Umræða um einelti á vitlausri braut Matthías Freyr Matthíasson skrifar 21. desember 2012 06:00 Ég hugsa að það sé best að ég komi með fyrirvara hér. Einelti er nokkuð sem enginn einstaklingur ætti að þurfa að ganga í gegnum. Það er viðurstyggð og þjóðfélagið allt þarf að taka sig saman í andlitinu. Að því sögðu er ég á því að umræðan um einelti sé á miklum villigötum. Ég sem einstaklingur upplifði einelti mestalla mína grunnskólagöngu. Ég veit um hvað ég er að tala en ætla þó ekki að halda því fram að ég sé alvitur þegar kemur að þessum efnum. Langt því frá. Takið eftir að ég tala ekki og mun aldrei tala um mig sem fórnarlamb eineltis. Eigið fórnarlamb Ég lít ekki á mig í dag sem fórnarlamb, þeir tímar eru sem betur fer löngu löngu liðnir. Ég hugsa að ég hafi mest í gegnum tíðina verið mitt eigið fórnarlamb – ég var svo fastur í „eineltisfórnarlambshugsuninni" að ég leyfði mér ekki að losna við mitt sjálfskaparvíti fyrr en ég varð 22 ára gamall. Þegar ég sé alla þá umræðu sem kemur öðru hverju upp í fjölmiðlum um einelti og afleiðingar þess svíður mig þó í hjartað. Ég finn til einhverrar óútskýrðrar samkenndar til handa þeim sem þó sýna kjark sinn og stíga fram og segja frá sögu sinni. En mig svíður jafnvel meira að sjá sum þau komment sem koma fram í kommentakerfum fjölmiðlanna. Þar er fullorðið (mis-fullorðið) fólk að missa sig í bræði og ógeðslegu orðbragði, komið með heygafflana á loft og tilbúið að taka „gerendurna" og framkvæma hatursfulla hluti gagnvart þeim. Við munum aldrei ná langt í baráttunni gegn einelti ef við höldum umræðunni alltaf á þessum nótum og ef við einsetjum okkur alltaf að finna gerendurna og „refsa" þeim. Með þessum orðum mínum er ég þó ekki að fría gerendurna og segja að þeir séu englar! En ég er að segja að við þurfum að breyta þessum hugsunarhætti til þess að ná áfram. Einnig er ekki nóg að útrýma einelti úr grunnskólum. Einelti á vinnustöðum fullorðsins fólks er gríðarlega algengt. Það finnst mér erfiðara að skilja! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Ég hugsa að það sé best að ég komi með fyrirvara hér. Einelti er nokkuð sem enginn einstaklingur ætti að þurfa að ganga í gegnum. Það er viðurstyggð og þjóðfélagið allt þarf að taka sig saman í andlitinu. Að því sögðu er ég á því að umræðan um einelti sé á miklum villigötum. Ég sem einstaklingur upplifði einelti mestalla mína grunnskólagöngu. Ég veit um hvað ég er að tala en ætla þó ekki að halda því fram að ég sé alvitur þegar kemur að þessum efnum. Langt því frá. Takið eftir að ég tala ekki og mun aldrei tala um mig sem fórnarlamb eineltis. Eigið fórnarlamb Ég lít ekki á mig í dag sem fórnarlamb, þeir tímar eru sem betur fer löngu löngu liðnir. Ég hugsa að ég hafi mest í gegnum tíðina verið mitt eigið fórnarlamb – ég var svo fastur í „eineltisfórnarlambshugsuninni" að ég leyfði mér ekki að losna við mitt sjálfskaparvíti fyrr en ég varð 22 ára gamall. Þegar ég sé alla þá umræðu sem kemur öðru hverju upp í fjölmiðlum um einelti og afleiðingar þess svíður mig þó í hjartað. Ég finn til einhverrar óútskýrðrar samkenndar til handa þeim sem þó sýna kjark sinn og stíga fram og segja frá sögu sinni. En mig svíður jafnvel meira að sjá sum þau komment sem koma fram í kommentakerfum fjölmiðlanna. Þar er fullorðið (mis-fullorðið) fólk að missa sig í bræði og ógeðslegu orðbragði, komið með heygafflana á loft og tilbúið að taka „gerendurna" og framkvæma hatursfulla hluti gagnvart þeim. Við munum aldrei ná langt í baráttunni gegn einelti ef við höldum umræðunni alltaf á þessum nótum og ef við einsetjum okkur alltaf að finna gerendurna og „refsa" þeim. Með þessum orðum mínum er ég þó ekki að fría gerendurna og segja að þeir séu englar! En ég er að segja að við þurfum að breyta þessum hugsunarhætti til þess að ná áfram. Einnig er ekki nóg að útrýma einelti úr grunnskólum. Einelti á vinnustöðum fullorðsins fólks er gríðarlega algengt. Það finnst mér erfiðara að skilja!
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun