Konur á aftökudeild Inga Dóra Pétursdóttir skrifar 24. nóvember 2012 06:00 Árlegt sextán daga átak gegn ofbeldi gegn konum hefst á morgun á alþjóðlegum baráttudegi málefnisins. Átakinu lýkur 10. desember sem er alþjóðlegur mannréttindadagur enda er kynbundið ofbeldi eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. Félagasamtök um allan heim hafa staðið fyrir átakinu síðan 1991. Það er nefnilega ekki til það samfélag á jarðríki þar sem konur þurfa ekki að líða ofbeldi vegna kyns síns. Grófasta form slíks ofbeldis er án efa kerfisbundin morð á konum og stúlkum (e. femicide) sem er, eins og nýleg skýrsla Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna bendir til, í örum vexti víða um heim og virðist umburðarlyndi gagnvart þeim vera venjan. Slík morð eiga sér fjölmargar birtingarmyndir og geta átt sér stað innan veggja heimilisins, á opinberum vettvangi eða af hálfu ríkisins. Mikilvægt er að líta ekki á slík morð sem einstaka, óvænta atburði heldur verður að horfa til þess samhengis sem þessir glæpir eiga sér stað í. Í skýrslunni er skýrt tekið fram að morðin gegni þeim tilgangi að undirstrika og viðhalda samfélagslegum valdatengslum milli kynja, kynþátta og stétta og varðveita þannig misrétti milli hópa. Konur sem búa við sífellda ógn af ofbeldi og misrétti eru alltaf á aftökudeild, þær lifa í stöðugri ógn við að vera teknar af lífi. Þær hafa verið sviptar réttinum til lífs. Birtingarmyndir kerfisbundinna morða á konum og stúlkum eru fjölmargar. Ótal slík morð eiga sér stað á hverjum degi af hendi maka eða sambýlismanns, konur eru drepnar kerfisbundið vegna nornaveiða, vopnaðra átaka, heimanmunds, kynhneigðar eða þjóðernis og fjöldi kvenna lætur lífið á hverjum degi vegna svokallaðra „heiðurs- eða ástríðumorða". Jafnframt má líta á það sem kerfisbundin morð þegar konur deyja vegna illa framkvæmdra fóstureyðinga, af barnsförum, vegna mansals, skipulagðrar glæpastarfsemi, vanrækslu eða illrar meðferðar hvort sem er af hálfu einstaklinga eða ríkisins. Morð af hálfu maka Konur eru mikill meirihluti þeirra sem láta lífið vegna heimilisofbeldis (um 77%). Ÿ Langflestar konur sem eru fórnarlömb morða eru myrtar af eiginmönnum sínum. Ÿ Í Brasilíu deyja 10 konur daglega, eingöngu vegna heimilisofbeldis. Ÿ Í Evrópu eru um 3.500 konur myrtar af hendi eiginmanna sinna árlega. Ÿ Í Suður-Afríku er kona myrt af maka sínum á sex klukkustunda fresti. „Heiðursmorð" Þótt svokölluð heiðursmorð séu gjarnan sérstaklega ofbeldisfull er sjaldnast dæmt í málum. Talið er að um 5.000 konur deyi árlega á þennan hátt en þó eru upplýsingar um heiðursmorð mjög takmarkaðar. Þessi morð eru vanalega framin af karlkyns fjölskyldumeðlimi/um til að hefna fyrir „óviðeigandi" hegðun kvenna. Í flestum tilfellum fá þeir sem fremja slík morð væga eða enga dóma. Morð á frumbyggjakonum Frumbyggjakonur eru í sérstakri hættu vegna ofbeldis og morða. Félagsleg, efnahagsleg og pólitísk jaðarstaða auk arfleifðar nýlendustefnu og kynþáttafordóma gerir frumbyggjakonur mjög berskjaldaðar. Ÿ Í Gvatemala voru Maya-konur 88% fórnarlamba ofbeldis í 36 ára löngum átökum. Í þeim tilfellum sem gerandi giftist þolanda var ekki dæmt í þessum málum. Ÿ Í Ástralíu eiga frumbyggjakonur mun frekar á hættu að vera myrtar, verða fyrir nauðgun eða annars konar ofbeldi en konur sem ekki tilheyra þeim hópi. Á sama tíma eru þær síður líklegar til að leita réttar síns vegna fordóma í sinn garð. Eyðing kvenkyns fóstra og morð á nýfæddum stúlkubörnum. Bilið milli fjölda drengja og stúlkna fer sívaxandi víða í Asíu. Ástæða þessara morða á sér rætur í miklu misrétti sem einkennir hjónabönd og erfðarétt. Ÿ Um 100.000 stúlkur „hafa horfið" á Indlandi. Ÿ Um 25.000 nýfædd stúlkubörn eru myrt árlega í Kerala-héraði og dauði meðal stúlkna undir 5 ára er 21% hærri en meðal drengja. Ÿ Víða í Suður-, Austur- og Mið-Asíu er hlutfallið 130 drengir á móti 100 stúlkum. Ÿ Víða er konum misþyrmt af fjölskyldu sinni ef þær fæða óvelkomið stúlkubarn í heiminn. Staðið hefur verið fyrir þessu 16 daga átaki í yfir 20 ár til að benda á hversu útbreitt mannréttindabrot kynbundið ofbeldi er. Ég hef blendnar tilfinningar þegar ég skrifa þessa grein. Ég finn fyrir vonleysi þegar ég hugsa um að enn þann dag í dag sé svo langt í land að stúlkur og drengir búi við raunverulegt jafnrétti. En á sama tíma er ég vongóð því ég veit hvað samtakamáttur okkar getur verið sterkur. Einn daginn munum við líta til baka og velta því fyrir okkur hvernig í ósköpunum stóð á því að á þessari öld hefðu konur verið kyrktar, kæfðar, brenndar og limlestar, þeim verið drekkt og nauðgað fyrir það eitt að vera konur. Ætlum við að láta enn einn áratuginn líða þar sem við lítum fram hjá þessum grófu mannréttindabrotum eða eigum við að koma af stað löngu tímabærri byltingu? Byltingu þar sem við tökum höndum saman og búum til samfélag þar sem líf stúlkna er jafn mikils virði og drengja. Byltingu þar sem kerfisbundinni útrýmingu á konum og stúlkum lýkur strax í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Árlegt sextán daga átak gegn ofbeldi gegn konum hefst á morgun á alþjóðlegum baráttudegi málefnisins. Átakinu lýkur 10. desember sem er alþjóðlegur mannréttindadagur enda er kynbundið ofbeldi eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. Félagasamtök um allan heim hafa staðið fyrir átakinu síðan 1991. Það er nefnilega ekki til það samfélag á jarðríki þar sem konur þurfa ekki að líða ofbeldi vegna kyns síns. Grófasta form slíks ofbeldis er án efa kerfisbundin morð á konum og stúlkum (e. femicide) sem er, eins og nýleg skýrsla Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna bendir til, í örum vexti víða um heim og virðist umburðarlyndi gagnvart þeim vera venjan. Slík morð eiga sér fjölmargar birtingarmyndir og geta átt sér stað innan veggja heimilisins, á opinberum vettvangi eða af hálfu ríkisins. Mikilvægt er að líta ekki á slík morð sem einstaka, óvænta atburði heldur verður að horfa til þess samhengis sem þessir glæpir eiga sér stað í. Í skýrslunni er skýrt tekið fram að morðin gegni þeim tilgangi að undirstrika og viðhalda samfélagslegum valdatengslum milli kynja, kynþátta og stétta og varðveita þannig misrétti milli hópa. Konur sem búa við sífellda ógn af ofbeldi og misrétti eru alltaf á aftökudeild, þær lifa í stöðugri ógn við að vera teknar af lífi. Þær hafa verið sviptar réttinum til lífs. Birtingarmyndir kerfisbundinna morða á konum og stúlkum eru fjölmargar. Ótal slík morð eiga sér stað á hverjum degi af hendi maka eða sambýlismanns, konur eru drepnar kerfisbundið vegna nornaveiða, vopnaðra átaka, heimanmunds, kynhneigðar eða þjóðernis og fjöldi kvenna lætur lífið á hverjum degi vegna svokallaðra „heiðurs- eða ástríðumorða". Jafnframt má líta á það sem kerfisbundin morð þegar konur deyja vegna illa framkvæmdra fóstureyðinga, af barnsförum, vegna mansals, skipulagðrar glæpastarfsemi, vanrækslu eða illrar meðferðar hvort sem er af hálfu einstaklinga eða ríkisins. Morð af hálfu maka Konur eru mikill meirihluti þeirra sem láta lífið vegna heimilisofbeldis (um 77%). Ÿ Langflestar konur sem eru fórnarlömb morða eru myrtar af eiginmönnum sínum. Ÿ Í Brasilíu deyja 10 konur daglega, eingöngu vegna heimilisofbeldis. Ÿ Í Evrópu eru um 3.500 konur myrtar af hendi eiginmanna sinna árlega. Ÿ Í Suður-Afríku er kona myrt af maka sínum á sex klukkustunda fresti. „Heiðursmorð" Þótt svokölluð heiðursmorð séu gjarnan sérstaklega ofbeldisfull er sjaldnast dæmt í málum. Talið er að um 5.000 konur deyi árlega á þennan hátt en þó eru upplýsingar um heiðursmorð mjög takmarkaðar. Þessi morð eru vanalega framin af karlkyns fjölskyldumeðlimi/um til að hefna fyrir „óviðeigandi" hegðun kvenna. Í flestum tilfellum fá þeir sem fremja slík morð væga eða enga dóma. Morð á frumbyggjakonum Frumbyggjakonur eru í sérstakri hættu vegna ofbeldis og morða. Félagsleg, efnahagsleg og pólitísk jaðarstaða auk arfleifðar nýlendustefnu og kynþáttafordóma gerir frumbyggjakonur mjög berskjaldaðar. Ÿ Í Gvatemala voru Maya-konur 88% fórnarlamba ofbeldis í 36 ára löngum átökum. Í þeim tilfellum sem gerandi giftist þolanda var ekki dæmt í þessum málum. Ÿ Í Ástralíu eiga frumbyggjakonur mun frekar á hættu að vera myrtar, verða fyrir nauðgun eða annars konar ofbeldi en konur sem ekki tilheyra þeim hópi. Á sama tíma eru þær síður líklegar til að leita réttar síns vegna fordóma í sinn garð. Eyðing kvenkyns fóstra og morð á nýfæddum stúlkubörnum. Bilið milli fjölda drengja og stúlkna fer sívaxandi víða í Asíu. Ástæða þessara morða á sér rætur í miklu misrétti sem einkennir hjónabönd og erfðarétt. Ÿ Um 100.000 stúlkur „hafa horfið" á Indlandi. Ÿ Um 25.000 nýfædd stúlkubörn eru myrt árlega í Kerala-héraði og dauði meðal stúlkna undir 5 ára er 21% hærri en meðal drengja. Ÿ Víða í Suður-, Austur- og Mið-Asíu er hlutfallið 130 drengir á móti 100 stúlkum. Ÿ Víða er konum misþyrmt af fjölskyldu sinni ef þær fæða óvelkomið stúlkubarn í heiminn. Staðið hefur verið fyrir þessu 16 daga átaki í yfir 20 ár til að benda á hversu útbreitt mannréttindabrot kynbundið ofbeldi er. Ég hef blendnar tilfinningar þegar ég skrifa þessa grein. Ég finn fyrir vonleysi þegar ég hugsa um að enn þann dag í dag sé svo langt í land að stúlkur og drengir búi við raunverulegt jafnrétti. En á sama tíma er ég vongóð því ég veit hvað samtakamáttur okkar getur verið sterkur. Einn daginn munum við líta til baka og velta því fyrir okkur hvernig í ósköpunum stóð á því að á þessari öld hefðu konur verið kyrktar, kæfðar, brenndar og limlestar, þeim verið drekkt og nauðgað fyrir það eitt að vera konur. Ætlum við að láta enn einn áratuginn líða þar sem við lítum fram hjá þessum grófu mannréttindabrotum eða eigum við að koma af stað löngu tímabærri byltingu? Byltingu þar sem við tökum höndum saman og búum til samfélag þar sem líf stúlkna er jafn mikils virði og drengja. Byltingu þar sem kerfisbundinni útrýmingu á konum og stúlkum lýkur strax í dag.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar