Sökkti sér ekki niður í undirheimana freyr@frettabladid.is skrifar 24. nóvember 2012 06:00 við tölvuna Guðbjörg Tómasdóttir skrifar bækur sínar á gamla Macintosh-tölvu.fréttablaðið/anton „Ef höfuðið á manni er í lagi er það upplagt letistarf að sitja og skrifa," segir hin 83 ára Guðbjörg Tómasdóttir, sem hefur gefið út sína aðra skáldsögu, Morð og missætti. Sagan gerist í Reykjavík á síðari hluta tuttugustu aldar. Aðalpersónan Bista lendir í alvarlegu slysi. Hún neyðist því til að líta um öxl og meta staðreyndir lífsins. Sagan teygir anga sína inn á svið eiturlyfja og glæpa. Um söguþráðinn segir Guðbjörg: „Það má segja að hann byrji á einelti, leiðist út í eiturlyf, leiti eftir trausti, svo kemur ástin, afbrýðisemin, svikin og morðið." Útgáfan á sér fimm ára forsögu. „Ég þóttist vera búin að fá útgefanda en þá kom hrunið. Svo vildi þannig til að annar meðlimur útgáfufyrirtækisins dó," greinir hún frá. Þrjú síðastliðin haust stóð til að gefa bókina út en ekkert varð af því og ákvað Guðbjörg því að grípa í taumana. „Ég ákvað 5. október að gefa bókina bara út sjálf. Þeir tóku mér mjög vel hjá Ísafoldarprentsmiðju og það var bara drifið í þessu og bókin kom út 24. október." Guðbjörg hefur verið heimavinnandi húsmóðir í meira en sextíu ár, bæði í Hafnarfirði og annars staðar. Hún hefur alltaf haft gaman af bókum og hefur gefið út þrjár ljóðabækur. Eftir að hafa verið hvött til að skrifa skáldsögu ákvað hún að láta slag standa og kom sú fyrsta, Hinsta bónin, út fyrir sjö árum. „Þegar ég hélt því fram að rithöfundar stælu æviminningum fólks og notuðu í bækurnar sínar var skorað á mig að ég skyldi sýna að það væri hægt að skrifa sögu án þess að gera það," segir hún. „Alla mína tíð hef ég reynt að gera sjálfuþað sem þarf að leysa af hendi en ekki sækja það til annarra." Glæpir og eiturlyf koma við sögu í Morði og missætti en aðspurð segist Guðbjörg ekki hafa lagst í neina rannsóknarvinnu vegna bókarinnar. „Þetta er ekki heimildarskáldsaga. Ég rannsakaði ekki neitt af því að ég tek ekkert frá öðrum." Spurð hvort hún sé ekki orðin of gömul til að gefa út svona bók segir hún: „Auðvitað er ég alltof gömul að gefa út skáldsögu núna. Og það er mikið vandamál að þurfa að markaðssetja hana. Hún segir að skrifin séu engu að síður góð fyrir heilsuna. „Ef maður hugsar ekkert og situr bara og bíður þá koðnar heilinn niður eins og aðrir líkamspartar." Lífið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira
„Ef höfuðið á manni er í lagi er það upplagt letistarf að sitja og skrifa," segir hin 83 ára Guðbjörg Tómasdóttir, sem hefur gefið út sína aðra skáldsögu, Morð og missætti. Sagan gerist í Reykjavík á síðari hluta tuttugustu aldar. Aðalpersónan Bista lendir í alvarlegu slysi. Hún neyðist því til að líta um öxl og meta staðreyndir lífsins. Sagan teygir anga sína inn á svið eiturlyfja og glæpa. Um söguþráðinn segir Guðbjörg: „Það má segja að hann byrji á einelti, leiðist út í eiturlyf, leiti eftir trausti, svo kemur ástin, afbrýðisemin, svikin og morðið." Útgáfan á sér fimm ára forsögu. „Ég þóttist vera búin að fá útgefanda en þá kom hrunið. Svo vildi þannig til að annar meðlimur útgáfufyrirtækisins dó," greinir hún frá. Þrjú síðastliðin haust stóð til að gefa bókina út en ekkert varð af því og ákvað Guðbjörg því að grípa í taumana. „Ég ákvað 5. október að gefa bókina bara út sjálf. Þeir tóku mér mjög vel hjá Ísafoldarprentsmiðju og það var bara drifið í þessu og bókin kom út 24. október." Guðbjörg hefur verið heimavinnandi húsmóðir í meira en sextíu ár, bæði í Hafnarfirði og annars staðar. Hún hefur alltaf haft gaman af bókum og hefur gefið út þrjár ljóðabækur. Eftir að hafa verið hvött til að skrifa skáldsögu ákvað hún að láta slag standa og kom sú fyrsta, Hinsta bónin, út fyrir sjö árum. „Þegar ég hélt því fram að rithöfundar stælu æviminningum fólks og notuðu í bækurnar sínar var skorað á mig að ég skyldi sýna að það væri hægt að skrifa sögu án þess að gera það," segir hún. „Alla mína tíð hef ég reynt að gera sjálfuþað sem þarf að leysa af hendi en ekki sækja það til annarra." Glæpir og eiturlyf koma við sögu í Morði og missætti en aðspurð segist Guðbjörg ekki hafa lagst í neina rannsóknarvinnu vegna bókarinnar. „Þetta er ekki heimildarskáldsaga. Ég rannsakaði ekki neitt af því að ég tek ekkert frá öðrum." Spurð hvort hún sé ekki orðin of gömul til að gefa út svona bók segir hún: „Auðvitað er ég alltof gömul að gefa út skáldsögu núna. Og það er mikið vandamál að þurfa að markaðssetja hana. Hún segir að skrifin séu engu að síður góð fyrir heilsuna. „Ef maður hugsar ekkert og situr bara og bíður þá koðnar heilinn niður eins og aðrir líkamspartar."
Lífið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira