Píratar á báðum vængjum Smári McCarthy skrifar 16. janúar 2013 06:00 Mér hundleiðist hægri-vinstri hjal. Heimurinn er áhugaverðari en svo að hægt sé að rúma allar hugmyndir um skipulag samfélagsins innan tveggja afstæðra stefna. Hægri-vinstri skiptingin er upprunalega tilvísun í staðsetningar fylkinga á franska þinginu eftir byltinguna þar, en segja má að pólitísk tvískipting sé alltaf til staðar. Fyrir iðnbyltingu fjallaði tvískiptingin víðast hvar í Evrópu um hvar valdmörk konunga lægi. Eftir iðnbyltingu varð tvískiptingin að baráttu milli verkamanna og eigandavaldsins, eða stundum sett fram sem hópar á móti einstaklingum. Sé þetta hugsað svona verður heimurinn voðalega klénn. Allir eru annaðhvort kapítalistar eða kommúnistar, einstaklingshyggjufólk eða félagshyggjufólk. Það tók nokkra áratugi frá því að iðnbyltingin byrjaði þar til að pólitíska deilan breyttist, og á sama hátt er hin nýja pólitík upplýsingaaldar á frumstigi núna og fyrsta nýja hugmyndafræðin í þessu nýja framleiðslulíkani er að koma fram. Píratar eru alþjóðleg stjórnmálahreyfing í kringum þessar hugmyndir, en hugmyndirnar eru í rauninni nokkurra áratuga gamlar. Þær byggja á dreifðri stjórn og sjálfsákvörðunarrétti einstaklings, samvinnu og upplýstri ákvarðanatöku, en ekki síst gagnsæi – undirrót alls.Ruglið lærist hratt Ein kennisetning okkar er að upplýsingar séu forsenda upplýsingar. Ef frjálst flæði upplýsinga er ekki tryggt er ómögulegt fyrir fólk að vera upplýst. Þetta er í rauninni enn eldri hugmynd. Hún kemur úr einmitt sömu frönsku byltingunni og gaf okkur vinstri-hægri ruglið. Þar var hugmyndin að lýðurinn í landinu skyldi ráða, en að til þess að tryggja að ákvarðanir lýðsins yrðu skynsamar og réttlátar skyldi leitast við að upplýsa fólk. Í dag er þessi upplýsing frekar fábrotin. Fólk er kjöldregið í gegnum nám þar sem því leiðist fyrir mestan part uns það útskrifast, fullfært um að vinna einhverja tiltekna vinnu en oftar en ekki illa undir það búið að taka þátt í lýðræði með öðrum hætti en að lesa blöðin og mæta í kjördeild stöku sinnum. Ekki það að fólk sé óhæft til þess – þetta rugl lærist hratt! – það er meira að fólk hefur ekki verið hvatt til þess eða fengið sem hluta af menntun sinni skilning á því hvernig er hægt að taka þátt og hvers vegna það er æskilegt. Í þessu ljósi eru Píratar ef til vill frekar stjórnmálahreyfing upplýsingarinnar, loksins sprottin fram tvö hundruð árum of seint en samt vel í tæka tíð til að takast á við kröfur upplýsingaaldar. Við erum ekki félagshyggjufólk eða einstaklingshyggjufólk, heldur einstaklingssinnað félagshyggjufólk, félagslegt einstaklingshyggjufólk. Einstaklingur án samfélags er merkingarlaus, og samfélag verður ekki til án einstaklinga. Það að stefna þessu tvennu saman, eins og gert hefur verið frá upphafi iðnbyltingar, er eingöngu gagnlegt þeim sem vilja að ríkisapparatið þjóni þeim umfram aðra sem eiga meira en hinir. Við tökum ekki slíkt í mál. Opnum markaðina, opnum ríkisbáknið, minnkum flækjustigið og aukum aðkomu fólksins. Afþökkum pólitískar ákvarðanir sem ganga gegn þeirri þekkingu sem er fyrir hendi. Tökum vísindalega nálgun á pólitík. Eins og segir í lagi kántrípönkhljómsveitarinnar Cletus Got Shot: Það er hvorki vinstri vængur, né hægri vængur, heldur allur andskotans fuglinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Mér hundleiðist hægri-vinstri hjal. Heimurinn er áhugaverðari en svo að hægt sé að rúma allar hugmyndir um skipulag samfélagsins innan tveggja afstæðra stefna. Hægri-vinstri skiptingin er upprunalega tilvísun í staðsetningar fylkinga á franska þinginu eftir byltinguna þar, en segja má að pólitísk tvískipting sé alltaf til staðar. Fyrir iðnbyltingu fjallaði tvískiptingin víðast hvar í Evrópu um hvar valdmörk konunga lægi. Eftir iðnbyltingu varð tvískiptingin að baráttu milli verkamanna og eigandavaldsins, eða stundum sett fram sem hópar á móti einstaklingum. Sé þetta hugsað svona verður heimurinn voðalega klénn. Allir eru annaðhvort kapítalistar eða kommúnistar, einstaklingshyggjufólk eða félagshyggjufólk. Það tók nokkra áratugi frá því að iðnbyltingin byrjaði þar til að pólitíska deilan breyttist, og á sama hátt er hin nýja pólitík upplýsingaaldar á frumstigi núna og fyrsta nýja hugmyndafræðin í þessu nýja framleiðslulíkani er að koma fram. Píratar eru alþjóðleg stjórnmálahreyfing í kringum þessar hugmyndir, en hugmyndirnar eru í rauninni nokkurra áratuga gamlar. Þær byggja á dreifðri stjórn og sjálfsákvörðunarrétti einstaklings, samvinnu og upplýstri ákvarðanatöku, en ekki síst gagnsæi – undirrót alls.Ruglið lærist hratt Ein kennisetning okkar er að upplýsingar séu forsenda upplýsingar. Ef frjálst flæði upplýsinga er ekki tryggt er ómögulegt fyrir fólk að vera upplýst. Þetta er í rauninni enn eldri hugmynd. Hún kemur úr einmitt sömu frönsku byltingunni og gaf okkur vinstri-hægri ruglið. Þar var hugmyndin að lýðurinn í landinu skyldi ráða, en að til þess að tryggja að ákvarðanir lýðsins yrðu skynsamar og réttlátar skyldi leitast við að upplýsa fólk. Í dag er þessi upplýsing frekar fábrotin. Fólk er kjöldregið í gegnum nám þar sem því leiðist fyrir mestan part uns það útskrifast, fullfært um að vinna einhverja tiltekna vinnu en oftar en ekki illa undir það búið að taka þátt í lýðræði með öðrum hætti en að lesa blöðin og mæta í kjördeild stöku sinnum. Ekki það að fólk sé óhæft til þess – þetta rugl lærist hratt! – það er meira að fólk hefur ekki verið hvatt til þess eða fengið sem hluta af menntun sinni skilning á því hvernig er hægt að taka þátt og hvers vegna það er æskilegt. Í þessu ljósi eru Píratar ef til vill frekar stjórnmálahreyfing upplýsingarinnar, loksins sprottin fram tvö hundruð árum of seint en samt vel í tæka tíð til að takast á við kröfur upplýsingaaldar. Við erum ekki félagshyggjufólk eða einstaklingshyggjufólk, heldur einstaklingssinnað félagshyggjufólk, félagslegt einstaklingshyggjufólk. Einstaklingur án samfélags er merkingarlaus, og samfélag verður ekki til án einstaklinga. Það að stefna þessu tvennu saman, eins og gert hefur verið frá upphafi iðnbyltingar, er eingöngu gagnlegt þeim sem vilja að ríkisapparatið þjóni þeim umfram aðra sem eiga meira en hinir. Við tökum ekki slíkt í mál. Opnum markaðina, opnum ríkisbáknið, minnkum flækjustigið og aukum aðkomu fólksins. Afþökkum pólitískar ákvarðanir sem ganga gegn þeirri þekkingu sem er fyrir hendi. Tökum vísindalega nálgun á pólitík. Eins og segir í lagi kántrípönkhljómsveitarinnar Cletus Got Shot: Það er hvorki vinstri vængur, né hægri vængur, heldur allur andskotans fuglinn.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun