Sökkti sér ekki niður í undirheimana freyr@frettabladid.is skrifar 24. nóvember 2012 06:00 við tölvuna Guðbjörg Tómasdóttir skrifar bækur sínar á gamla Macintosh-tölvu.fréttablaðið/anton „Ef höfuðið á manni er í lagi er það upplagt letistarf að sitja og skrifa," segir hin 83 ára Guðbjörg Tómasdóttir, sem hefur gefið út sína aðra skáldsögu, Morð og missætti. Sagan gerist í Reykjavík á síðari hluta tuttugustu aldar. Aðalpersónan Bista lendir í alvarlegu slysi. Hún neyðist því til að líta um öxl og meta staðreyndir lífsins. Sagan teygir anga sína inn á svið eiturlyfja og glæpa. Um söguþráðinn segir Guðbjörg: „Það má segja að hann byrji á einelti, leiðist út í eiturlyf, leiti eftir trausti, svo kemur ástin, afbrýðisemin, svikin og morðið." Útgáfan á sér fimm ára forsögu. „Ég þóttist vera búin að fá útgefanda en þá kom hrunið. Svo vildi þannig til að annar meðlimur útgáfufyrirtækisins dó," greinir hún frá. Þrjú síðastliðin haust stóð til að gefa bókina út en ekkert varð af því og ákvað Guðbjörg því að grípa í taumana. „Ég ákvað 5. október að gefa bókina bara út sjálf. Þeir tóku mér mjög vel hjá Ísafoldarprentsmiðju og það var bara drifið í þessu og bókin kom út 24. október." Guðbjörg hefur verið heimavinnandi húsmóðir í meira en sextíu ár, bæði í Hafnarfirði og annars staðar. Hún hefur alltaf haft gaman af bókum og hefur gefið út þrjár ljóðabækur. Eftir að hafa verið hvött til að skrifa skáldsögu ákvað hún að láta slag standa og kom sú fyrsta, Hinsta bónin, út fyrir sjö árum. „Þegar ég hélt því fram að rithöfundar stælu æviminningum fólks og notuðu í bækurnar sínar var skorað á mig að ég skyldi sýna að það væri hægt að skrifa sögu án þess að gera það," segir hún. „Alla mína tíð hef ég reynt að gera sjálfuþað sem þarf að leysa af hendi en ekki sækja það til annarra." Glæpir og eiturlyf koma við sögu í Morði og missætti en aðspurð segist Guðbjörg ekki hafa lagst í neina rannsóknarvinnu vegna bókarinnar. „Þetta er ekki heimildarskáldsaga. Ég rannsakaði ekki neitt af því að ég tek ekkert frá öðrum." Spurð hvort hún sé ekki orðin of gömul til að gefa út svona bók segir hún: „Auðvitað er ég alltof gömul að gefa út skáldsögu núna. Og það er mikið vandamál að þurfa að markaðssetja hana. Hún segir að skrifin séu engu að síður góð fyrir heilsuna. „Ef maður hugsar ekkert og situr bara og bíður þá koðnar heilinn niður eins og aðrir líkamspartar." Lífið Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Ef höfuðið á manni er í lagi er það upplagt letistarf að sitja og skrifa," segir hin 83 ára Guðbjörg Tómasdóttir, sem hefur gefið út sína aðra skáldsögu, Morð og missætti. Sagan gerist í Reykjavík á síðari hluta tuttugustu aldar. Aðalpersónan Bista lendir í alvarlegu slysi. Hún neyðist því til að líta um öxl og meta staðreyndir lífsins. Sagan teygir anga sína inn á svið eiturlyfja og glæpa. Um söguþráðinn segir Guðbjörg: „Það má segja að hann byrji á einelti, leiðist út í eiturlyf, leiti eftir trausti, svo kemur ástin, afbrýðisemin, svikin og morðið." Útgáfan á sér fimm ára forsögu. „Ég þóttist vera búin að fá útgefanda en þá kom hrunið. Svo vildi þannig til að annar meðlimur útgáfufyrirtækisins dó," greinir hún frá. Þrjú síðastliðin haust stóð til að gefa bókina út en ekkert varð af því og ákvað Guðbjörg því að grípa í taumana. „Ég ákvað 5. október að gefa bókina bara út sjálf. Þeir tóku mér mjög vel hjá Ísafoldarprentsmiðju og það var bara drifið í þessu og bókin kom út 24. október." Guðbjörg hefur verið heimavinnandi húsmóðir í meira en sextíu ár, bæði í Hafnarfirði og annars staðar. Hún hefur alltaf haft gaman af bókum og hefur gefið út þrjár ljóðabækur. Eftir að hafa verið hvött til að skrifa skáldsögu ákvað hún að láta slag standa og kom sú fyrsta, Hinsta bónin, út fyrir sjö árum. „Þegar ég hélt því fram að rithöfundar stælu æviminningum fólks og notuðu í bækurnar sínar var skorað á mig að ég skyldi sýna að það væri hægt að skrifa sögu án þess að gera það," segir hún. „Alla mína tíð hef ég reynt að gera sjálfuþað sem þarf að leysa af hendi en ekki sækja það til annarra." Glæpir og eiturlyf koma við sögu í Morði og missætti en aðspurð segist Guðbjörg ekki hafa lagst í neina rannsóknarvinnu vegna bókarinnar. „Þetta er ekki heimildarskáldsaga. Ég rannsakaði ekki neitt af því að ég tek ekkert frá öðrum." Spurð hvort hún sé ekki orðin of gömul til að gefa út svona bók segir hún: „Auðvitað er ég alltof gömul að gefa út skáldsögu núna. Og það er mikið vandamál að þurfa að markaðssetja hana. Hún segir að skrifin séu engu að síður góð fyrir heilsuna. „Ef maður hugsar ekkert og situr bara og bíður þá koðnar heilinn niður eins og aðrir líkamspartar."
Lífið Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira