Aukið á réttaróvissu Guðjón Jensson skrifar 21. desember 2012 06:00 Þjóðlendulögin frá 1998 eru að mörgu leyti einkennileg lagasetning. Megintilgangur þeirra var sá að greiða úr þeirri réttaróvissu sem ríkti um eignarhald á hálendi Íslands, eða eins og segir í 2. grein: „Íslenska ríkið er eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki eru háð einkaeignarrétti." Komið var á sérstakri nefnd, „Óbyggðanefnd", sem rannsaka skyldi þessi mál og gera kröfur fyrir hönd ríkisins. Nefnd þessi hafði mjög ítarlegt vald til að rannsaka og úrskurða um eignarrétt. Verður úrskurðum hennar ekki skotið til ráðherra sem æðra stjórnvalds (14. gr.) heldur skyldi sá sem þótti sig bera halla af úrskurði nefndarinnar höfða einkamál innan 6 mánaða frá því að hann hafði verið birtur í Lögbirtingarblaði (19. gr.). Þar með er sönnunarbyrðinni snúið við, þ.e. úrskurður Óbyggðanefndar stendur uns honum hefur verið hnekkt. Niðurstaðan getur verið glannaleg, byggð á nokkuð frjálslegri túlkun heimilda. Ber þá þeim sem ekki vill una að stefna ríkisvaldinu um endurheimt eignarréttar síns og færa sönnur fyrir máli sínu. Hafa mörg kostuleg dæmi verið nefnd í þessu sambandi. Má þar nefna svonefndan Geitlandsdóm þar sem norðanverður Kaldidalur er dæmdur þjóðlenda með vísun í Landnámu en eignarréttur Reykholtskirkju hundsaður þrátt fyrir að kirkjan eigi Geitland með skógi, en svo stendur skýrum stöfum í Reykholtsmáldaga, sem er elst varðveitt skjal á Íslandi (elsti hluti hans talinn vera frá 1185, Saga Íslands II:75). Geitlandsdómur Um Geitlandsdóm Hæstaréttar hefur dr. Einar Gunnar Pétursson skrifað: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/564037/ Þá má nefna vægast sagt undarlega niðurstöðu Óbyggðanefndar um Lónsöræfi, en fyrir um öld voru eiganda Stafafells í Lóni seld öræfi þessi af sama aðila, ríkisvaldinu, og nú hefur yfirtekið án bóta. Á slóðinni: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/584227/ má lesa óánægju landeigenda í Austur-Skaftafellssýslu um kröfur Óbyggðanefndar á hendur þeim. Þeir telja, sem réttilegt er, að ríkisvaldið sé að ganga á stjórnarskrárvarinn eignarrétt þeirra. Þá er einnig góð grein um Stafafell í Lóni eftir Gunnlaug Ólafsson: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1138328/ En hvernig er háttað heimildaöflun þeirra sem málið varðar vegna eignarréttar? Í opinberum skjalasöfnum er umtalsvert magn skjala sem varða eignarrétt. Talið er að nálægt 16 þúsund skjöl liggi órannsökuð hjá Árnastofnun, Landsbókasafni og Þjóðskjalasafni. Ekki er ljóst hvort þar kunna að vera heimildir um eignarhald á landi sem dæmt hefur verið sem þjóðlenda. Því kann að vera að síðar komi í leitirnar sönnunargögn um eignarrétt á landi sem ekki var vitað um þegar niðurstaða var fengin í dómsmálum um þjóðlendur á Íslandi. (Heimild: http://landeigendur.is/landbunadur/wgbi.nsf/Attachment/fundargerd_lli_2010_adalfundur/$file/fundargerd_lli_2010_adalfundur.pdf) Ljóst er að þjóðlendumál hafa fremur aukið á réttaróvissu í mörgum tilfellum en greitt úr. Hefur verið farið af stað meira af kappi en forsjá? Heimildir um eignarrétt jarða, sveitarfélaga og annarra aðila þarf að rannsaka betur en verið hefur. Veita þarf aukið fé til þessara mála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þjóðlendulögin frá 1998 eru að mörgu leyti einkennileg lagasetning. Megintilgangur þeirra var sá að greiða úr þeirri réttaróvissu sem ríkti um eignarhald á hálendi Íslands, eða eins og segir í 2. grein: „Íslenska ríkið er eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki eru háð einkaeignarrétti." Komið var á sérstakri nefnd, „Óbyggðanefnd", sem rannsaka skyldi þessi mál og gera kröfur fyrir hönd ríkisins. Nefnd þessi hafði mjög ítarlegt vald til að rannsaka og úrskurða um eignarrétt. Verður úrskurðum hennar ekki skotið til ráðherra sem æðra stjórnvalds (14. gr.) heldur skyldi sá sem þótti sig bera halla af úrskurði nefndarinnar höfða einkamál innan 6 mánaða frá því að hann hafði verið birtur í Lögbirtingarblaði (19. gr.). Þar með er sönnunarbyrðinni snúið við, þ.e. úrskurður Óbyggðanefndar stendur uns honum hefur verið hnekkt. Niðurstaðan getur verið glannaleg, byggð á nokkuð frjálslegri túlkun heimilda. Ber þá þeim sem ekki vill una að stefna ríkisvaldinu um endurheimt eignarréttar síns og færa sönnur fyrir máli sínu. Hafa mörg kostuleg dæmi verið nefnd í þessu sambandi. Má þar nefna svonefndan Geitlandsdóm þar sem norðanverður Kaldidalur er dæmdur þjóðlenda með vísun í Landnámu en eignarréttur Reykholtskirkju hundsaður þrátt fyrir að kirkjan eigi Geitland með skógi, en svo stendur skýrum stöfum í Reykholtsmáldaga, sem er elst varðveitt skjal á Íslandi (elsti hluti hans talinn vera frá 1185, Saga Íslands II:75). Geitlandsdómur Um Geitlandsdóm Hæstaréttar hefur dr. Einar Gunnar Pétursson skrifað: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/564037/ Þá má nefna vægast sagt undarlega niðurstöðu Óbyggðanefndar um Lónsöræfi, en fyrir um öld voru eiganda Stafafells í Lóni seld öræfi þessi af sama aðila, ríkisvaldinu, og nú hefur yfirtekið án bóta. Á slóðinni: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/584227/ má lesa óánægju landeigenda í Austur-Skaftafellssýslu um kröfur Óbyggðanefndar á hendur þeim. Þeir telja, sem réttilegt er, að ríkisvaldið sé að ganga á stjórnarskrárvarinn eignarrétt þeirra. Þá er einnig góð grein um Stafafell í Lóni eftir Gunnlaug Ólafsson: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1138328/ En hvernig er háttað heimildaöflun þeirra sem málið varðar vegna eignarréttar? Í opinberum skjalasöfnum er umtalsvert magn skjala sem varða eignarrétt. Talið er að nálægt 16 þúsund skjöl liggi órannsökuð hjá Árnastofnun, Landsbókasafni og Þjóðskjalasafni. Ekki er ljóst hvort þar kunna að vera heimildir um eignarhald á landi sem dæmt hefur verið sem þjóðlenda. Því kann að vera að síðar komi í leitirnar sönnunargögn um eignarrétt á landi sem ekki var vitað um þegar niðurstaða var fengin í dómsmálum um þjóðlendur á Íslandi. (Heimild: http://landeigendur.is/landbunadur/wgbi.nsf/Attachment/fundargerd_lli_2010_adalfundur/$file/fundargerd_lli_2010_adalfundur.pdf) Ljóst er að þjóðlendumál hafa fremur aukið á réttaróvissu í mörgum tilfellum en greitt úr. Hefur verið farið af stað meira af kappi en forsjá? Heimildir um eignarrétt jarða, sveitarfélaga og annarra aðila þarf að rannsaka betur en verið hefur. Veita þarf aukið fé til þessara mála.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar