Þriggja stoða lífeyriskerfi 22. nóvember 2012 06:00 Oft er rætt um nauðsyn þess að byggja lífeyriskerfi þjóða á þremur meginstoðum. Hér á landi hefur einmitt verið farin slík leið í öllum meginatriðum og á erlendum vettvangi er Ísland tekið sem dæmi um vel heppnaða uppbyggingu. Lífeyrissjóðir, almannatryggingar og frjáls sparnaður mynda þessar þrjár meginstoðir. Hver þeirra hefur sérstöku hlutverki að gegna. Engin ein stoðanna nær þeim markmiðum sem stefnt er að en séu þær allar til staðar má byggja öflugt lífeyriskerfi sem nær til allra. Meginmarkmiðið er að tryggja öllum viðunandi ellilífeyri auk þess sem lífeyriskerfin þurfa að veita áfallatryggingar vegna örorku og ótímabærs fráfalls. Hversu öflug lífeyriskerfi geta verið fer fyrst og fremst eftir efnahag hverrar þjóðar og hvort framsýni og fyrirhyggja ráða för. Öflugt atvinnulíf sem er undirstaða góðs efnahags hlýtur því ávallt að verða meginforsenda öflugs lífeyriskerfis. Framfærsla lífeyrisþega Hlutverk lífeyrissjóðanna í þessu samspili stoðanna þriggja er að annast að stærstum hluta framfærslu lífeyrisþega. Hér á landi hafa verið að byggjast upp sterkir lífeyrissjóðir sem nú þegar standa undir 58% af lífeyrisgreiðslum á móti almannatryggingum og þetta hlutfall fer hækkandi. Afar mikilvægt er að byggja upp lífeyrissjóðina vegna þess að útgreiðslur úr þeim byggja að meirihluta til á fjármagnstekjum. Sé það vanrækt hjá þjóð með þann metnað í lífeyrismálum sem við höfum á Íslandi má ætla að skattlagning á laun þyrfti í framtíðinni að nema yfir 25% til þess að fjármagna lífeyrisgreiðslur með samtíma skattgreiðslum. Hlutverk almannatrygginganna er að tryggja tiltekið lágmark lífeyris. Þar sem myndun lífeyrisréttinda í lífeyrissjóðum byggir á iðgjöldum af launum verða alltaf einhverjir einstaklingar sem ekki ná að afla sér ásættanlegra lífeyrisréttinda. Það verður alltaf drjúgur hópur sem af einhverjum ástæðum stendur utan vinnumarkaðar, tímabundið eða alfarið. Því verður alltaf þörf á greiðslum úr almannatryggingum en það gildir líka að geta samfélagsins til þess að standa undir myndarlegu lágmarki lífeyris fer eftir því hversu vel hefur tekist til við uppbyggingu lífeyrissjóðanna. Traust eignastaða Hlutverk hins frjálsa sparnaðar er að byggja upp eignastöðu. Langflest heimili vilja byggja upp trausta eignastöðu óháð lífeyrisréttindum. Að vissu leyti draga lífeyrissparnaður og almannatryggingar úr þörfinni fyrir sparnað og eignamyndun heimilanna. Traust eignastaða skapar engu að síður mikið öryggi á allri lífsleiðinni og möguleika til að verjast áföllum sem á geta dunið og hafa ekkert með lífeyristryggingar að gera. Stærsti hluti frjálsrar eignamyndunar hjá heimilunum í landinu er í íbúðarhúsnæði en flestum okkar þykir eftirsóknarvert að eignast þak yfir höfuðið. Til viðbótar eru svo ýmis konar almennur sparnaður og eignarhlutir í fyrirtækjum. Hinn frjálsi sparnaður og eignamyndun gefur fólki aukinn sveigjanleika og valmöguleika þegar líður á ævina. Margir nýta eignalega stöðu sína til að koma sér vel fyrir í ellinni með kaupum á viðeigandi húsnæði. Allar þrjár stoðirnar þurfa að vinna vel saman til að skapa heild þar sem búið er að lífeyrisþegum með sóma og af metnaði. Sífelld þörf er á umræðu um lífeyrismál til þess að vega og meta árangur þess fyrirkomulags sem við höfum valið. Breytingar þurfa að vera yfirvegaðar og treysta lífeyriskerfið til lengri tíma. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki skipta miklu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Oft er rætt um nauðsyn þess að byggja lífeyriskerfi þjóða á þremur meginstoðum. Hér á landi hefur einmitt verið farin slík leið í öllum meginatriðum og á erlendum vettvangi er Ísland tekið sem dæmi um vel heppnaða uppbyggingu. Lífeyrissjóðir, almannatryggingar og frjáls sparnaður mynda þessar þrjár meginstoðir. Hver þeirra hefur sérstöku hlutverki að gegna. Engin ein stoðanna nær þeim markmiðum sem stefnt er að en séu þær allar til staðar má byggja öflugt lífeyriskerfi sem nær til allra. Meginmarkmiðið er að tryggja öllum viðunandi ellilífeyri auk þess sem lífeyriskerfin þurfa að veita áfallatryggingar vegna örorku og ótímabærs fráfalls. Hversu öflug lífeyriskerfi geta verið fer fyrst og fremst eftir efnahag hverrar þjóðar og hvort framsýni og fyrirhyggja ráða för. Öflugt atvinnulíf sem er undirstaða góðs efnahags hlýtur því ávallt að verða meginforsenda öflugs lífeyriskerfis. Framfærsla lífeyrisþega Hlutverk lífeyrissjóðanna í þessu samspili stoðanna þriggja er að annast að stærstum hluta framfærslu lífeyrisþega. Hér á landi hafa verið að byggjast upp sterkir lífeyrissjóðir sem nú þegar standa undir 58% af lífeyrisgreiðslum á móti almannatryggingum og þetta hlutfall fer hækkandi. Afar mikilvægt er að byggja upp lífeyrissjóðina vegna þess að útgreiðslur úr þeim byggja að meirihluta til á fjármagnstekjum. Sé það vanrækt hjá þjóð með þann metnað í lífeyrismálum sem við höfum á Íslandi má ætla að skattlagning á laun þyrfti í framtíðinni að nema yfir 25% til þess að fjármagna lífeyrisgreiðslur með samtíma skattgreiðslum. Hlutverk almannatrygginganna er að tryggja tiltekið lágmark lífeyris. Þar sem myndun lífeyrisréttinda í lífeyrissjóðum byggir á iðgjöldum af launum verða alltaf einhverjir einstaklingar sem ekki ná að afla sér ásættanlegra lífeyrisréttinda. Það verður alltaf drjúgur hópur sem af einhverjum ástæðum stendur utan vinnumarkaðar, tímabundið eða alfarið. Því verður alltaf þörf á greiðslum úr almannatryggingum en það gildir líka að geta samfélagsins til þess að standa undir myndarlegu lágmarki lífeyris fer eftir því hversu vel hefur tekist til við uppbyggingu lífeyrissjóðanna. Traust eignastaða Hlutverk hins frjálsa sparnaðar er að byggja upp eignastöðu. Langflest heimili vilja byggja upp trausta eignastöðu óháð lífeyrisréttindum. Að vissu leyti draga lífeyrissparnaður og almannatryggingar úr þörfinni fyrir sparnað og eignamyndun heimilanna. Traust eignastaða skapar engu að síður mikið öryggi á allri lífsleiðinni og möguleika til að verjast áföllum sem á geta dunið og hafa ekkert með lífeyristryggingar að gera. Stærsti hluti frjálsrar eignamyndunar hjá heimilunum í landinu er í íbúðarhúsnæði en flestum okkar þykir eftirsóknarvert að eignast þak yfir höfuðið. Til viðbótar eru svo ýmis konar almennur sparnaður og eignarhlutir í fyrirtækjum. Hinn frjálsi sparnaður og eignamyndun gefur fólki aukinn sveigjanleika og valmöguleika þegar líður á ævina. Margir nýta eignalega stöðu sína til að koma sér vel fyrir í ellinni með kaupum á viðeigandi húsnæði. Allar þrjár stoðirnar þurfa að vinna vel saman til að skapa heild þar sem búið er að lífeyrisþegum með sóma og af metnaði. Sífelld þörf er á umræðu um lífeyrismál til þess að vega og meta árangur þess fyrirkomulags sem við höfum valið. Breytingar þurfa að vera yfirvegaðar og treysta lífeyriskerfið til lengri tíma. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki skipta miklu máli.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun