Kirkjan kostar lítið 19. desember 2012 06:00 Samanburðurinn milli Nesklúbbsins og Nessóknar sem rakinn var í systurgrein þessarar sýnir í raun hvað kirkjan er ódýr í rekstri og skilar miklu til þjóðfélagsins. Ég held að fólk átti sig t.d. ekki á því alla jafna að útför sem nú þegar kostar fólk stórar upphæðir mundi kosta mun meira ef borga þyrfti raunkostnað fyrir kirkju, prest, organista, kirkjuvörð, þrif o.s.frv. Stofnun sem tæki að sér slíka þjónustu þyrfti líklega að setja upp 2-300 þúsund krónur fyrir þjónustuna sem nú er innifalin í sóknargjaldinu. Auðvelt er t.d. að bera saman að ferming kostar 9.300 krónur í þjóðkirkjunni skv. gjaldskrá ráðuneytis en við það bætast kennslugögn o.fl. þannig að í minni sókn verður heildarkostnaður fyrir allan veturinn 15 þúsund krónur. Fermingin sjálf kostar hins vegar ekkert. En hjá Siðmennt er mér tjáð að það sem þau kalla „fermingu" kosti í undirbúningi 25 þúsund og athöfnin sjálf 15 þúsund, samtals 40 þúsund krónur. Líklega er það raunkostnaður sem gæti þó verið hærri en það fer eftir stærð hópsins hverju sinni og hagkvæmni. Laun presta eru að vísu ekki í þessu dæmi sem hér hefur verið rakið að framan. Laun presta koma úr ríkissjóði en þau eru afgjald af jörðum sem kirkjan átti en ríkið fékk til eignar skv. samningi milli ríkis og kirkju sem gerður var árið 1997. Laun eru því ekki kostuð af ríkinu, svo því sé nú haldið til haga. Greiðslur til presta fyrir prestsverk eru hluti launa þeirra og aukaverkagreiðslurnar m.a. hugsaðar þannig að með þeim sé prestum sem vinna fleiri prestsverk en aðrir, s.s. skírnir, hjónavígslur og útfarir, umbunað fyrir meira vinnuframlag. Að öðru leyti eru prestar með sömu grunnlaun en þó hafa allmargir prestar, einkum á landsbyggðinni, tekjur af rekstri prestssetursjarða og hlunnindum af þeim. Fjögurhundruðkallinn? Eins og fram kom í systurgrein þessarar hefur 600 manna golfklúbbur meiri tekjur en kirkjusókn með ríflega tífalt fleiri meðlimi. Minnsti golfklúbburinn á höfuðborgarsvæðinu veltir hærri upphæð en annar fjölmennasti söfnuður í Reykjavík. Klúbburinn rekur starf í fimm mánuði á ári en kirkjan í tólf mánuði. Núna borga ég sem meðlimur í þjóðkirkjunni um 1.100 krónur á mánuði en sá hængur er á að ríkið skilar ekki nema rúmlega 700 krónum til sóknar minnar. Hér munar um 400 krónum eða rúmlega 36 af hundraði sem hverfa í ríkiskassann. Hugsaðu um þessi rök sem ég hef nú fært fram í tveimur greinum þegar þú greiðir þínar 1.100 krónur til trúfélags þíns á mánuði og biddu „rangláta ráðsmenn" ríkisins að sjá til þess að upphæðinni allri verði skilað til þíns safnaðar. Trúfélögin í landinu mega ekki við þessum brigslum. Þau gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í mótun einstaklinga og samfélags. Þjóðkirkjan kostar lítið og starf trúfélaga einnig en þau þurfa nú sem fyrr að fá lögmætar tekjur sínar að fullu. Þau eiga ekki að þurfa að sæta því að vera hlunnfarin og að lög séu brotin á þeim. Við viljum væntanlega öll búa í réttarríki. Með ósk um gleðileg jól til handa öllum og farsælt golf hjá kylfingum næsta sumar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Samanburðurinn milli Nesklúbbsins og Nessóknar sem rakinn var í systurgrein þessarar sýnir í raun hvað kirkjan er ódýr í rekstri og skilar miklu til þjóðfélagsins. Ég held að fólk átti sig t.d. ekki á því alla jafna að útför sem nú þegar kostar fólk stórar upphæðir mundi kosta mun meira ef borga þyrfti raunkostnað fyrir kirkju, prest, organista, kirkjuvörð, þrif o.s.frv. Stofnun sem tæki að sér slíka þjónustu þyrfti líklega að setja upp 2-300 þúsund krónur fyrir þjónustuna sem nú er innifalin í sóknargjaldinu. Auðvelt er t.d. að bera saman að ferming kostar 9.300 krónur í þjóðkirkjunni skv. gjaldskrá ráðuneytis en við það bætast kennslugögn o.fl. þannig að í minni sókn verður heildarkostnaður fyrir allan veturinn 15 þúsund krónur. Fermingin sjálf kostar hins vegar ekkert. En hjá Siðmennt er mér tjáð að það sem þau kalla „fermingu" kosti í undirbúningi 25 þúsund og athöfnin sjálf 15 þúsund, samtals 40 þúsund krónur. Líklega er það raunkostnaður sem gæti þó verið hærri en það fer eftir stærð hópsins hverju sinni og hagkvæmni. Laun presta eru að vísu ekki í þessu dæmi sem hér hefur verið rakið að framan. Laun presta koma úr ríkissjóði en þau eru afgjald af jörðum sem kirkjan átti en ríkið fékk til eignar skv. samningi milli ríkis og kirkju sem gerður var árið 1997. Laun eru því ekki kostuð af ríkinu, svo því sé nú haldið til haga. Greiðslur til presta fyrir prestsverk eru hluti launa þeirra og aukaverkagreiðslurnar m.a. hugsaðar þannig að með þeim sé prestum sem vinna fleiri prestsverk en aðrir, s.s. skírnir, hjónavígslur og útfarir, umbunað fyrir meira vinnuframlag. Að öðru leyti eru prestar með sömu grunnlaun en þó hafa allmargir prestar, einkum á landsbyggðinni, tekjur af rekstri prestssetursjarða og hlunnindum af þeim. Fjögurhundruðkallinn? Eins og fram kom í systurgrein þessarar hefur 600 manna golfklúbbur meiri tekjur en kirkjusókn með ríflega tífalt fleiri meðlimi. Minnsti golfklúbburinn á höfuðborgarsvæðinu veltir hærri upphæð en annar fjölmennasti söfnuður í Reykjavík. Klúbburinn rekur starf í fimm mánuði á ári en kirkjan í tólf mánuði. Núna borga ég sem meðlimur í þjóðkirkjunni um 1.100 krónur á mánuði en sá hængur er á að ríkið skilar ekki nema rúmlega 700 krónum til sóknar minnar. Hér munar um 400 krónum eða rúmlega 36 af hundraði sem hverfa í ríkiskassann. Hugsaðu um þessi rök sem ég hef nú fært fram í tveimur greinum þegar þú greiðir þínar 1.100 krónur til trúfélags þíns á mánuði og biddu „rangláta ráðsmenn" ríkisins að sjá til þess að upphæðinni allri verði skilað til þíns safnaðar. Trúfélögin í landinu mega ekki við þessum brigslum. Þau gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í mótun einstaklinga og samfélags. Þjóðkirkjan kostar lítið og starf trúfélaga einnig en þau þurfa nú sem fyrr að fá lögmætar tekjur sínar að fullu. Þau eiga ekki að þurfa að sæta því að vera hlunnfarin og að lög séu brotin á þeim. Við viljum væntanlega öll búa í réttarríki. Með ósk um gleðileg jól til handa öllum og farsælt golf hjá kylfingum næsta sumar!
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar