Gæti ekki sagt nei við NFL 28. maí 2013 11:30 Hafþór að keppa í keppninni um sterkasta mann heims. Eins og Vísir greindi frá í morgun þá virðist Jim Irsay, eigandi NFL-liðsins Indianapolis Colts, hafa áhuga á því að skoða sterkasta mann Íslands, Hafþór Júlíus Björnsson. Irsay skrifaði á Twitter-síðu sína að hann þyrfti kannski að skoða "Íslendinginn" og fór svo af stað með getraunaleik um hver maðurinn sé. Hann er Hafþór Júlíus Björnsson. 24 ára strákur sem er 205 sentimetrar að hæð og lítil 170 kíló. Maður með skrokk fyrir NFL-deildina. "Ég vissi af þessu en það hefur enginn haft formlega samband við mig vegna málsins. Ég veit því ekki hversu mikil alvara er í þessu hjá þeim," sagði Hafþór Júlíus í samtali við Vísi. Hafþór lyftir hér Larissu Reis. Hafþór hefur ekki spilað íþróttina áður né reynt að koma sjálfum sér sérstaklega á framfæri svo hann eigi möguleika á að komast í deildina. "Ég er að keppa í aflraunum um allan heim og þannig vita þeir líklega af mér. Það fréttist af mönnum sem eru 205 sentimetrar og 170 kíló," sagði Hafþór léttur. "Ég væri örugglega tilvalinn í þetta. Ég hef ekkert reynt að koma mér á framfæri en Brynjar Karl Sigurðsson, fyrrum þjálfari minn, hannaði Sideline-forritið sem er notað af liðum í NFL. Hann er tengdur þar inn og þekkir vel til. Einn þjálfari úti spurði hann mikið út í mig og þannig hef ég líklega komist í umræðuna." Hafþór Júlíus neitar því ekki að tilhugsunin um að spila í NFL-deildinni kitli hann. "Ef lið myndi sýna mér áhuga þá myndi ég alltaf skoða það. Ég veit samt að ég færi fyrst í æfingabúðir svo þeir gætu skoðað mig og athugað hvort ég sé nothæfur. Það væri ekki hægt að segja nei við svona stóru tækifæri enda miklir peningar í húfi," sagði Hafþór. "Það er mikill heiður að þeir séu að spá í því að skoða mig. Ég er klár ef að kallið kemur." Innlendar Tengdar fréttir Sterkasti maður Íslands á leið í NFL-deildina? Jim Irsay, eigandi Indianapolis Colts í NFL-deildinni, gaf í skyn á dögunum að það gæti verið sterkur leikur að fá Hafþór Júlíus Björnsson til liðs við félagið. 28. maí 2013 09:30 Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í morgun þá virðist Jim Irsay, eigandi NFL-liðsins Indianapolis Colts, hafa áhuga á því að skoða sterkasta mann Íslands, Hafþór Júlíus Björnsson. Irsay skrifaði á Twitter-síðu sína að hann þyrfti kannski að skoða "Íslendinginn" og fór svo af stað með getraunaleik um hver maðurinn sé. Hann er Hafþór Júlíus Björnsson. 24 ára strákur sem er 205 sentimetrar að hæð og lítil 170 kíló. Maður með skrokk fyrir NFL-deildina. "Ég vissi af þessu en það hefur enginn haft formlega samband við mig vegna málsins. Ég veit því ekki hversu mikil alvara er í þessu hjá þeim," sagði Hafþór Júlíus í samtali við Vísi. Hafþór lyftir hér Larissu Reis. Hafþór hefur ekki spilað íþróttina áður né reynt að koma sjálfum sér sérstaklega á framfæri svo hann eigi möguleika á að komast í deildina. "Ég er að keppa í aflraunum um allan heim og þannig vita þeir líklega af mér. Það fréttist af mönnum sem eru 205 sentimetrar og 170 kíló," sagði Hafþór léttur. "Ég væri örugglega tilvalinn í þetta. Ég hef ekkert reynt að koma mér á framfæri en Brynjar Karl Sigurðsson, fyrrum þjálfari minn, hannaði Sideline-forritið sem er notað af liðum í NFL. Hann er tengdur þar inn og þekkir vel til. Einn þjálfari úti spurði hann mikið út í mig og þannig hef ég líklega komist í umræðuna." Hafþór Júlíus neitar því ekki að tilhugsunin um að spila í NFL-deildinni kitli hann. "Ef lið myndi sýna mér áhuga þá myndi ég alltaf skoða það. Ég veit samt að ég færi fyrst í æfingabúðir svo þeir gætu skoðað mig og athugað hvort ég sé nothæfur. Það væri ekki hægt að segja nei við svona stóru tækifæri enda miklir peningar í húfi," sagði Hafþór. "Það er mikill heiður að þeir séu að spá í því að skoða mig. Ég er klár ef að kallið kemur."
Innlendar Tengdar fréttir Sterkasti maður Íslands á leið í NFL-deildina? Jim Irsay, eigandi Indianapolis Colts í NFL-deildinni, gaf í skyn á dögunum að það gæti verið sterkur leikur að fá Hafþór Júlíus Björnsson til liðs við félagið. 28. maí 2013 09:30 Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Sterkasti maður Íslands á leið í NFL-deildina? Jim Irsay, eigandi Indianapolis Colts í NFL-deildinni, gaf í skyn á dögunum að það gæti verið sterkur leikur að fá Hafþór Júlíus Björnsson til liðs við félagið. 28. maí 2013 09:30