Já, það er hægt! Michelle Bachelet skrifar 24. nóvember 2012 06:00 Ég er oft spurð að því hvort hægt sé að uppræta ofbeldi gegn konum, svo þrálátir og viðvarandi sem þessi glæpir eru. Svar mitt er já. Það er hægt. En aðeins ef við hjálpumst að. Við erum öll ábyrg og það er tími til kominn að leiðtogar okkar standi við þau loforð sem þeir hafa gefið konum. Í dag á Alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi hvet ég alla leiðtoga til þess að taka skýra afstöðu til að binda enda á ofbeldi gegn konum og stúlkum. Á þessum degi á síðasta ári kynnti ég 16 skrefa stefnumörkun. Í dag, hvet ég alla oddvita ríkja og ríkisstjórna til að binda enda á þessa ofbeldisplágu sem herjar á sérhvert samfélag, með því að fylkja sér um spennandi alheimsátak til að sýna stuðning hvers lands við afnám ofbeldis gegn konum og stúlkum. Þagnarmúrinn rofinn Fyrsta skrefið hefur verið stigið: þagnarmúrinn hefur verið rofinn. Í dag hefur heimilisofbeldi verið gert saknæmt í að minnsta kosti 125 ríkjum, auk þess sem heilu lagabálkarnir hafa verið samþykktir til höfuðs ofbeldi gegn konum og stúlkum. Alþjóðlegt samkomulag ríkir um hvert beri að stefna og hefur verið fært í letur í Peking áætluninni. Þá hafa eitt hundrað áttatíu og sjö ríki staðfest Sáttmálann um að uppræta hvers kyns mismunun gegn konum. Þekking á rótum ofbeldisins hefur aukist, og karlar, konur og ungmenni hafa í stríðum straumum skorið upp herör gegn þessari vá. Félagar í óteljandi samtökum vinna þrotlaust í þágu fórnarlamba og í mörgum ríkjum hafa stefnumótendur gripið til eindreginna aðgerða. En þetta er ekki nóg. Við verðum öll að standa okkur betur í að vernda konur og hindra þessi þrálátu mannréttindabrot. Ríkisstjórnir og leiðtogar verða að sýna gott fordæmi. Það er kominn tími til að ríkisstjórnir hvarvetna standi heima fyrir við þau loforð sem þær hafa gefið á alþjóðavettvangi. Ný og bætt lög Við vonumst til að sjá ný og bætt lög og innlendar áætlanir um að útvega öruggt húsaskjól, ókeypis neyðarlínu og ókeypis heilsugæslu og lögfræðiaðstoð við fórnarlömb. Við höfum fulla trú á úrræðum á sviði menntunar sem ganga út á að kenna mannréttindi, jafnrétti og gagnkvæma virðingu og hvetja ungt fólk til að taka forystu í að enda ofbeldi gegn konum og stúlkum. Við þurfum á fleiri konum að halda í stjórnmálum, löggæslu og friðargæslusveitum. Við þurfum jöfn efnahagsleg tækifæri og sómasamleg störf fyrir konur. Allar þessar aðgerðir krefjast ákveðinna og kjarkmikilla leiðtoga. Í mars á næsta ári koma leiðtogar ríkja og borgaralegs samfélags saman á fundi nefndar Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna. Fyrir fundinum liggur að samþykkja áætlun um að hindra og bregðast skilvirkt við ofbeldi gegn konum. Miklar vonir eru réttilega bundnar við fundinn. Í sumum ríkjum hafa allt að sjö af tíu konum mátt sæta barsmíðum, verið nauðgað, verið misnotaðar eða limlestar á lífsleiðinni. Svo tröllaukið vandamál á heima á borði leiðtoga heimsins. Hvorki friður né framfarir eru mögulegar á meðan konur þurfa að lifa við ótta við ofbeldi. Ógn við lýðræði Í dag er viðurkennt í sívaxandi mæli þvílíkur skaðvaldur ofbeldi gegn konum er. Það er ógn við lýðræði, Þrándur í götu friðar, byrði á efnahag ríkja og hróplegt mannréttindabrot. Hreyfingunni fyrir afnámi ofbeldis gegn konum vex sífellt ásmegin eftir því sem fleiri og fleiri sannfærast um að ofbeldi gegn konum sé hvorki ásættanlegt né óumflýjanlegt og fleiri ofbeldismönnum er refsað. Þetta er ekki einkamál kvenna heldur ábyrgð okkar allra. Þetta ofbeldi er viðurstyggilegt og það ber að stöðva. Tími afsakana og andvaraleysis er liðinn. Við skulum sýna vilja og ákveðni okkar í verki og auka framlög okkar til þess að brjóta á bak aftur skömm mannkyns: ofbeldi gegn konum. Já, það er hægt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Ég er oft spurð að því hvort hægt sé að uppræta ofbeldi gegn konum, svo þrálátir og viðvarandi sem þessi glæpir eru. Svar mitt er já. Það er hægt. En aðeins ef við hjálpumst að. Við erum öll ábyrg og það er tími til kominn að leiðtogar okkar standi við þau loforð sem þeir hafa gefið konum. Í dag á Alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi hvet ég alla leiðtoga til þess að taka skýra afstöðu til að binda enda á ofbeldi gegn konum og stúlkum. Á þessum degi á síðasta ári kynnti ég 16 skrefa stefnumörkun. Í dag, hvet ég alla oddvita ríkja og ríkisstjórna til að binda enda á þessa ofbeldisplágu sem herjar á sérhvert samfélag, með því að fylkja sér um spennandi alheimsátak til að sýna stuðning hvers lands við afnám ofbeldis gegn konum og stúlkum. Þagnarmúrinn rofinn Fyrsta skrefið hefur verið stigið: þagnarmúrinn hefur verið rofinn. Í dag hefur heimilisofbeldi verið gert saknæmt í að minnsta kosti 125 ríkjum, auk þess sem heilu lagabálkarnir hafa verið samþykktir til höfuðs ofbeldi gegn konum og stúlkum. Alþjóðlegt samkomulag ríkir um hvert beri að stefna og hefur verið fært í letur í Peking áætluninni. Þá hafa eitt hundrað áttatíu og sjö ríki staðfest Sáttmálann um að uppræta hvers kyns mismunun gegn konum. Þekking á rótum ofbeldisins hefur aukist, og karlar, konur og ungmenni hafa í stríðum straumum skorið upp herör gegn þessari vá. Félagar í óteljandi samtökum vinna þrotlaust í þágu fórnarlamba og í mörgum ríkjum hafa stefnumótendur gripið til eindreginna aðgerða. En þetta er ekki nóg. Við verðum öll að standa okkur betur í að vernda konur og hindra þessi þrálátu mannréttindabrot. Ríkisstjórnir og leiðtogar verða að sýna gott fordæmi. Það er kominn tími til að ríkisstjórnir hvarvetna standi heima fyrir við þau loforð sem þær hafa gefið á alþjóðavettvangi. Ný og bætt lög Við vonumst til að sjá ný og bætt lög og innlendar áætlanir um að útvega öruggt húsaskjól, ókeypis neyðarlínu og ókeypis heilsugæslu og lögfræðiaðstoð við fórnarlömb. Við höfum fulla trú á úrræðum á sviði menntunar sem ganga út á að kenna mannréttindi, jafnrétti og gagnkvæma virðingu og hvetja ungt fólk til að taka forystu í að enda ofbeldi gegn konum og stúlkum. Við þurfum á fleiri konum að halda í stjórnmálum, löggæslu og friðargæslusveitum. Við þurfum jöfn efnahagsleg tækifæri og sómasamleg störf fyrir konur. Allar þessar aðgerðir krefjast ákveðinna og kjarkmikilla leiðtoga. Í mars á næsta ári koma leiðtogar ríkja og borgaralegs samfélags saman á fundi nefndar Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna. Fyrir fundinum liggur að samþykkja áætlun um að hindra og bregðast skilvirkt við ofbeldi gegn konum. Miklar vonir eru réttilega bundnar við fundinn. Í sumum ríkjum hafa allt að sjö af tíu konum mátt sæta barsmíðum, verið nauðgað, verið misnotaðar eða limlestar á lífsleiðinni. Svo tröllaukið vandamál á heima á borði leiðtoga heimsins. Hvorki friður né framfarir eru mögulegar á meðan konur þurfa að lifa við ótta við ofbeldi. Ógn við lýðræði Í dag er viðurkennt í sívaxandi mæli þvílíkur skaðvaldur ofbeldi gegn konum er. Það er ógn við lýðræði, Þrándur í götu friðar, byrði á efnahag ríkja og hróplegt mannréttindabrot. Hreyfingunni fyrir afnámi ofbeldis gegn konum vex sífellt ásmegin eftir því sem fleiri og fleiri sannfærast um að ofbeldi gegn konum sé hvorki ásættanlegt né óumflýjanlegt og fleiri ofbeldismönnum er refsað. Þetta er ekki einkamál kvenna heldur ábyrgð okkar allra. Þetta ofbeldi er viðurstyggilegt og það ber að stöðva. Tími afsakana og andvaraleysis er liðinn. Við skulum sýna vilja og ákveðni okkar í verki og auka framlög okkar til þess að brjóta á bak aftur skömm mannkyns: ofbeldi gegn konum. Já, það er hægt.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun