflokksins henda allri vinnu Seðlabankans – sem fært hefur ýtarleg og efnismikil rök fyrir því að okkur standi eingöngu tveir raunhæfir kostir til boða, króna eða evra – og snúa sér aftur að því að skoða upptöku gjaldmiðla Kanada, Bandaríkjanna, Bretlands eða Noregs. Þetta heitir að loka augunum fyrir raunveruleikanum. Ábyrgir stjórnmálaflokkar eiga að bjóða upp á raunhæfar lausnir, ekki gervilausnir.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun