Jarðskjálftinn á Haítí 12. janúar 2013 06:00 Í dag eru liðin þrjú ár frá jarðskjálftanum mikla á Haítí. Ég vil því nota tækifærið til að segja stuttlega frá því hjálparstarfi sem Rauði krossinn á Íslandi stóð að og hvaða árangri það skilaði. Í jarðskjálftanum er talið að 220 þúsund manns hafi týnt lífi og um 300 þúsund manns slösuðust. Eyðileggingin var gífurleg, einkum í höfuðborginni, Port-au-Prince. Rauði krossinn á Íslandi tók þátt í hjálparstarfinu á Haítí frá byrjun. Má þar nefna að sendar voru skyndihjálparvörur með flugvél, sem utanríkisráðuneytið leigði til að sækja rústabjörgunarsveit, og var einnig sendur héðan búnaður fyrir tjaldsjúkrahús Rauða krossins. Á fyrsta árinu eftir skjálftann fóru alls 27 íslenskir hjálparstarfsmenn til starfa á Haítí. Starfsfólk héðan vann við hjúkrun og lækningar, að vatnshreinsun og dreifingu hjálpargagna og við skipulagningu á hjálparstarfinu og að uppbyggingu í kjölfarið. Rauði krossinn hefur aldrei áður sent jafn marga sendifulltrúa á einn stað á svo stuttum tíma. Rauði krossinn á Íslandi ákvað í framhaldinu að beina kröftum sínum að sálrænum stuðningi fyrir fórnarlömb hamfaranna – enda mikil þörf fyrir slíkan stuðning eins og gefur að skilja. Á tveimur árum hafa um 60 þúsund manns fengið aðstoð en það jafngildir um helmingi íbúa í Reykjavík. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að styðja börn og þau eru um 75% þeirra sem fengu sálrænan stuðning. Þess má einnig geta að innlendir sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins á Haítí hafa fengið umfangsmikla þjálfun til að sinna sálrænum stuðningi svo að nú eru yfir 200 sjálfboðaliðar reiðubúnir að veita slíka þjónustu, t.d. í kjölfar fellibylja sem reglulega ríða yfir eyjuna. Þannig hefur tekist að efla eigin viðbúnað heimamanna sem er öflugri núna en fyrir jarðskjálftann. Óhætt er að segja að almenningur á Íslandi hafi brugðist vel við þegar Rauði krossinn leitaði eftir fjárstuðningi til hjálparstarfsins. Samtals söfnuðust yfir 45 milljónir kr. frá almenningi og ríki og sveitarfélög lögðu til tæpar 30 milljónir kr. Rauði krossinn á Íslandi vill þakka fyrir þennan stuðning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í dag eru liðin þrjú ár frá jarðskjálftanum mikla á Haítí. Ég vil því nota tækifærið til að segja stuttlega frá því hjálparstarfi sem Rauði krossinn á Íslandi stóð að og hvaða árangri það skilaði. Í jarðskjálftanum er talið að 220 þúsund manns hafi týnt lífi og um 300 þúsund manns slösuðust. Eyðileggingin var gífurleg, einkum í höfuðborginni, Port-au-Prince. Rauði krossinn á Íslandi tók þátt í hjálparstarfinu á Haítí frá byrjun. Má þar nefna að sendar voru skyndihjálparvörur með flugvél, sem utanríkisráðuneytið leigði til að sækja rústabjörgunarsveit, og var einnig sendur héðan búnaður fyrir tjaldsjúkrahús Rauða krossins. Á fyrsta árinu eftir skjálftann fóru alls 27 íslenskir hjálparstarfsmenn til starfa á Haítí. Starfsfólk héðan vann við hjúkrun og lækningar, að vatnshreinsun og dreifingu hjálpargagna og við skipulagningu á hjálparstarfinu og að uppbyggingu í kjölfarið. Rauði krossinn hefur aldrei áður sent jafn marga sendifulltrúa á einn stað á svo stuttum tíma. Rauði krossinn á Íslandi ákvað í framhaldinu að beina kröftum sínum að sálrænum stuðningi fyrir fórnarlömb hamfaranna – enda mikil þörf fyrir slíkan stuðning eins og gefur að skilja. Á tveimur árum hafa um 60 þúsund manns fengið aðstoð en það jafngildir um helmingi íbúa í Reykjavík. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að styðja börn og þau eru um 75% þeirra sem fengu sálrænan stuðning. Þess má einnig geta að innlendir sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins á Haítí hafa fengið umfangsmikla þjálfun til að sinna sálrænum stuðningi svo að nú eru yfir 200 sjálfboðaliðar reiðubúnir að veita slíka þjónustu, t.d. í kjölfar fellibylja sem reglulega ríða yfir eyjuna. Þannig hefur tekist að efla eigin viðbúnað heimamanna sem er öflugri núna en fyrir jarðskjálftann. Óhætt er að segja að almenningur á Íslandi hafi brugðist vel við þegar Rauði krossinn leitaði eftir fjárstuðningi til hjálparstarfsins. Samtals söfnuðust yfir 45 milljónir kr. frá almenningi og ríki og sveitarfélög lögðu til tæpar 30 milljónir kr. Rauði krossinn á Íslandi vill þakka fyrir þennan stuðning.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar