Er of dýrt að skipta um peru? Einar Guðmundsson skrifar 18. desember 2012 06:00 Ökumenn hafa eflaust tekið eftir því að ljósabúnaði bifreiða á höfuðborgarsvæðinu er oft ábótavant. Brautin – bindindisfélag ökumanna framkvæmdi nýlega athugun þar sem ljósabúnaður bifreiða var kannaður. Skoðað var ástand og notkun framljósa 2.200 bifreiða og afturljósa ríflega 2.000 bifreiða. Ekki var litið á stefnuljós eða hemlaljós. 31% bíla með biluð ljós Langalgengast var að númersljós væru biluð, eða rúm 18%. Þá voru tæp 7% bíla eineygð að framan og tæp 5% með annað afturljósið bilað. Eflaust aka margir lengi án þess að ganga úr skugga um að ljósin séu í lagi. Þó er mjög auðvelt að kanna ástand þeirra. Þegar bíl er lagt framan við stórar rúður verslana og fyrirtækja sést auðveldlega hvort framljósin eru í lagi. Á sama hátt má bakka að slíkum rúðum til að kanna afturljós, hemlaljós og bakkljós. Undirritaður átti samtal við starfsmann á verkstæði sem fær oft til sín bíla með biluð ljós. Hann fullyrti að algengt væri að menn sneru við þegar þeir heyrðu hvað það kostaði að skipta um eina peru. Ef bíleigendur geta sjálfir skipt um peruna felst kostnaðurinn eingöngu í perunni sjálfri. Sá kostnaður getur verið allt frá nokkur hundruð krónum fyrir peru í númersljós, 1.000-2.000 kr. fyrir hefðbundnar perur í framljós en þó eru dæmi um að framljósaperur kosti allt að 40.000 kr. Þá er um að ræða gasfylltar perur sem eru mjög dýrar en endast á móti nokkuð lengi. Við þetta bætist kostnaður við að skipta um perur því í ákveðnum tegundum bíla getur það verið snúið og í sumum tilfellum þarf sérhæfð verkfæri til verksins. Verð fyrir að skipta um perur getur farið upp í 10.000 kr. Kostnaður með peru og vinnu getur þannig verið á bilinu 40.000-50.000 kr. þar sem um dýrar perur er að ræða. Í einstaka bíltegundum hafa jafnvel sést hærri upphæðir. Þessi kostnaður fælir marga bíleigendur frá og þeir ákveða frekar að bíða með peruskiptin þar til betur stendur á. Öryggið í fyrirrúmi Það ætti aldrei að draga það að láta gera við öryggisþætti bílanna, hvort sem það eru perur, hemlar eða hjólabúnaður. Að hafa ljósin í lagi eykur öryggi í umferðinni talsvert, þar sem ökumaður sér betur í kringum sig og bifreiðin verður sýnilegri með ljósin í lagi. Hver kannast ekki við að hafa yfirsést aðvífandi ljóslaus bifreið? Brautin skorar á þig, ágæti ökumaður, að næst þegar þú sest upp í bílinn athugir þú ástand ökuljósa og gerir þá viðeigandi ráðstafanir til þess að laga þau ef með þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Ökumenn hafa eflaust tekið eftir því að ljósabúnaði bifreiða á höfuðborgarsvæðinu er oft ábótavant. Brautin – bindindisfélag ökumanna framkvæmdi nýlega athugun þar sem ljósabúnaður bifreiða var kannaður. Skoðað var ástand og notkun framljósa 2.200 bifreiða og afturljósa ríflega 2.000 bifreiða. Ekki var litið á stefnuljós eða hemlaljós. 31% bíla með biluð ljós Langalgengast var að númersljós væru biluð, eða rúm 18%. Þá voru tæp 7% bíla eineygð að framan og tæp 5% með annað afturljósið bilað. Eflaust aka margir lengi án þess að ganga úr skugga um að ljósin séu í lagi. Þó er mjög auðvelt að kanna ástand þeirra. Þegar bíl er lagt framan við stórar rúður verslana og fyrirtækja sést auðveldlega hvort framljósin eru í lagi. Á sama hátt má bakka að slíkum rúðum til að kanna afturljós, hemlaljós og bakkljós. Undirritaður átti samtal við starfsmann á verkstæði sem fær oft til sín bíla með biluð ljós. Hann fullyrti að algengt væri að menn sneru við þegar þeir heyrðu hvað það kostaði að skipta um eina peru. Ef bíleigendur geta sjálfir skipt um peruna felst kostnaðurinn eingöngu í perunni sjálfri. Sá kostnaður getur verið allt frá nokkur hundruð krónum fyrir peru í númersljós, 1.000-2.000 kr. fyrir hefðbundnar perur í framljós en þó eru dæmi um að framljósaperur kosti allt að 40.000 kr. Þá er um að ræða gasfylltar perur sem eru mjög dýrar en endast á móti nokkuð lengi. Við þetta bætist kostnaður við að skipta um perur því í ákveðnum tegundum bíla getur það verið snúið og í sumum tilfellum þarf sérhæfð verkfæri til verksins. Verð fyrir að skipta um perur getur farið upp í 10.000 kr. Kostnaður með peru og vinnu getur þannig verið á bilinu 40.000-50.000 kr. þar sem um dýrar perur er að ræða. Í einstaka bíltegundum hafa jafnvel sést hærri upphæðir. Þessi kostnaður fælir marga bíleigendur frá og þeir ákveða frekar að bíða með peruskiptin þar til betur stendur á. Öryggið í fyrirrúmi Það ætti aldrei að draga það að láta gera við öryggisþætti bílanna, hvort sem það eru perur, hemlar eða hjólabúnaður. Að hafa ljósin í lagi eykur öryggi í umferðinni talsvert, þar sem ökumaður sér betur í kringum sig og bifreiðin verður sýnilegri með ljósin í lagi. Hver kannast ekki við að hafa yfirsést aðvífandi ljóslaus bifreið? Brautin skorar á þig, ágæti ökumaður, að næst þegar þú sest upp í bílinn athugir þú ástand ökuljósa og gerir þá viðeigandi ráðstafanir til þess að laga þau ef með þarf.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun