Nokkur orð um sögulegar staðreyndir Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 14. janúar 2013 09:30 Hallur Hallsson, fyrrum blaðamaður, skrifaði í byrjun janúar grein í Fréttablaðið um Evrópumál, í breiðum skilningi þess orðs (Af Einstein og spunarokkum). Grein hans fer um víðan völl, svo víðan að nokkuð erfitt er að átta sig á því um hvað þessi grein raunverulega er. En Hallur var með henni að vekja athygli á endurskrifaðri útgáfu af bók sinni, Váfugl, sem að mér skilst varar sterklega við Evrópusambandinu. Hallur er á móti því, vegna þess að hann telur að ESB sé að breytast í "stórríki" (eins og ég skil hann). ESB á sér sína sögu, eins og margir aðrir hlutir og það verður til þegar seinni heimsstyrjöld hefur skilið Evrópu (og nánast heiminn allan) eftir sem rjúkandi rúst. Það hefur því verið áratugi í þróun og er enn í þróun – það stendur í raun aldrei í stað. Þegar verið er að fjalla um sögu og sagnfræði er það grundvallarkrafa að menn hafi staðreyndir á hreinu. Í grein sinni segir Hallur til dæmis að Adolf Hitler hafi rænt völdum í Þýskalandi. Það er hins vegar ekki rétt. Hitler reyndi árið 1923 að framkvæma "Bjórkjallarabyltinguna" svokölluðu, en hún mistókst. Hann komst hins vegar til valda í kjölfar lýðræðislegra kosninga í nóvember árið 1932, tæpum áratug síðar. Aðallega vegna þess að andstæðingar hans voru sundraðir. Þann 30. janúar árið 1933 skipaði hinn aldni þýski kanslari, Paul von Hindenburg, Adolf Hitler eftirmann sinn. Á næstu mánuðum bannaði Hitler svo smám saman starfsemi verkalýðshreyfinga og annarra stjórnmálaafla. Með þessum hætti náði Adolf Hitler algerum völdum og afnam þar með allt sem hét lýðræði í Þýskalandi. Hér er því ekki um eiginlegt valdarán að ræða. Í framhaldi af því stóð hann svo fyrir versta glæp mannkynssögunnar, Helförinni, og byrjaði reyndar strax árið 1933 að senda pólítíska andstæðinga og aðra "óæskilega" í þrælkunarbúðir. Friðsamleg samvinna ESB hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir skömmu. Í kjölfar þeirra efnahagslegu hamfara sem dunið hafa á Evrópu og umheiminum síðan 2008 hlýtur það að teljast nokkuð afrek að ekki hafi komið til vopnaðra átaka milli landa Evrópu vegna þessa. Hvernig viðbrögðin hefðu verið ef ESB-samvinna 27 lýðræðisþjóða hefði ekki verið til staðar er erfitt um að spá. En þó verður að teljast líklegt að menn hefðu gripið til hvers kyns verndaraðgerða, tollamúra og þess háttar. Og þá er ekki ólíklegt að hitnað hefði í kolunum. En allar götur frá 2008 hafa viðskipti gengið fyrir sig með eðlilegum hætti í Evrópu. Smám saman hafa leiðtogar ESB-ríkjanna náð að vinna á vandanum og eru að því enn. Og formið er; friðsamleg samvinna, en ekki vopnaskak. Hins vegar er seinni heimsstyrjöldin gott dæmi um það hvernig menn (ekki bara Adolf Hitler) ætluðu sér að leysa efnahagsleg vandamál (s.s. atvinnuleysi) og fá útrás fyrir persónulegan metnað, með styrjaldarrekstri. Gegn þessu er ESB meðal annars beint og sú friðarhugsjón sem er ein af grundvallarhugmyndum ESB, á sér skýrar sögulegar rætur. Það er svo mikið umhugsunarefni hvernig á síðustu misserum andstæðingar ESB hér á landi reyna endurtekið að tengja ESB við nasisma og þriðja ríki Adolfs Hitlers. Eða Sovétríki kommúnismans. Sem er alger fjarstæða og sýnir á hversu lágt plan umræða um Evrópumál getur farið hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hallur Hallsson, fyrrum blaðamaður, skrifaði í byrjun janúar grein í Fréttablaðið um Evrópumál, í breiðum skilningi þess orðs (Af Einstein og spunarokkum). Grein hans fer um víðan völl, svo víðan að nokkuð erfitt er að átta sig á því um hvað þessi grein raunverulega er. En Hallur var með henni að vekja athygli á endurskrifaðri útgáfu af bók sinni, Váfugl, sem að mér skilst varar sterklega við Evrópusambandinu. Hallur er á móti því, vegna þess að hann telur að ESB sé að breytast í "stórríki" (eins og ég skil hann). ESB á sér sína sögu, eins og margir aðrir hlutir og það verður til þegar seinni heimsstyrjöld hefur skilið Evrópu (og nánast heiminn allan) eftir sem rjúkandi rúst. Það hefur því verið áratugi í þróun og er enn í þróun – það stendur í raun aldrei í stað. Þegar verið er að fjalla um sögu og sagnfræði er það grundvallarkrafa að menn hafi staðreyndir á hreinu. Í grein sinni segir Hallur til dæmis að Adolf Hitler hafi rænt völdum í Þýskalandi. Það er hins vegar ekki rétt. Hitler reyndi árið 1923 að framkvæma "Bjórkjallarabyltinguna" svokölluðu, en hún mistókst. Hann komst hins vegar til valda í kjölfar lýðræðislegra kosninga í nóvember árið 1932, tæpum áratug síðar. Aðallega vegna þess að andstæðingar hans voru sundraðir. Þann 30. janúar árið 1933 skipaði hinn aldni þýski kanslari, Paul von Hindenburg, Adolf Hitler eftirmann sinn. Á næstu mánuðum bannaði Hitler svo smám saman starfsemi verkalýðshreyfinga og annarra stjórnmálaafla. Með þessum hætti náði Adolf Hitler algerum völdum og afnam þar með allt sem hét lýðræði í Þýskalandi. Hér er því ekki um eiginlegt valdarán að ræða. Í framhaldi af því stóð hann svo fyrir versta glæp mannkynssögunnar, Helförinni, og byrjaði reyndar strax árið 1933 að senda pólítíska andstæðinga og aðra "óæskilega" í þrælkunarbúðir. Friðsamleg samvinna ESB hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir skömmu. Í kjölfar þeirra efnahagslegu hamfara sem dunið hafa á Evrópu og umheiminum síðan 2008 hlýtur það að teljast nokkuð afrek að ekki hafi komið til vopnaðra átaka milli landa Evrópu vegna þessa. Hvernig viðbrögðin hefðu verið ef ESB-samvinna 27 lýðræðisþjóða hefði ekki verið til staðar er erfitt um að spá. En þó verður að teljast líklegt að menn hefðu gripið til hvers kyns verndaraðgerða, tollamúra og þess háttar. Og þá er ekki ólíklegt að hitnað hefði í kolunum. En allar götur frá 2008 hafa viðskipti gengið fyrir sig með eðlilegum hætti í Evrópu. Smám saman hafa leiðtogar ESB-ríkjanna náð að vinna á vandanum og eru að því enn. Og formið er; friðsamleg samvinna, en ekki vopnaskak. Hins vegar er seinni heimsstyrjöldin gott dæmi um það hvernig menn (ekki bara Adolf Hitler) ætluðu sér að leysa efnahagsleg vandamál (s.s. atvinnuleysi) og fá útrás fyrir persónulegan metnað, með styrjaldarrekstri. Gegn þessu er ESB meðal annars beint og sú friðarhugsjón sem er ein af grundvallarhugmyndum ESB, á sér skýrar sögulegar rætur. Það er svo mikið umhugsunarefni hvernig á síðustu misserum andstæðingar ESB hér á landi reyna endurtekið að tengja ESB við nasisma og þriðja ríki Adolfs Hitlers. Eða Sovétríki kommúnismans. Sem er alger fjarstæða og sýnir á hversu lágt plan umræða um Evrópumál getur farið hér á landi.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar