Opið bréf til alþingismanna: Hvers eiga Skaftfellingar að gjalda? Jóhannes Gissurarson skrifar 12. janúar 2013 06:00 Heilir og sælir, alþingismenn allir og gleðilegt ár! Nokkur orð á nýju ári um stöðu byggðar og framtíð heilsársbúsetu í Vestur-Skaftafellssýslu. Upphafskafli þessa erindis er bein og orðrétt tilvitnun í blaðagrein sem birtist í dagblaðinu Tímanum þriðjudaginn 16. ágúst 1960 undir fyrirsögninni „Uppbygging héraðanna stöðvast". Í greininni er rakin saga Kaupfélags Vestur-Skaftfellinga sem stofnað var árið 1906 og þeirrar óvægnu lífsbaráttu sem íbúar sýslunnar háðu í áranna rás, jafnt við náttúruöflin sem landsfeðurna. Tíminn, 16.ágúst 1960 „Vestur-Skaftafellssýsla er sérstæð um margt landfræðilega. Vissulega býr hún yfir kynngimögnuðum krafti auðnar og ægivalds. Eyðingaröfl elds og ísa hafa vissulega ritað með feiknstöfum rúnir sínar á mikinn hluta héraðsins en þó geymir hún í skauti sér friðsælar og fagrar sveitir, þar sem fólkið hefur unað um aldir. Vissulega hefur það barizt við hamröm náttúruöflin, sandstorma, fallþungar jökulelfur og brimskafl við strönd. Oft hefur maðurinn orðið undir í þeirri glímu. Ofureflið hefur krafið mannfórna og kjörin hafa sett á manninn mark. En svo sem hinn harðgerði íslenzki melur stenzt alla storma og leggur undir sig sandauðnirnar, ef hann fær næði til þess, svo hefur og fólkið í þessari sýslu gert landið sér undirgefið. Það hefur verið þróttmikið, æðrulaust, dugandi fólk, gætt góðri greind og athyglisgáfu, sjálfstætt í hugsun, en lært að þjappa sér saman í raun. Það hefur ekki þolað ofbeldi né undirlægjuhátt. Höfðingsskapur og andleg reisn hefur því verið áskapað og stolt í framgöngu. Það er gestrisið í bezta lagi og vinátta þess bregzt engum, sem hana öðlast á annað borð. Nú er spurningin: Breytist þetta fólk með tilkomu tækninnar? Þegar glíman við náttúruöflin slaknar og erfiðleikarnir réna? Ég vona að svo verði ekki. Hitt er svo annað mál, að vel mega ráðamenn þjóðarinnar gæta þess að haga ekki efnahagsaðgerðum þannig að of lítið tillit sé tekið til erfiðrar aðstöðu þess fólks er útkjálkana byggir. Þjóðfélagið má ekki við því að rótslíta úr byggðum eins og Vestur-Skaftafellssýslu, og víðar, þá kjarnakvisti er þar hafa háð stríð til viðhalds þjóð- og menningarsögu allt frá upphafi Íslandsbyggðar. Þeir sem búa í rósagerði þjóðgarðsins verða að sætta sig við að fórna nokkru, ef hægt er að kalla það því nafni, til viðhalds og verndar þessum harðgerðu útvörðum Íslandsbyggðar. Ef ekki verður að því gáð, er hætt við að uppblásturinn nái brátt inn að rósabeðinum sjálfum." „Þannig farast gömlum Skaftfellingi, Óskari Jónssyni í Vík, orð um hérað sitt. Hvergi á Íslandi hefur barátta mannsins við náttúruöflin verið harðari. Hér hafa heilar byggðir eyðst af sandfoki, Skaftáreldar flætt um frjósamar byggðir Síðumanna og Landbrytlinga, og Kötlugos breytt dynskógum í Mýrdalssand. Öldum saman varð skaftfellski bóndinn að brjótast yfir skaðræðisfljót, svarta sanda, jökla og brunahraun langar dagleiðir með varning sinn til Papóss eða alla leið vestur að Eyrarbakka, um 250 km leið, og eiga þar misjöfn kaup við hrokafulla mangara, sem keyptu og seldu við því verði sem þeim sjálfum sýndist." (Tíminn, 16. ágúst 1960) Lestur þessarar greinar ásamt fleiru, gefur mér nú tilefni til þess að setjast niður og hripa nokkur orð á blað, svo sláandi líkar, ef ekki verri eru aðstæður okkar Skaftfellinga enn þann dag í dag! Orkunýting landssvæða, Rammaáætlun Nú er afstaðin á Alþingi önnur umræða um vernd og orkunýtingu landssvæða (Rammaáætlun) þar sem tekist er á um röðun virkjunarkosta í vatnsafli og háhita, í verndar-, bið- eða nýtingarflokka. Í þessu máli, líkt og öðrum, hafa menn ólíkar skoðanir og ólíka lífssýn, sem er kannski eðlilegt svo stórt og þýðingarmikið sem þetta mál allt saman er. Engu að síður þá er það nú svo að ef Alþingi á að takast að leiða þetta mál til lykta með sómasamlegum hætti þurfa allir að gefa eftir. Ég get ekki neitað því að ég hef fylgst með þessari umræðu af talsverðum áhuga og kemur þar einkum tvennt til. Í fyrsta lagi er um að ræða sívaxandi áhuga minn á þjóðmálum almennt, áhuga sem mér er í blóð borinn og markast sérstaklega af málefnum lands og þjóðar og þá ekki hvað síst málefnum hinna dreifðu byggða landsins, sem hafa um alllangt skeið átt mjög undir högg að sækja hvað byggðaþróun snertir. Í öðru lagi og kannski ekki síður hefur áhugi minn á þessu tiltekna máli vaxið vegna þess að fyrir rúmum sex árum síðan fékk ég óumbeðið það vandmeðfarna hlutverk að taka sæti í sveitarstjórn Skaftárhrepps, fyrst sem varamaður en frá ársbyrjun 2007 sem aðalmaður. Nánast allan þann tíma hef ég með einhverjum hætti komið að skipulagsmálum sveitarfélagsins, málaflokki sem hefur öll þessi ár tekið gríðarlegan tíma og orku frá þeim sem að hafa komið. Málaflokk sem nú einnig snertir að miklu leyti þá vinnu og það karp ykkar í milli sem umræður og niðurstaða Rammaáætlunar koma til með að verða, hvað þá virkjunarkosti innan marka Skaftárhrepps varðar! Mig langar að gera ykkur grein fyrir því sem ég á við með tengingu þessara mála, auk þess að vekja athygli ykkar á grafalvarlegri stöðu þessa byggðalags. Aðalskipulag Seinnipart ársins 2007 var lagt af stað í það verkefni að endurskoða aðalskipulag Skaftárhrepps. Meginástæða þeirrar endurskoðunar var væntanleg stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs vorið 2008 sem talin var að myndi að einhverju leyti skapa breytta framtíðarsýn sveitarfélagsins. Auk þess leituðu umhverfisyfirvöld á sama tíma stíft eftir því að Langisjór yrði hluti þjóðgarðsins við stofnun hans. Slík var raunar ásóknin að þau reyndu ítrekað að slíta þær stækkunarhugmyndir frá skipulagsvinnunni í endurskoðunarferlinu. Skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar vorið 2010 samþykkti fráfarandi sveitarstjórn að auglýsa tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi, þar sem gert var m.a. ráð fyrir stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs, sem næmi nánast öllum afréttarlöndum Skaftárhrepps. Þessi tillaga olli deilum innan sveitarfélagsins og varð hún að einu stærsta kosningamáli sveitarstjórnarkosninganna. Að afloknum þeim kosningum setti ný sveitarstjórn sér það markmið að ná sameiginlega samkomulagi um tillögu að aðalskipulagi, með samvinnu beggja listanna sem buðu fram. Með þeirri sameiginlegu niðurstöðu sveitarstjórnar, sem náðist um nýja skipulagstillögu og lesa má um í fundargerð sveitarstjórnar frá 14. febrúar 2011, má segja að allt hálendi Skaftárhrepps ofan miðhálendislínu hafi verið verndað fyrir ágengum framkvæmdahugmyndum. Langisjór og hluti Eldgjár voru þá með afgerandi hætti lagðir til þjóðgarðsins og þar með horfnir frá öllum frekari framkvæmdahugmyndum á Langasjávarsvæðinu, sem fram til þess tíma hafði verið rannsakað og talið með allra hagkvæmustu virkjunarkostum landsins. Þess í stað voru tekin frá iðnaðarsvæði fyrir virkjanir neðan hálendislínu og með því vonast til að sem breiðust sátt næðist um mjög svo ólík viðhorf. Þar var og er enn sérstaklega horft til Hólmsárvirkjunar við Atley, en það var ný og umhverfisvænni hugmynd að virkjun Hólmsár. Hugmynd sem kom frá heimamönnum hér í Skaftárhreppi og var komið á framfæri við fulltrúa Landsvirkjunar, af undirrituðum, í skipulagsvinnu sveitarfélagsins. Með þessari virkjunartillögu væri með öllu horfið frá frekari virkjunaráformum ofar í Hólmsá, eins og eldri hugmyndir gerðu ráð fyrir og þar með aftekið með öllu frekara jarðrask að Fjallabaki. Virkjunartillögum sem báðar eru til umfjöllunar í Rammaáætlun, þ.e. Hólmsárvirkjun án miðlunar við Einhyrning og Hólmsárvirkjun með miðlun í Hólmsárlóni. Má líta svo á að með þessum ákvörðunum í sveitarstjórn, sem að lokum voru samþykktar af hæstvirtum umhverfisráðherra, með staðfestingu Aðalskipulagsins 21. nóvember 2011, hafi verið reynt að skapa það jafnvægi og þá sátt á milli afar ólíkra sjónarmiða sem verndun lands og nýting auðlinda þess eru. Þetta er nú staðan í aðalskipulagsmálunum, þó svo „háværir" umhverfisverndarsinnar haldi því fram að núverandi sveitarstjórn ali á sundrung og ófriði. Með þessari ákvörðun sýndu fulltrúar sveitarstjórnar það einnig í verki hverju hægt er að koma til leiðar ef vilji til sátta er fyrir hendi. Samvinna í orðsins fyllstu merkingu. Eitthvað sem þið ágætu alþingismenn mættuð alveg taka ykkur til fyrirmyndar. Það skyldi þó ekki vera að þessi sameiginlega niðurstaða sveitarstjórnar hefði síðan að einhverju leyti liðkað fyrir því að nú hillir loks undir uppbyggingu Þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri. Samfélagsleg og efnahagsleg þróun Það er hverju samfélagi nauðsynlegt að vera sem mest sjálfbært, þ.e. í samfélagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu tilliti, og að við göngum ekki á rétt komandi kynslóða í neinum af þessum þáttum. Þið ætlið nú, að því er mér virðist, að passa ríkulega upp á umhverfisþáttinn, en til þess að allt virki rétt þurfa hinir þættirnir einnig að fylgja með. Þá kem ég að kjarna málsins í þessu erindi, en það er samfélagsleg og efnahagsleg þróun Skaftárhrepps. Þróun þar sem á undanförnum árum hefur sífellt sigið á ógæfuhliðina þrátt fyrir stórkostlega uppbyggingu í ferðatengdum iðnaði. Þróun sem glögglega má sjá á fækkandi íbúum og hækkandi meðalaldri þeirra sem eftir eru, þróun þar sem engu einu er um að kenna en verður þó til þess að samfélagið missir sjálfbærnina. Efnahagslega með því að standa ekki undir þeim sameiginlegu og lögboðnu útgjöldum sem til er ætlast og samfélagslega með því að geta ekki veitt íbúunum þá þjónustu sem þeim með réttu ber. Af þeim ástæðum var fyrir réttu ári síðan leitað til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga um aðstoð, þar sem augljóslega myndi ekki takast að afgreiða fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sökum tekjuskorts. Skaftárhreppur er ekki skuldugt sveitarfélag en vandamálin eru þau að erfitt reynist að sinna skyldum um lögboðin verkefni sveitarfélaga og grunnþjónustu við íbúa svæðisins þar sem tekjurnar eru ekki nema rétt um 300 milljónir á ári. Með aðstoð rekstrarráðgjafa á vegum eftirlitsnefndarinnar hefur mikil vinna verið lögð í að endurskipuleggja allan rekstur sveitarfélagsins með hagræðingu og tekjuöflun að leiðarljósi. Það er að takast en tekur tíma að skila sér alla leið. Í nýlega útkominni skýrslu Byggðastofnunar, „Samfélag, atvinnulíf og íbúaþróun í byggðalögum með langvarandi fólksfækkun" útg. maí 2012, er gerð tilraun til að greina vanda Skaftárhrepps. Þar segir orðrétt: „Þar sem Skaftárhreppur er ekki sjávarútvegssvæði er hann aldrei hluti af neinni áætlun. Það vantar skilgreiningu sem hentar þessu svæði. Það þarf að taka ákvörðun um hvort svona byggðalög eiga að lifa eða ekki. Og ef þau eiga að lifa þá þarf að hjálpa þeim." Í skýrslunni er m.a. gerð tilraun til að skilgreina landið í svokölluð vinnusóknarsvæði. Þar segir að sökum langra vegalengda megi skilgreina Skaftárhrepp sem sérstakt vinnusóknarsvæði, þ.e. atvinnusvæði sem eðlilegt getur talist með tilliti til hámarksvegalengda milli vinnustaðar og heimilis og þar með einnig þeirrar daglegu grunnþjónustu sem íbúarnir þarfnast og eiga rétt á, s.s. skóla, leikskóla, heilsugæslu og fleira. Því má færa fyrir því sterk rök að slíkt mjög svo dreifbýlt og hafnlaust landbúnaðarhérað sem Skaftárhreppur er, þurfi og beinlínis verði auk hefðbundins landbúnaðar að eiga þess kost að fá að nýta þau landgæði og þær náttúruauðlindir sem byggðalagið býður upp á, jafnt í ferðamannaiðnaði sem sjálfbærri nýtingu þeirrar auðlindar sem virkjun vatnsorkunnar er. Sjálfbær nýting allra þeirra möguleika sem nærumhverfið býður upp á, í sátt og samlyndi, til hagsbóta fyrir íbúana, er og verður sá grunnur sem hægt er að byggja rekstur sveitarfélagsins á. Að láta verkin tala Þann 14. nóvember sl. fór fram hjá ykkur í Alþingi sérstök umræða um byggðamál, þar sem háttvirtur málshefjandi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, vakti máls á bágri stöðu ákveðinna landssvæða og því hve brýnt væri að koma þeim til aðstoðar, þar á meðal var Skaftárhreppur nefndur á nafn. Í máli þeirra háttvirtu alþingismanna sem tóku þátt í umræðunni kom fram að nú væri kominn tími verka, búið væri að tala nóg um málið. Þar á meðal sagði háttvirtur alþingismaður Ólína Þorvarðardóttir orðrétt: „Það þýðir ekki að tala um byggðaröskun sem eðlilega þróun. Slík þróun er mannanna verk. Hún stafar af misviturlegum ákvörðunum og skeytingarleysi um yfirlýst stefnumið laga um jafnan búseturétt og það á við um góðærin fyrir hrun ekkert síður en aðra tíma. Til að jafna stöðu byggðanna þarf einfaldlega að taka réttar ákvarðanir í samgöngumálum, atvinnu og auðlindamálum, við uppbyggingu stofnana og þjónustu. Byggðahnignunin er ekki náttúrulögmál, það þarf bara að láta verkin tala því að stefnan er til." Svo mörg voru þau orð. Þau blésu manni svo sannanlega byr í brjóst um að nú færu hlutirnir að gerast. Jú, Þekkingarsetrið á Kirkjubæjarklaustri hlaut á fjárlögum verðugan sess hjá yfirvöldum, því skal haldið til haga og fyrir það þakkað. En það var og er einungis annar hlutinn af þeirri framtíðarsýn okkar hér í Skaftárhreppi, sem við náðum svo ágætri samstöðu um innan sveitarstjórnar við endurskoðun Aðalskipulagsins. Hinn hlutinn er framkvæmdahugmyndirnar, þ.e. virkjanirnar, og þar skal fyrst og fremst nefna Hólmsárvirkjun við Atley. Framkvæmd sem er hugsuð til að fullnægja auknum þörfum almennings fyrir raforku og framkvæmd sem nær eindregin sátt ríkir um innan héraðs. Framkvæmd sem að sögn Steingerðar Hreinsdóttir, nýráðins rekstrarstjóra Kötlu Jarðvangs, rúmast vel innan þess ágæta byggðaþróunarverkefnis sem geoparkverkefnið er. Framkvæmd sem auk þess mætti gera að mjög svo verðugum minnisvarða um þá kjarnakvisti samfélagsins sem ruddu brautina á fyrri hluta síðustu aldar í rafvæðingu íslenskra sveita. Minnisvarða um þá merku vesturskaftfellsku frumkvöðla, Bjarna í Hólmi, Eirík í Svínadal, Sigfús á Geirlandi og fleiri eldhuga þess tíma, sem með elju sinni, atorku og óbilandi bjartsýni á framtíðina lýstu upp híbýli landsmanna. Verðugt verkefni sem einnig gæti með góðu móti stutt við áframhaldandi uppbyggingu í ferðaþjónustunni. Sjálfbæra nýtingin á auðlindunum okkar, sem við í sveitarstjórn sáum fyrir okkur sem annan valkost til að auka tekjuöflun mjög svo brothætts samfélags, er nú af ykkur alþingismenn góðir, á góðri leið með að vera skotin í kaf. Já, skotin í kaf, sagði ég, byggt á vafasömum rökum, þrátt fyrir fyrirliggjandi gögn sem ýmist menn þóttust ekki hafa séð eða voru sögð hafa týnst vegna mannlegra mistaka. Ja, þvílíkt og annað eins!! Ég vil þó taka það skýrt fram að ég finn orðið fyrir ríkum og vaxandi skilningi flestra ef ekki allra alþingismanna Suðurkjördæmis, hvar í flokki sem þeir standa, á þeim alvarlegu aðstæðum sem við Skaftfellingar búum við í dag hvað byggðamál varðar almennt. Hvert er byggð og búseta í Vestur-Skaftafellssýslu virkilega að stefna? Þrátt fyrir stórkostlegar náttúruhamfarir undangenginna alda og baráttu mannsins við óblíð náttúruöflin og ráðandi menn, eins og Óskar heitinn Jónsson, fyrrum alþingismaður í Vík, lýsir svo ágætlega um miðja síðustu öld og fram kemur í upphafsorðum þessarar greinar finnst mér sem lítið hafi breyst. Byggð og heilsársbúseta í Vestur-Skaftafellssýslu á nú sem aldrei fyrr í vök að verjast og það af völdum mannsins og misviturlegra ákvarðana hans. Þar getið þið nú, alþingismenn allir, lagt ykkar að mörkum til þess að snúa þeirri óheillaþróun við, svo hér geti frekar dafnað byggð til framtíðar. Nú við afgreiðslu Rammaáætlunar, með samþykkt á fyrirliggjandi breytingartillögu, þar sem gert er ráð fyrir því að Hólmsárvirkjun við Atley færist úr biðflokki í nýtingarflokk. Ég skora á ykkur alþingismenn að láta þessi málefni til ykkar taka! Ef ekki þá spyr ég enn og aftur: „Hvers eigum við Skaftfellingar að gjalda?" Með vinsemd og virðingu, Herjólfsstöðum, 9. janúar 2013 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Heilir og sælir, alþingismenn allir og gleðilegt ár! Nokkur orð á nýju ári um stöðu byggðar og framtíð heilsársbúsetu í Vestur-Skaftafellssýslu. Upphafskafli þessa erindis er bein og orðrétt tilvitnun í blaðagrein sem birtist í dagblaðinu Tímanum þriðjudaginn 16. ágúst 1960 undir fyrirsögninni „Uppbygging héraðanna stöðvast". Í greininni er rakin saga Kaupfélags Vestur-Skaftfellinga sem stofnað var árið 1906 og þeirrar óvægnu lífsbaráttu sem íbúar sýslunnar háðu í áranna rás, jafnt við náttúruöflin sem landsfeðurna. Tíminn, 16.ágúst 1960 „Vestur-Skaftafellssýsla er sérstæð um margt landfræðilega. Vissulega býr hún yfir kynngimögnuðum krafti auðnar og ægivalds. Eyðingaröfl elds og ísa hafa vissulega ritað með feiknstöfum rúnir sínar á mikinn hluta héraðsins en þó geymir hún í skauti sér friðsælar og fagrar sveitir, þar sem fólkið hefur unað um aldir. Vissulega hefur það barizt við hamröm náttúruöflin, sandstorma, fallþungar jökulelfur og brimskafl við strönd. Oft hefur maðurinn orðið undir í þeirri glímu. Ofureflið hefur krafið mannfórna og kjörin hafa sett á manninn mark. En svo sem hinn harðgerði íslenzki melur stenzt alla storma og leggur undir sig sandauðnirnar, ef hann fær næði til þess, svo hefur og fólkið í þessari sýslu gert landið sér undirgefið. Það hefur verið þróttmikið, æðrulaust, dugandi fólk, gætt góðri greind og athyglisgáfu, sjálfstætt í hugsun, en lært að þjappa sér saman í raun. Það hefur ekki þolað ofbeldi né undirlægjuhátt. Höfðingsskapur og andleg reisn hefur því verið áskapað og stolt í framgöngu. Það er gestrisið í bezta lagi og vinátta þess bregzt engum, sem hana öðlast á annað borð. Nú er spurningin: Breytist þetta fólk með tilkomu tækninnar? Þegar glíman við náttúruöflin slaknar og erfiðleikarnir réna? Ég vona að svo verði ekki. Hitt er svo annað mál, að vel mega ráðamenn þjóðarinnar gæta þess að haga ekki efnahagsaðgerðum þannig að of lítið tillit sé tekið til erfiðrar aðstöðu þess fólks er útkjálkana byggir. Þjóðfélagið má ekki við því að rótslíta úr byggðum eins og Vestur-Skaftafellssýslu, og víðar, þá kjarnakvisti er þar hafa háð stríð til viðhalds þjóð- og menningarsögu allt frá upphafi Íslandsbyggðar. Þeir sem búa í rósagerði þjóðgarðsins verða að sætta sig við að fórna nokkru, ef hægt er að kalla það því nafni, til viðhalds og verndar þessum harðgerðu útvörðum Íslandsbyggðar. Ef ekki verður að því gáð, er hætt við að uppblásturinn nái brátt inn að rósabeðinum sjálfum." „Þannig farast gömlum Skaftfellingi, Óskari Jónssyni í Vík, orð um hérað sitt. Hvergi á Íslandi hefur barátta mannsins við náttúruöflin verið harðari. Hér hafa heilar byggðir eyðst af sandfoki, Skaftáreldar flætt um frjósamar byggðir Síðumanna og Landbrytlinga, og Kötlugos breytt dynskógum í Mýrdalssand. Öldum saman varð skaftfellski bóndinn að brjótast yfir skaðræðisfljót, svarta sanda, jökla og brunahraun langar dagleiðir með varning sinn til Papóss eða alla leið vestur að Eyrarbakka, um 250 km leið, og eiga þar misjöfn kaup við hrokafulla mangara, sem keyptu og seldu við því verði sem þeim sjálfum sýndist." (Tíminn, 16. ágúst 1960) Lestur þessarar greinar ásamt fleiru, gefur mér nú tilefni til þess að setjast niður og hripa nokkur orð á blað, svo sláandi líkar, ef ekki verri eru aðstæður okkar Skaftfellinga enn þann dag í dag! Orkunýting landssvæða, Rammaáætlun Nú er afstaðin á Alþingi önnur umræða um vernd og orkunýtingu landssvæða (Rammaáætlun) þar sem tekist er á um röðun virkjunarkosta í vatnsafli og háhita, í verndar-, bið- eða nýtingarflokka. Í þessu máli, líkt og öðrum, hafa menn ólíkar skoðanir og ólíka lífssýn, sem er kannski eðlilegt svo stórt og þýðingarmikið sem þetta mál allt saman er. Engu að síður þá er það nú svo að ef Alþingi á að takast að leiða þetta mál til lykta með sómasamlegum hætti þurfa allir að gefa eftir. Ég get ekki neitað því að ég hef fylgst með þessari umræðu af talsverðum áhuga og kemur þar einkum tvennt til. Í fyrsta lagi er um að ræða sívaxandi áhuga minn á þjóðmálum almennt, áhuga sem mér er í blóð borinn og markast sérstaklega af málefnum lands og þjóðar og þá ekki hvað síst málefnum hinna dreifðu byggða landsins, sem hafa um alllangt skeið átt mjög undir högg að sækja hvað byggðaþróun snertir. Í öðru lagi og kannski ekki síður hefur áhugi minn á þessu tiltekna máli vaxið vegna þess að fyrir rúmum sex árum síðan fékk ég óumbeðið það vandmeðfarna hlutverk að taka sæti í sveitarstjórn Skaftárhrepps, fyrst sem varamaður en frá ársbyrjun 2007 sem aðalmaður. Nánast allan þann tíma hef ég með einhverjum hætti komið að skipulagsmálum sveitarfélagsins, málaflokki sem hefur öll þessi ár tekið gríðarlegan tíma og orku frá þeim sem að hafa komið. Málaflokk sem nú einnig snertir að miklu leyti þá vinnu og það karp ykkar í milli sem umræður og niðurstaða Rammaáætlunar koma til með að verða, hvað þá virkjunarkosti innan marka Skaftárhrepps varðar! Mig langar að gera ykkur grein fyrir því sem ég á við með tengingu þessara mála, auk þess að vekja athygli ykkar á grafalvarlegri stöðu þessa byggðalags. Aðalskipulag Seinnipart ársins 2007 var lagt af stað í það verkefni að endurskoða aðalskipulag Skaftárhrepps. Meginástæða þeirrar endurskoðunar var væntanleg stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs vorið 2008 sem talin var að myndi að einhverju leyti skapa breytta framtíðarsýn sveitarfélagsins. Auk þess leituðu umhverfisyfirvöld á sama tíma stíft eftir því að Langisjór yrði hluti þjóðgarðsins við stofnun hans. Slík var raunar ásóknin að þau reyndu ítrekað að slíta þær stækkunarhugmyndir frá skipulagsvinnunni í endurskoðunarferlinu. Skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar vorið 2010 samþykkti fráfarandi sveitarstjórn að auglýsa tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi, þar sem gert var m.a. ráð fyrir stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs, sem næmi nánast öllum afréttarlöndum Skaftárhrepps. Þessi tillaga olli deilum innan sveitarfélagsins og varð hún að einu stærsta kosningamáli sveitarstjórnarkosninganna. Að afloknum þeim kosningum setti ný sveitarstjórn sér það markmið að ná sameiginlega samkomulagi um tillögu að aðalskipulagi, með samvinnu beggja listanna sem buðu fram. Með þeirri sameiginlegu niðurstöðu sveitarstjórnar, sem náðist um nýja skipulagstillögu og lesa má um í fundargerð sveitarstjórnar frá 14. febrúar 2011, má segja að allt hálendi Skaftárhrepps ofan miðhálendislínu hafi verið verndað fyrir ágengum framkvæmdahugmyndum. Langisjór og hluti Eldgjár voru þá með afgerandi hætti lagðir til þjóðgarðsins og þar með horfnir frá öllum frekari framkvæmdahugmyndum á Langasjávarsvæðinu, sem fram til þess tíma hafði verið rannsakað og talið með allra hagkvæmustu virkjunarkostum landsins. Þess í stað voru tekin frá iðnaðarsvæði fyrir virkjanir neðan hálendislínu og með því vonast til að sem breiðust sátt næðist um mjög svo ólík viðhorf. Þar var og er enn sérstaklega horft til Hólmsárvirkjunar við Atley, en það var ný og umhverfisvænni hugmynd að virkjun Hólmsár. Hugmynd sem kom frá heimamönnum hér í Skaftárhreppi og var komið á framfæri við fulltrúa Landsvirkjunar, af undirrituðum, í skipulagsvinnu sveitarfélagsins. Með þessari virkjunartillögu væri með öllu horfið frá frekari virkjunaráformum ofar í Hólmsá, eins og eldri hugmyndir gerðu ráð fyrir og þar með aftekið með öllu frekara jarðrask að Fjallabaki. Virkjunartillögum sem báðar eru til umfjöllunar í Rammaáætlun, þ.e. Hólmsárvirkjun án miðlunar við Einhyrning og Hólmsárvirkjun með miðlun í Hólmsárlóni. Má líta svo á að með þessum ákvörðunum í sveitarstjórn, sem að lokum voru samþykktar af hæstvirtum umhverfisráðherra, með staðfestingu Aðalskipulagsins 21. nóvember 2011, hafi verið reynt að skapa það jafnvægi og þá sátt á milli afar ólíkra sjónarmiða sem verndun lands og nýting auðlinda þess eru. Þetta er nú staðan í aðalskipulagsmálunum, þó svo „háværir" umhverfisverndarsinnar haldi því fram að núverandi sveitarstjórn ali á sundrung og ófriði. Með þessari ákvörðun sýndu fulltrúar sveitarstjórnar það einnig í verki hverju hægt er að koma til leiðar ef vilji til sátta er fyrir hendi. Samvinna í orðsins fyllstu merkingu. Eitthvað sem þið ágætu alþingismenn mættuð alveg taka ykkur til fyrirmyndar. Það skyldi þó ekki vera að þessi sameiginlega niðurstaða sveitarstjórnar hefði síðan að einhverju leyti liðkað fyrir því að nú hillir loks undir uppbyggingu Þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri. Samfélagsleg og efnahagsleg þróun Það er hverju samfélagi nauðsynlegt að vera sem mest sjálfbært, þ.e. í samfélagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu tilliti, og að við göngum ekki á rétt komandi kynslóða í neinum af þessum þáttum. Þið ætlið nú, að því er mér virðist, að passa ríkulega upp á umhverfisþáttinn, en til þess að allt virki rétt þurfa hinir þættirnir einnig að fylgja með. Þá kem ég að kjarna málsins í þessu erindi, en það er samfélagsleg og efnahagsleg þróun Skaftárhrepps. Þróun þar sem á undanförnum árum hefur sífellt sigið á ógæfuhliðina þrátt fyrir stórkostlega uppbyggingu í ferðatengdum iðnaði. Þróun sem glögglega má sjá á fækkandi íbúum og hækkandi meðalaldri þeirra sem eftir eru, þróun þar sem engu einu er um að kenna en verður þó til þess að samfélagið missir sjálfbærnina. Efnahagslega með því að standa ekki undir þeim sameiginlegu og lögboðnu útgjöldum sem til er ætlast og samfélagslega með því að geta ekki veitt íbúunum þá þjónustu sem þeim með réttu ber. Af þeim ástæðum var fyrir réttu ári síðan leitað til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga um aðstoð, þar sem augljóslega myndi ekki takast að afgreiða fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sökum tekjuskorts. Skaftárhreppur er ekki skuldugt sveitarfélag en vandamálin eru þau að erfitt reynist að sinna skyldum um lögboðin verkefni sveitarfélaga og grunnþjónustu við íbúa svæðisins þar sem tekjurnar eru ekki nema rétt um 300 milljónir á ári. Með aðstoð rekstrarráðgjafa á vegum eftirlitsnefndarinnar hefur mikil vinna verið lögð í að endurskipuleggja allan rekstur sveitarfélagsins með hagræðingu og tekjuöflun að leiðarljósi. Það er að takast en tekur tíma að skila sér alla leið. Í nýlega útkominni skýrslu Byggðastofnunar, „Samfélag, atvinnulíf og íbúaþróun í byggðalögum með langvarandi fólksfækkun" útg. maí 2012, er gerð tilraun til að greina vanda Skaftárhrepps. Þar segir orðrétt: „Þar sem Skaftárhreppur er ekki sjávarútvegssvæði er hann aldrei hluti af neinni áætlun. Það vantar skilgreiningu sem hentar þessu svæði. Það þarf að taka ákvörðun um hvort svona byggðalög eiga að lifa eða ekki. Og ef þau eiga að lifa þá þarf að hjálpa þeim." Í skýrslunni er m.a. gerð tilraun til að skilgreina landið í svokölluð vinnusóknarsvæði. Þar segir að sökum langra vegalengda megi skilgreina Skaftárhrepp sem sérstakt vinnusóknarsvæði, þ.e. atvinnusvæði sem eðlilegt getur talist með tilliti til hámarksvegalengda milli vinnustaðar og heimilis og þar með einnig þeirrar daglegu grunnþjónustu sem íbúarnir þarfnast og eiga rétt á, s.s. skóla, leikskóla, heilsugæslu og fleira. Því má færa fyrir því sterk rök að slíkt mjög svo dreifbýlt og hafnlaust landbúnaðarhérað sem Skaftárhreppur er, þurfi og beinlínis verði auk hefðbundins landbúnaðar að eiga þess kost að fá að nýta þau landgæði og þær náttúruauðlindir sem byggðalagið býður upp á, jafnt í ferðamannaiðnaði sem sjálfbærri nýtingu þeirrar auðlindar sem virkjun vatnsorkunnar er. Sjálfbær nýting allra þeirra möguleika sem nærumhverfið býður upp á, í sátt og samlyndi, til hagsbóta fyrir íbúana, er og verður sá grunnur sem hægt er að byggja rekstur sveitarfélagsins á. Að láta verkin tala Þann 14. nóvember sl. fór fram hjá ykkur í Alþingi sérstök umræða um byggðamál, þar sem háttvirtur málshefjandi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, vakti máls á bágri stöðu ákveðinna landssvæða og því hve brýnt væri að koma þeim til aðstoðar, þar á meðal var Skaftárhreppur nefndur á nafn. Í máli þeirra háttvirtu alþingismanna sem tóku þátt í umræðunni kom fram að nú væri kominn tími verka, búið væri að tala nóg um málið. Þar á meðal sagði háttvirtur alþingismaður Ólína Þorvarðardóttir orðrétt: „Það þýðir ekki að tala um byggðaröskun sem eðlilega þróun. Slík þróun er mannanna verk. Hún stafar af misviturlegum ákvörðunum og skeytingarleysi um yfirlýst stefnumið laga um jafnan búseturétt og það á við um góðærin fyrir hrun ekkert síður en aðra tíma. Til að jafna stöðu byggðanna þarf einfaldlega að taka réttar ákvarðanir í samgöngumálum, atvinnu og auðlindamálum, við uppbyggingu stofnana og þjónustu. Byggðahnignunin er ekki náttúrulögmál, það þarf bara að láta verkin tala því að stefnan er til." Svo mörg voru þau orð. Þau blésu manni svo sannanlega byr í brjóst um að nú færu hlutirnir að gerast. Jú, Þekkingarsetrið á Kirkjubæjarklaustri hlaut á fjárlögum verðugan sess hjá yfirvöldum, því skal haldið til haga og fyrir það þakkað. En það var og er einungis annar hlutinn af þeirri framtíðarsýn okkar hér í Skaftárhreppi, sem við náðum svo ágætri samstöðu um innan sveitarstjórnar við endurskoðun Aðalskipulagsins. Hinn hlutinn er framkvæmdahugmyndirnar, þ.e. virkjanirnar, og þar skal fyrst og fremst nefna Hólmsárvirkjun við Atley. Framkvæmd sem er hugsuð til að fullnægja auknum þörfum almennings fyrir raforku og framkvæmd sem nær eindregin sátt ríkir um innan héraðs. Framkvæmd sem að sögn Steingerðar Hreinsdóttir, nýráðins rekstrarstjóra Kötlu Jarðvangs, rúmast vel innan þess ágæta byggðaþróunarverkefnis sem geoparkverkefnið er. Framkvæmd sem auk þess mætti gera að mjög svo verðugum minnisvarða um þá kjarnakvisti samfélagsins sem ruddu brautina á fyrri hluta síðustu aldar í rafvæðingu íslenskra sveita. Minnisvarða um þá merku vesturskaftfellsku frumkvöðla, Bjarna í Hólmi, Eirík í Svínadal, Sigfús á Geirlandi og fleiri eldhuga þess tíma, sem með elju sinni, atorku og óbilandi bjartsýni á framtíðina lýstu upp híbýli landsmanna. Verðugt verkefni sem einnig gæti með góðu móti stutt við áframhaldandi uppbyggingu í ferðaþjónustunni. Sjálfbæra nýtingin á auðlindunum okkar, sem við í sveitarstjórn sáum fyrir okkur sem annan valkost til að auka tekjuöflun mjög svo brothætts samfélags, er nú af ykkur alþingismenn góðir, á góðri leið með að vera skotin í kaf. Já, skotin í kaf, sagði ég, byggt á vafasömum rökum, þrátt fyrir fyrirliggjandi gögn sem ýmist menn þóttust ekki hafa séð eða voru sögð hafa týnst vegna mannlegra mistaka. Ja, þvílíkt og annað eins!! Ég vil þó taka það skýrt fram að ég finn orðið fyrir ríkum og vaxandi skilningi flestra ef ekki allra alþingismanna Suðurkjördæmis, hvar í flokki sem þeir standa, á þeim alvarlegu aðstæðum sem við Skaftfellingar búum við í dag hvað byggðamál varðar almennt. Hvert er byggð og búseta í Vestur-Skaftafellssýslu virkilega að stefna? Þrátt fyrir stórkostlegar náttúruhamfarir undangenginna alda og baráttu mannsins við óblíð náttúruöflin og ráðandi menn, eins og Óskar heitinn Jónsson, fyrrum alþingismaður í Vík, lýsir svo ágætlega um miðja síðustu öld og fram kemur í upphafsorðum þessarar greinar finnst mér sem lítið hafi breyst. Byggð og heilsársbúseta í Vestur-Skaftafellssýslu á nú sem aldrei fyrr í vök að verjast og það af völdum mannsins og misviturlegra ákvarðana hans. Þar getið þið nú, alþingismenn allir, lagt ykkar að mörkum til þess að snúa þeirri óheillaþróun við, svo hér geti frekar dafnað byggð til framtíðar. Nú við afgreiðslu Rammaáætlunar, með samþykkt á fyrirliggjandi breytingartillögu, þar sem gert er ráð fyrir því að Hólmsárvirkjun við Atley færist úr biðflokki í nýtingarflokk. Ég skora á ykkur alþingismenn að láta þessi málefni til ykkar taka! Ef ekki þá spyr ég enn og aftur: „Hvers eigum við Skaftfellingar að gjalda?" Með vinsemd og virðingu, Herjólfsstöðum, 9. janúar 2013
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun