Lýðræðisáætlun í stað stjórnar- skrárbreytingar Haukur Arnþórsson skrifar 30. janúar 2013 06:00 Hér er lagt til að ríkisvaldið og Alþingi geri lýðræðisáætlun til nokkurra ára sem feli í sér að auka þátttöku almennings í lausn sameiginlegra mála samfélagsins með hagnýtingu netsins og félagsmiðla. Meginmarkmið áætlunarinnar verði að styrkja lýðræðið með vandaðri og opnari undirbúningi framkvæmdarvaldsins. Fagaðilar verði hafðir til ráðgjafar við gerð áætlunarinnar og mat á árangri og tekið mið af lýðræðisúrræðum sem hafa reynst vel erlendis. Litið verði á verkefnið sem undanfara lagabreytinga um framkvæmd lýðræðisins og stjórnskipunina, sem verði gerðar við lok þess, en frestist í bili. Tillögur stjórnlagaráðs virðast hafa endaskipti á hlutunum, byrja á aðkomu almennings að ákvarðanatökunni meðan margir erlendir fræðimenn benda á að heppilegra væri og meira gefandi fyrir lýðræðið að opna dagskrá mála í samfélaginu og opna leið hans að undirbúningi þeirra. Þannig er hætta á því að tillögur stjórnlagaráðs vinni gegn markmiðum sínum, sem meðal annars eru þau að almenningur komi í auknum mæli að samfélagslegri stefnumótun. Það má rökstyðja með kenningum um ásökunarfælni stjórnkerfisins, en hugsanlegt er að sterk aðkoma almennings að ákvörðun sameiginlegra mála leiði til lokaðra stjórnkerfis en áður var og að erfitt verði að koma af stað samræðu og samráði milli stjórnvalda og almennings undir hótunum um undirskriftarsafnanir ef út af bregður. Sjónarmið umræðulýðræðis Mikilvægt er að byggja fræðilega nálgun áætlunarinnar á sjónarmiðum umræðulýðræðis og að hún verði lærdómsferli fyrir alla þátttakendur þess, jafnt almenning, stjórnmálamenn og starfsfólk Stjórnarráðsins. Hafa verður í huga að Ísland er orðið á eftir í hagnýtingu tölvutækninnar í lýðræðinu og þarf að ávinna sér reynslu af nýjum starfsaðferðum og að Stjórnarráðið hefur til þessa gegnt fremur óbeinu lýðræðishlutverki en beinu. Áætlunin kallar því á að Stjórnarráðið taki sér stöðu sem lýðræðisstofnun, svipað og í nágrannaríkjunum, og bæði gæti þurft skipulagsbreytingar og nýja hugbúnaðargerð. Mikilvægt er að áætlunin sé gerð af alvöru og til þess að prófa úrræði sem ganga mislangt og meta áhrif þeirra, en sé ekki yfirborðsleg og eins og til þess að sýnast. Almenningur er áhugasamur og mjög tölvuvanur og getur vafalítið tekið þátt í úrræðum sem ganga langt í hagnýtingu tækninnar. Verkefnið taki til eftirtalinna atriða: a) Til aukinnar birtingar gagna. Fram komi hvaða mál eru á dagskrá stjórnvalda, hver staða þeirra er og hvernig almenningur hefur áhrif á hana. Þá verði gerðar vandaðar tengingar í efni sem tengjast máli, nýtt og gamalt, þær fylgi máli til Alþingis og öll álit birt. b) Til undirbúnings mála. Hann verði vandaðri en verið hefur þannig að skýr stefnumörkun liggi fyrir, rannsóknir, áætlanir og útreikningar og að mál hafi verið rætt við hagsmunaaðila og almenning á netinu áður en það kemur til kasta Alþingis. c) Til samráðs við almenning og hagsmunaaðila á netinu sem gæti tekið til dagskrár mála, stefnumótunar, rannsóknar og útfærslu þeirra og yrðu leiðir í því efni valdar með tilliti til þess sem reynst hefur vel erlendis og með hliðsjón af eðli máls. d) Til ákvörðunar, en fyrir liggi hvernig skrifleg sjónarmið almennings, erindi og innlegg í umræðum hafi áhrif á ákvarðanatöku á lægri og hærri stjórnstigum og hvernig þau verða órjúfanlegur hluti af gögnum málsins á hvaða stigi þess sem að því er unnið. e) Öðrum aðgerðum, svo sem að uppfylla skilyrði Stjórnsýslustofnunar Sþ (UNPAN) um rafræna þátttöku og að Ísland nái leiðandi sæti í mati á henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hér er lagt til að ríkisvaldið og Alþingi geri lýðræðisáætlun til nokkurra ára sem feli í sér að auka þátttöku almennings í lausn sameiginlegra mála samfélagsins með hagnýtingu netsins og félagsmiðla. Meginmarkmið áætlunarinnar verði að styrkja lýðræðið með vandaðri og opnari undirbúningi framkvæmdarvaldsins. Fagaðilar verði hafðir til ráðgjafar við gerð áætlunarinnar og mat á árangri og tekið mið af lýðræðisúrræðum sem hafa reynst vel erlendis. Litið verði á verkefnið sem undanfara lagabreytinga um framkvæmd lýðræðisins og stjórnskipunina, sem verði gerðar við lok þess, en frestist í bili. Tillögur stjórnlagaráðs virðast hafa endaskipti á hlutunum, byrja á aðkomu almennings að ákvarðanatökunni meðan margir erlendir fræðimenn benda á að heppilegra væri og meira gefandi fyrir lýðræðið að opna dagskrá mála í samfélaginu og opna leið hans að undirbúningi þeirra. Þannig er hætta á því að tillögur stjórnlagaráðs vinni gegn markmiðum sínum, sem meðal annars eru þau að almenningur komi í auknum mæli að samfélagslegri stefnumótun. Það má rökstyðja með kenningum um ásökunarfælni stjórnkerfisins, en hugsanlegt er að sterk aðkoma almennings að ákvörðun sameiginlegra mála leiði til lokaðra stjórnkerfis en áður var og að erfitt verði að koma af stað samræðu og samráði milli stjórnvalda og almennings undir hótunum um undirskriftarsafnanir ef út af bregður. Sjónarmið umræðulýðræðis Mikilvægt er að byggja fræðilega nálgun áætlunarinnar á sjónarmiðum umræðulýðræðis og að hún verði lærdómsferli fyrir alla þátttakendur þess, jafnt almenning, stjórnmálamenn og starfsfólk Stjórnarráðsins. Hafa verður í huga að Ísland er orðið á eftir í hagnýtingu tölvutækninnar í lýðræðinu og þarf að ávinna sér reynslu af nýjum starfsaðferðum og að Stjórnarráðið hefur til þessa gegnt fremur óbeinu lýðræðishlutverki en beinu. Áætlunin kallar því á að Stjórnarráðið taki sér stöðu sem lýðræðisstofnun, svipað og í nágrannaríkjunum, og bæði gæti þurft skipulagsbreytingar og nýja hugbúnaðargerð. Mikilvægt er að áætlunin sé gerð af alvöru og til þess að prófa úrræði sem ganga mislangt og meta áhrif þeirra, en sé ekki yfirborðsleg og eins og til þess að sýnast. Almenningur er áhugasamur og mjög tölvuvanur og getur vafalítið tekið þátt í úrræðum sem ganga langt í hagnýtingu tækninnar. Verkefnið taki til eftirtalinna atriða: a) Til aukinnar birtingar gagna. Fram komi hvaða mál eru á dagskrá stjórnvalda, hver staða þeirra er og hvernig almenningur hefur áhrif á hana. Þá verði gerðar vandaðar tengingar í efni sem tengjast máli, nýtt og gamalt, þær fylgi máli til Alþingis og öll álit birt. b) Til undirbúnings mála. Hann verði vandaðri en verið hefur þannig að skýr stefnumörkun liggi fyrir, rannsóknir, áætlanir og útreikningar og að mál hafi verið rætt við hagsmunaaðila og almenning á netinu áður en það kemur til kasta Alþingis. c) Til samráðs við almenning og hagsmunaaðila á netinu sem gæti tekið til dagskrár mála, stefnumótunar, rannsóknar og útfærslu þeirra og yrðu leiðir í því efni valdar með tilliti til þess sem reynst hefur vel erlendis og með hliðsjón af eðli máls. d) Til ákvörðunar, en fyrir liggi hvernig skrifleg sjónarmið almennings, erindi og innlegg í umræðum hafi áhrif á ákvarðanatöku á lægri og hærri stjórnstigum og hvernig þau verða órjúfanlegur hluti af gögnum málsins á hvaða stigi þess sem að því er unnið. e) Öðrum aðgerðum, svo sem að uppfylla skilyrði Stjórnsýslustofnunar Sþ (UNPAN) um rafræna þátttöku og að Ísland nái leiðandi sæti í mati á henni.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun